Innlent

Leifsstöð heitir ekki Leifsstöð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ekki réttlætanlegt að kalla flugstöðina Leifsstöð segir Isavia.
Ekki réttlætanlegt að kalla flugstöðina Leifsstöð segir Isavia.
„Isavia ohf. fer vinsamlega fram á að notkun nafnsins Leifsstöð verði hætt í fréttaflutningi þegar átt er við Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þess í stað notað fullt nafn flugstöðvarinnar, styttingu þess „FLE“, Keflavíkurflugvöllur eða flugstöðin á Keflavíkurflugvelli eftir því sem best þykir henta hverju sinni,“ segir í orðsendingu frá Isavia.

Vísað er til þess að Leifsstöð sé skráð firmanafn óskylds aðila. Því sé enginn réttur til notkunar nafnsins í tengslum við flugstöðina.

„Orðið virðist á hinn bóginn allmikið notað í daglegu tali fólks og stundum á opinberum vettvangi, hugsanlega til styttingar í einhverjum tilvikum eða hreinlega af vana en það réttlætir ekki notkunina á opinberum vettvangi,“ segir Isavia.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.