Innlent

Heiðarlegu viðskiptavinirnir tapa á hegðun þjófanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þjófarnir í Ikea voru stórtækir.
Þjófarnir í Ikea voru stórtækir.
IKEA þjófarnir voru svo stórtækir í versluninni að þeir ná að útskýra mest alla þá rýrnun sem varð hjá versluninni á árunum 2007-2011, segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

DV greindi frá því í gær að IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdarstjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. Fjárhæð svikanna nemur um 10 milljónum króna, en talið er að þau hafi staðið yfir frá árinu 2007.

Þórarinn segir í samtali við útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu að alltaf verði einhver rýrnun í verslun, t.d. vegna skemmda. Hins vegar sé rýrnun sem erfiðara sé að útskýra. „Þetta er það stór biti sem þessi hópur var með að hann fer þónokkuð langt með að skýra þá rýrnum sem við vorum með," segir Þórarinn.

Þá bendir Þórarinn á að þegar verið er að stela þá endi það alltaf í verðlaginu. Hegðun þjófanna bitni því á heiðarlegum viðskiptavinum verslunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×