Innlent

Einna best að vera móðir á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ungabarn þarf styrka hönd til að halda í.
Ungabarn þarf styrka hönd til að halda í. Mynd/ Getty.

Ísland er í fjórða sæti á lista ríkja þar sem best er að vera móðir. Þetta sýnir ný skýrsla Barnaheilla - Save The Children sem kemur út í dag. Norðurlöndin skipa fimm efstu sæti listans og er best að vera móðir í Finnlandi.

Skýrslan sýnir að á hverju ári deyja meira en ein milljón barna áður en þau ná sólarhrings aldri. Þrjár milljónir barna látast áður en þau verða þriggja mánaða gömul, en hægt er að koma í veg fyrir 75% ungbarnadauða með ódýrum og áhrifaríkum aðferðum.

Þetta er í 14. sinn sem Barnaheill - Save the Children gefa út skýrsluna um stöðu mæðra í heiminum. Í ár er fyrsti sólarhringurinn í lífi barna skoðaður sérstaklega. Mælikvarðarnir sem skýrslan byggir á eru lífslíkur mæðra og barna, menntun, innkoma og jafnrétti kynjanna.

Allra verst er að vera móðir í Kongó. Landið vermir 176. sæti listans, en í næstneðsta sætinu er Sómalía. Afríkulönd sunnan Sahara eyðimerkurinnar koma verst út úr könnuninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.