Innlent

Karlmaður handtekinn í tengslum við andlát manns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á andláti manns í íbúð sinni í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum. Þetta staðfestir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði í samtali við Vísi.

Það var á áttunda tímanum í morgun sem hinn látni fannst og fljótlega vöknuðu grunsemdir um að andlát hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Lögreglan á Eskifirði nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi.

„Það er bara verið að skoða þetta og menn eru að afla upplýsinga,“ segir Jónas í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×