Innlent

Vilja endurvekja nafnanefnd í Kópavogi

Til stendur að nefna strætóskýli í bænum.
Til stendur að nefna strætóskýli í bænum. Mynd/ Gunnar V. Andrésson
Umhverfis- og samgöngunefnd í Kópavogi lagði til á fundi sínum í gær að nafnanefnd yrði endurvakin, en sú nefnd myndi þá gefa meðal annars götum, hringtorgum og strætóskýlum nöfn.

Ástæðan fyrir þessu, samkvæmt fundargerð, er sú að það er áhugi á því að merkja strætóskýli í Kópavogi og gefa þeim nöfn. Eins er áhugi fyrir því að gefa hringtorgum í Kópavogi nöfn og merkja þau og myndi bæði falla undir starfssvið nafnanefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×