Innlent

Lauryn Hill í fangelsi

Jakob Bjarnar skrifar
Lauryn Hill hefur verið dæmd fyrir skattsvik.
Lauryn Hill hefur verið dæmd fyrir skattsvik.
Söngkonan Lauryn Hill hefur verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir undanskot frá skatti.

Hill, sem er 37 ára og hefur unnið til Grammyverðlauna, lét undir höfuð leggjast að borga skatta af tekjum sem hún hafði á árunum 2005 til 2007, samtals 209 milljón króna. Í yfirlýsingu sagðist Hill hafa hugsað sér að borga en hafi ekki séð sér það fært eftir að hafa dregið sig í hlé til að sinna barnauppeldi, en hún á fimm börn með Rohan Marley, sem er sonur Bob Marley. Hún lét þess einnig svo getið að hún væri af þrælum komin sem hafa verið fórnarlömb þess kerfis sem hún nú er dæmd af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×