Utanríkismál veigaminni í næstu stjórn Þorgils Jónsson skrifar 7. maí 2013 08:00 Ef hætt verður við ESB-umsókn mun mæða minna á utanríkisráðuneytinu en áður. Margt þykir benda til þess að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggi meiri áherslu á fjármálaráðuneytið í viðræðum sínum. Utanríkisráðuneytið verður mögulega veigaminna á næsta kjörtímabili, en hefur verið síðustu ár, miðað við áherslur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Ekkert hefur enn skýrst um framvindu stjórnarmyndunarviðræðna flokkanna, hvorki um málefni né mögulega stólaskipan. Margt bendir þó til þess að hvorugur formannanna muni taka að sér utanríkisráðuneytið. Embætti utanríkisráðherra var nær óslitið í höndum formanns ríkisstjórnarflokks á árunum 1987 til 2009 áður en fráfarandi ríkisstjórn tók við, að undanskildu tæpu ári, frá 2006 til 2007, þegar Valgerður Sverrisdóttir gegndi starfinu. Sú stjórn var þó mynduð með formann í utanríkismálunum. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að utanríkisráðuneytið hafi jafnan verið talið koma forsætisráðuneytinu næst, bæði hvað varðar mikilvægi og virðingu. „Það er erfitt að segja hvort það hafi þegar breyst, en ef annar formannanna nú ákveður að fara frekar í fjármálaráðuneytið mun það sýna áherslur þess flokks með skýrum hætti. Hvorki Bjarni né Sigmundur hafa lagt mikla áherslu á utanríkismál hingað til og maður hefði haldið að sérstaklega Framsókn væri frekar umhugað um að fá fjármálaráðuneytið en utanríkisráðuneytið.“ Guðni tekur undir það og segir að í ljósi áherslu flokkanna á efnahagsmál sé líklegra að meiri áhersla verði á fjármálaráðuneytið í yfirstandandi viðræðum. Það mætti túlka sem minni áherslu á utanríkismál. „Sérstaklega því hugur beggja flokka virðist standa til þess að hverfa frá áformum um að ljúka aðildarviðræðum við ESB og leggja í dóm þjóðarinnar.“ Baldur segir að ráðuneytið verði fyrst um sinn veigaminna ef ESB-umsóknin verður úr sögunni, en þó séu nýjar víddir í utanríkisstefnu Íslands. „Það eru til dæmis Norðurslóðir og Asíuvíddin auk þess sem þróunarstarf er umsvifameira nú en áður. Annars eru margir málaflokkar sem meiri áhersla yrði lögð á, og fróðlegt að sjá hvort næsti ráðherra muni leggja eins mikið upp úr Norðurslóðamálum, sem að vísu er nokkur sátt um í íslenskum stjórnmálum.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Utanríkisráðuneytið verður mögulega veigaminna á næsta kjörtímabili, en hefur verið síðustu ár, miðað við áherslur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Ekkert hefur enn skýrst um framvindu stjórnarmyndunarviðræðna flokkanna, hvorki um málefni né mögulega stólaskipan. Margt bendir þó til þess að hvorugur formannanna muni taka að sér utanríkisráðuneytið. Embætti utanríkisráðherra var nær óslitið í höndum formanns ríkisstjórnarflokks á árunum 1987 til 2009 áður en fráfarandi ríkisstjórn tók við, að undanskildu tæpu ári, frá 2006 til 2007, þegar Valgerður Sverrisdóttir gegndi starfinu. Sú stjórn var þó mynduð með formann í utanríkismálunum. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að utanríkisráðuneytið hafi jafnan verið talið koma forsætisráðuneytinu næst, bæði hvað varðar mikilvægi og virðingu. „Það er erfitt að segja hvort það hafi þegar breyst, en ef annar formannanna nú ákveður að fara frekar í fjármálaráðuneytið mun það sýna áherslur þess flokks með skýrum hætti. Hvorki Bjarni né Sigmundur hafa lagt mikla áherslu á utanríkismál hingað til og maður hefði haldið að sérstaklega Framsókn væri frekar umhugað um að fá fjármálaráðuneytið en utanríkisráðuneytið.“ Guðni tekur undir það og segir að í ljósi áherslu flokkanna á efnahagsmál sé líklegra að meiri áhersla verði á fjármálaráðuneytið í yfirstandandi viðræðum. Það mætti túlka sem minni áherslu á utanríkismál. „Sérstaklega því hugur beggja flokka virðist standa til þess að hverfa frá áformum um að ljúka aðildarviðræðum við ESB og leggja í dóm þjóðarinnar.“ Baldur segir að ráðuneytið verði fyrst um sinn veigaminna ef ESB-umsóknin verður úr sögunni, en þó séu nýjar víddir í utanríkisstefnu Íslands. „Það eru til dæmis Norðurslóðir og Asíuvíddin auk þess sem þróunarstarf er umsvifameira nú en áður. Annars eru margir málaflokkar sem meiri áhersla yrði lögð á, og fróðlegt að sjá hvort næsti ráðherra muni leggja eins mikið upp úr Norðurslóðamálum, sem að vísu er nokkur sátt um í íslenskum stjórnmálum.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira