Fleiri fréttir Vopnað rán á Laugaveginum í nótt Tveir menn voru rændir fjármunum og greiðslukortum á Laugavegi á móts við Tryggingastofnunina á öðrum tímanum í nótt. Annar ræningjanna var vopnaður hnífi og hafði í hótunum, en þolendurna sakaði ekki. 5.12.2012 06:54 Þingfundur stóð til klukkan sex í morgun Önnur umræða um fjárlög, sem var fram haldið á Alþingi eftir hádegi í gær, stóð til klukkan rúmlega sex í morgun og verður fram haldið klukkan þrjú í dag. 5.12.2012 06:52 Tveir handteknir í Árnessýslu og einn á Selfossi Lögreglan í Árnessýslu handtók tvo menn í nótt, grunaða um að hafa ætlað að brjótast inn í geymslugáma á gámasvæði í Reykholti. 5.12.2012 06:50 Vantraust felldi meirihluta Meirihluti K-listans í Skeiða- og Gnúpverjahreppi féll í gær þegar vantrauststillaga var samþykkt á Gunnar Örn Marteinsson oddvita. Björgvin Skafti Bjarnason af E- lista hefur tekið við oddvitastarfinu. Fréttastofunni er ekki kunnugt um í hverju vantraustið er fólgið. 5.12.2012 06:43 Ísland bætir stöðu sína á listanum um spillingu í heiminum Ísland hefur bætt aðeins stöðu sína á árlegum lista Transparency International yfir spillingu í heiminum. Ísland er nú í 11. sæti listans en var komið niður í 13. sætið í fyrra. 5.12.2012 06:17 Í efsta sæti yfir plötur ársins á Amazon Ævintýri íslensku krakkanna í hljómsveitinni Of Monsters and Men ætlar engan endi að taka því bandaríska vefverslunin Amazon.com setur plötu þeirra, My Head Is an Animal, í efsta sætið yfir plötur ársins árið 2012. Platan var gefin út í apríl síðastliðnum og hefur selst í bílförmum um allan heim. 4.12.2012 21:20 Andlát tveggja sjúklinga í rannsókn Andlát tveggja sjúklinga á Landspítalanum er nú til rannsóknar, annað hjá lögreglu en hitt innan spítalans. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 4.12.2012 20:15 Ómerkilegur áróður Steingríms um að ekki verði borguð út laun Þung orð féllu á Alþingi í dag þegar atvinnuvegaráðherra hvatti sjálfstæðis- og framsóknarmenn til að láta af málþófi í umræðu um fjárlagafrumvarpið. Ráðherra var á móti sakaður um hræðsluáróður. 4.12.2012 19:26 Eyddu 600 milljónum á Þjóðhátíð Áætlað er að gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum síðasta sumar hafi eytt sexhundruð milljónum króna í Eyjum, þá daga sem hátíðarhöldin stóðu yfir. Viðburðir á vegum ÍBV á hverju ári eru sagðir skila milljarði til bæjarins. 4.12.2012 19:17 Óhappið í Kaupmannahöfn: Aldrei rukkað fyrir björgunaraðgerðir hér á landi Umfjöllun danskra fjölmiðla af óhappi ungrar konu sem féll af Drottningarbrúnni fyrir neðan einkennist af gysi. Unnusti konunnar sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að aldrei hefði verið fjallað um málið á þennan veg ef konan hefði verið dönsk en ekki íslensk. 4.12.2012 18:31 Fimm dæmdir fyrir kókaínsmygl Fimm einstaklingar voru dæmdir sekir fyrir að hafa smyglað til landsins kókaíni í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sá sem hlaut þyngsta dóminn fékk tveggja ára fangelsi og tvo mánuði, það var Giovanna Soffía Gabríella Spanó, en hún lét meðal annars móður sína flytja fíkniefni á milli landa án hennar vitundar. 4.12.2012 16:25 Mikil viðurkenning ef Reykjavík verður fyrir valinu Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík segir að það yrði mikil viðurkenning fyrir Reykjavík ef Out Games leikarnir, sem stundum hafa verið kallaðir Ólympíuleikar samkynhneigðra, færu fram í borginni árið 2017. En í gær var ákveðið að valið stæði á milli Reykjavíkur og Miami Beach í Bandaríkjunum. Búast mætti við átta til tíu þúsund þáttakendum og öðrum gestum á leikana. 4.12.2012 16:24 Án hjúkrunarfræðinga verður Landspítalinn óstarfhæfur að mestu Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir miklum áhyggjum af uppsögnum á þriðja hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 4.12.2012 15:49 Dó eftir að hafa fallið niður af Dronning Louises brúnni Fyrir tæpum sex árum síðan drukknaði grænlenskur maður í vatninu fyrir neðan Dronning Louises brúnna. Á þessum sama stað bjargaðist 27 ára gömul kona eftir að hafa fallið í ískalt vatnið þar um siðustu helgi. Síðustu vikuna í janúar 2007 drukknaði grænlenskur maður í vatninu eftir að hann hafði fallið í vatnið. Hann var mjög ölvaður og hafði verið að reyna að standa uppi á grindverki á brúnni. 4.12.2012 15:47 Fékk fyrsta sætið í afmælisgjöf "Það er greinilegt að Gísli hefur brennt sig inní þjóðarsálina og fólk er áhugasamt um hann," segir Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona, en bók hennar Gísli á Uppsölum, fór í fyrsta sætið á lista Félags bókaútgefanda yfir mest seldu bækurnar í síðustu viku. Þannig velti hún úr sessi gamalkunnum kóngi, honum Arnaldi Indriðasyni, sem gaf út Reykjavíkurnætur þetta árið. 4.12.2012 15:08 Formaður Sjálfstæðisflokksins mættur til að bera vitni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur til þess að gefa skýrslu í Vafningsmálinu. Með Bjarna í för var Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður hans. Áður en Bjarni gaf skýrslu var Þór Sigfússon í vitnastúkunni. Þór var forstjóri Sjóvár, en það var eitt aðalfyrirtækið í eigu Milestone. 4.12.2012 14:36 Reyndist ekki vera Laugardalshrottinn - fær bætur frá ríkinu Íslenska ríkið var dæmt til þess að greiða manni eina og hálfa milljón króna í dag fyrir að hafa haft hann ranglega í gæsluvarðhaldi í 108 daga. Maðurinn var handtekinn í október árið 2010 grunaður um að hafa ráðist á unga stúlku í Laugardalnum um miðjan dag og veitt henni alvarlega áverka. Meðal annars átti hann að hafa barið hana í höfuðið með grjóti. 4.12.2012 14:30 Ökumanns leitað - ók á fimmtán ára pilt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók dökkvínrauðum jeppa á fimmtán ára pilt á reiðhjóli í Skólabæ við Árbæjarskóla um klukkan 10.20 föstudagsmorguninn 30. nóvember. 4.12.2012 13:45 Vitnakvaðning gefin út vegna Karls Wernerssonar Karl Wernersson, sem var stærsti eigandi Milestone, mætti ekki í Héraðsdóm Reykjavíkur til að bera vitni í Vafningsmálinu þótt gert hafi verið ráð fyrir honum á vitnalista. Símon Sigvaldason dómari upplýsti því fyrir réttinum núna eftir hádegi að vitnakvaðning hafi verið gefin út. Hann mun því mæta í réttinn á fimmtudag. 4.12.2012 13:39 Hætta á nýrri bólu á fasteignamarkaði Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að raunverð á íbúðahúsnæði muni hækka um 4-5% næstu tvö árin. Skýrsla Greiningadeildar Arionbanka um fasteignamarkaðinn kom út í dag. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Greiningadeildarinnar, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að ekki væru enn komin merki um að bóla væri að myndast á fasteignamarkaði, en sú hætta væri vissulega fyrir hendi vegna gjaldeyrishaftanna. 4.12.2012 13:29 Reykjavík gegn Miami: Hvor borgin fær World Outgames leikana? Valið stendur á milli Reykjavíkur og Miami varðandi það hvor borgin verður fyrir valinu sem mótsstaður fyrir World Outgames leikana árið 2017 samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4.12.2012 13:17 Uppsagnirnar grafalvarlegt mál: Um fimmtungur hjúkrunarfræðinga sagði upp Uppsagnir hjúkrunarfræðinganna á Landspítalanum eru grafalvarlegt mál og er verið að vinna í því með aðkomu fjármála- og velferðarráðherra. Um 254 hjúkrunarfræðingar í 193 stöðugildum sögðu upp, en alls starfa 1348 hjúkrunarfræðingar á spítalanum. Það er því um fimmtungur hjúkrunarfræðinga sem sagði upp. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. mars næstkomandi. 4.12.2012 12:56 Umræðan um óhappið einkennist af gysi Umfjöllun danskra fjölmiðla af óhappi ungrar konu sem féll af Dronning Lousie brúnni í ískalt vatnið fyrir neðan einkennist að gysi. Unnusti konunnar segir að aldrei hefði verið fjallað um málið á þennan veg ef konan hefði verið dönsk en ekki íslensk. 4.12.2012 12:13 Steingrímur segir að afgreiðslu fjárlaga sé stefnt í hættu Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, segir að málþóf sjálfstæðis- og framsóknarmanna í umræðu um fjárlagafrumvarpið stofni afgreiðslu þessi í hættu og sé án fordæma í þingsögunni. Setja þurfi íslenska ríkinu fjárlög svo hægt verði að borga út laun í janúar. 4.12.2012 12:02 Gísli á Uppsölum veltir Arnaldi úr sessi Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, er söluhæsta bók síðustu viku samkvæmt metsölulista Félags bókaútgefanda. 4.12.2012 11:47 Fauk á flugvél Lögreglunni á Suðurnesjum barst á sunnudag tilkynning frá stjórnstöð Öryggisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli þess efnis að flutningsvagn hefði fokið til og lent á hreyfli flugvélar Icelandair. 4.12.2012 11:12 Aganefnd gerir ekki athugasemdir við framgöngu tamningakonu Aganefnd Félags tamningamanna gerir ekki athugasemdir við aðferðir ungrar tamningakonu sem sökuð var um grófa meðferð á hesti samkvæmt fréttamiðlinum Eyjan.is. 4.12.2012 09:58 „Þetta er skítaflétta“ Hver tók ákvörðun um að breyta undirrituðu skjali á síðustu stundu og veita Milestone tíu milljarða lán í stað Vafnings? Það virðist vera mesta ráðgátan í sakamáli gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni. 4.12.2012 07:00 Drekinn fær norskan gæðastimpil Norska ríkisolíufyrirtækið Petoro mun taka þátt í olíuleit á Drekasvæðinu. Staðfestir að líkurnar á að olía finnist séu svo miklar að ástæða sé til að hefja leit, segir orkumálastjóri. Tvö fyrirtæki sem munu fá rannsóknarleyfi höfnuðu því að veita Orkusto 4.12.2012 07:00 Byggt í Úlfarsárdal fyrir 3,7 milljarða Íbúðahverfið í Úlfarsárdal og Grafarholti verður sex sinnum minna en gert hefur verið ráð fyrir. Ný sundlaug, samþættur leik- og grunnskóli og íþróttahús verða reist. Uppbyggingin verður fjármögnuð með framlagi úr borgarsjóði og sölu lóða. 4.12.2012 07:00 Tré víða orðin of há til að þola óveður Vegna aukinnar hæðar trjáa er þeim hættara við að fjúka um koll í vondu veðri. Verður viðvarandi vandamál, þótt ánægjulegt sé að tré hækki, segir sérfræðingur Skógræktarinnar. Standa þarf rétt að grisjun skóga eða sleppa henni alveg. 4.12.2012 07:00 Gæti stefnt í óefni vegna uppsagnanna Vísbendingar eru um að einn af hverjum tíu hjúkrunarfræðingum sem starfa á Landspítalanum hafi sagt upp störfum. Staðfestar tölur boðaðar í dag eða á morgun. Hjúkrunarfræðingum svíður að laun annarra en heilbrigðisstarfsmanna hækki. 4.12.2012 07:00 Áfangi í baráttunni gegn krabbameini Vísindamenn við Lífvísindasetur Háskóla Íslands undir forystu Eiríks Steingrímssonar, prófessors við læknadeild, hafa í samstarfi við erlenda vísindamenn greint byggingu stjórnprótíns sem gegnir lykilhlutverki við myndun sortuæxla. Niðurstöðurnar eru mikilvægur áfangi í leitinni að lækningu við þessari tegund krabbameina. 4.12.2012 07:00 Bíða bara vegabréfsáritunar Útlit er fyrir að að íslensk fjölskylda, sem hefur verið föst í Kólumbíu í tæpt ár, sé á leið heim á allra næstu dögum. Þau bíða aðeins eftir vegabréfsáritun, sem er á leið frá Íslandi í sænska sendiráðið í Bogotá. 4.12.2012 07:00 Keppni um forsíðu aðfangadags Fréttablaðið efnir til samkeppni á meðal lesenda sinna um jólalegar myndir og verður sú besta forsíðumynd Fréttablaðsins á aðfangadag. Aðrar góðar jólamyndir lesenda verða birtar inni í blaðinu á aðfangadag. Í hlut sigurvegara kemur einnig veglegur vinningur frá Sjónvarpsmiðstöðinni en önnur og þriðju verðlaun eru gjafakort í Borgarleikhúsið. 4.12.2012 07:00 Þingfundur stóð langt fram á nótt Gert var hlé á þingfundi klukkan hálf þrjú í nótt, en þá hafði önnur umræða um um fjárlög staðið allan daginn og verður fram haldið klukkan hálf tvö í dag. 4.12.2012 06:34 Töluverð skjálftavirkni norðaustur af Siglufirði. Enn er töluverð skjálftavirkni norðaustur af Siglufirði. Á síðustu tveimur sólarhringum hafa mælst þar fimm skjálftar upp á 2 til 2,7 stig og skjálftar mældust enn í nótt. Rólegt hefur hinsvegar verið á öðrum þekktum skjálftasvæðum. 4.12.2012 06:27 Össur fordæmir nýja landtökubyggð Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir þá ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að heimila nýja landtökubyggð í útjaðri austurhluta Jerúsalem. 4.12.2012 06:00 Læknafélagið leggst gegn græðara-tillögunni Læknafélag Íslands segir að samþykki Alþingi þingsályktunartillögu um niðurgreiðslu á heildrænum meðferðum græðara sé það að leggja að jöfnu, hefðbundna, viðurkennda og gagnreynda heilbrigðisþjónustu annars vegar og þjónustu með ósannaða gagnsemi hinsvegar. Slíkt sé ekki ásættanlegt. 3.12.2012 22:01 Skondið ef drottningin héti Díana árið 2100 "Það hljóta að vera gleðitíðindi í hverri fjölskyldu að von sé á nýju lífi. Í þessu tilviki nær gleðin þó væntanlega vel út fyrir innsta hring ættmenna, ekki síst til bresku pressunnar", segir Hildur Helga Sigurðardóttir, fyrrverandi fréttaritari RÚV á Bretlandseyjum, innt eftir viðbrögðum við fréttinni um væntanlegan erfingja Vilhjálms Bretaprins og Katrínar konu hans. 3.12.2012 21:17 Sjálfhverfur og sjötugur takast á í kappræðum Gúgli maður "sjálfhverfu kynslóðina" koma upp hvorki meira né minna en rösklega 23 þúsund niðurstöður. 3.12.2012 20:53 Vilborg búin að ganga 180 kílómetra Vilborg Arna pólfari segist hafa lent í ýmsum erfiðum aðstæðum á þeim tveimur vikum sem hún hefur skíðað á Suðurskautslandinu. Allt hafi hins vegar gengið vel og vonast hún til að vera komin á Suðurpólinn innan fjörutíu daga. 3.12.2012 20:28 Óskuðu Vilhjálmi og Kate til hamingju Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Michelle Obama sendu Vilhjálmi prins og Kate Middleton eigkonu hans, hamingjuóskir í dag eftir að breska konungshirðin staðfesti að Kate væri ófrísk. 3.12.2012 19:26 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3.12.2012 18:36 Óhappið á brúnni í Kaupmannahöfn: "Þetta var mikið sjokk fyrir okkur bæði“ Maðurinn sem stakk sér á eftir vinkonu sinni eftir að hún datt af brú í Kaupmannahöfn um helgina segir þau bæði á batavegi þótt þau séu nokkuð marin á líkama og sál eftir volkið. Hann segist lítið muna annað en hve myrkrið var mikið í vatninu. 3.12.2012 18:26 Sjá næstu 50 fréttir
Vopnað rán á Laugaveginum í nótt Tveir menn voru rændir fjármunum og greiðslukortum á Laugavegi á móts við Tryggingastofnunina á öðrum tímanum í nótt. Annar ræningjanna var vopnaður hnífi og hafði í hótunum, en þolendurna sakaði ekki. 5.12.2012 06:54
Þingfundur stóð til klukkan sex í morgun Önnur umræða um fjárlög, sem var fram haldið á Alþingi eftir hádegi í gær, stóð til klukkan rúmlega sex í morgun og verður fram haldið klukkan þrjú í dag. 5.12.2012 06:52
Tveir handteknir í Árnessýslu og einn á Selfossi Lögreglan í Árnessýslu handtók tvo menn í nótt, grunaða um að hafa ætlað að brjótast inn í geymslugáma á gámasvæði í Reykholti. 5.12.2012 06:50
Vantraust felldi meirihluta Meirihluti K-listans í Skeiða- og Gnúpverjahreppi féll í gær þegar vantrauststillaga var samþykkt á Gunnar Örn Marteinsson oddvita. Björgvin Skafti Bjarnason af E- lista hefur tekið við oddvitastarfinu. Fréttastofunni er ekki kunnugt um í hverju vantraustið er fólgið. 5.12.2012 06:43
Ísland bætir stöðu sína á listanum um spillingu í heiminum Ísland hefur bætt aðeins stöðu sína á árlegum lista Transparency International yfir spillingu í heiminum. Ísland er nú í 11. sæti listans en var komið niður í 13. sætið í fyrra. 5.12.2012 06:17
Í efsta sæti yfir plötur ársins á Amazon Ævintýri íslensku krakkanna í hljómsveitinni Of Monsters and Men ætlar engan endi að taka því bandaríska vefverslunin Amazon.com setur plötu þeirra, My Head Is an Animal, í efsta sætið yfir plötur ársins árið 2012. Platan var gefin út í apríl síðastliðnum og hefur selst í bílförmum um allan heim. 4.12.2012 21:20
Andlát tveggja sjúklinga í rannsókn Andlát tveggja sjúklinga á Landspítalanum er nú til rannsóknar, annað hjá lögreglu en hitt innan spítalans. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 4.12.2012 20:15
Ómerkilegur áróður Steingríms um að ekki verði borguð út laun Þung orð féllu á Alþingi í dag þegar atvinnuvegaráðherra hvatti sjálfstæðis- og framsóknarmenn til að láta af málþófi í umræðu um fjárlagafrumvarpið. Ráðherra var á móti sakaður um hræðsluáróður. 4.12.2012 19:26
Eyddu 600 milljónum á Þjóðhátíð Áætlað er að gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum síðasta sumar hafi eytt sexhundruð milljónum króna í Eyjum, þá daga sem hátíðarhöldin stóðu yfir. Viðburðir á vegum ÍBV á hverju ári eru sagðir skila milljarði til bæjarins. 4.12.2012 19:17
Óhappið í Kaupmannahöfn: Aldrei rukkað fyrir björgunaraðgerðir hér á landi Umfjöllun danskra fjölmiðla af óhappi ungrar konu sem féll af Drottningarbrúnni fyrir neðan einkennist af gysi. Unnusti konunnar sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að aldrei hefði verið fjallað um málið á þennan veg ef konan hefði verið dönsk en ekki íslensk. 4.12.2012 18:31
Fimm dæmdir fyrir kókaínsmygl Fimm einstaklingar voru dæmdir sekir fyrir að hafa smyglað til landsins kókaíni í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sá sem hlaut þyngsta dóminn fékk tveggja ára fangelsi og tvo mánuði, það var Giovanna Soffía Gabríella Spanó, en hún lét meðal annars móður sína flytja fíkniefni á milli landa án hennar vitundar. 4.12.2012 16:25
Mikil viðurkenning ef Reykjavík verður fyrir valinu Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík segir að það yrði mikil viðurkenning fyrir Reykjavík ef Out Games leikarnir, sem stundum hafa verið kallaðir Ólympíuleikar samkynhneigðra, færu fram í borginni árið 2017. En í gær var ákveðið að valið stæði á milli Reykjavíkur og Miami Beach í Bandaríkjunum. Búast mætti við átta til tíu þúsund þáttakendum og öðrum gestum á leikana. 4.12.2012 16:24
Án hjúkrunarfræðinga verður Landspítalinn óstarfhæfur að mestu Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir miklum áhyggjum af uppsögnum á þriðja hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 4.12.2012 15:49
Dó eftir að hafa fallið niður af Dronning Louises brúnni Fyrir tæpum sex árum síðan drukknaði grænlenskur maður í vatninu fyrir neðan Dronning Louises brúnna. Á þessum sama stað bjargaðist 27 ára gömul kona eftir að hafa fallið í ískalt vatnið þar um siðustu helgi. Síðustu vikuna í janúar 2007 drukknaði grænlenskur maður í vatninu eftir að hann hafði fallið í vatnið. Hann var mjög ölvaður og hafði verið að reyna að standa uppi á grindverki á brúnni. 4.12.2012 15:47
Fékk fyrsta sætið í afmælisgjöf "Það er greinilegt að Gísli hefur brennt sig inní þjóðarsálina og fólk er áhugasamt um hann," segir Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona, en bók hennar Gísli á Uppsölum, fór í fyrsta sætið á lista Félags bókaútgefanda yfir mest seldu bækurnar í síðustu viku. Þannig velti hún úr sessi gamalkunnum kóngi, honum Arnaldi Indriðasyni, sem gaf út Reykjavíkurnætur þetta árið. 4.12.2012 15:08
Formaður Sjálfstæðisflokksins mættur til að bera vitni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur til þess að gefa skýrslu í Vafningsmálinu. Með Bjarna í för var Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður hans. Áður en Bjarni gaf skýrslu var Þór Sigfússon í vitnastúkunni. Þór var forstjóri Sjóvár, en það var eitt aðalfyrirtækið í eigu Milestone. 4.12.2012 14:36
Reyndist ekki vera Laugardalshrottinn - fær bætur frá ríkinu Íslenska ríkið var dæmt til þess að greiða manni eina og hálfa milljón króna í dag fyrir að hafa haft hann ranglega í gæsluvarðhaldi í 108 daga. Maðurinn var handtekinn í október árið 2010 grunaður um að hafa ráðist á unga stúlku í Laugardalnum um miðjan dag og veitt henni alvarlega áverka. Meðal annars átti hann að hafa barið hana í höfuðið með grjóti. 4.12.2012 14:30
Ökumanns leitað - ók á fimmtán ára pilt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók dökkvínrauðum jeppa á fimmtán ára pilt á reiðhjóli í Skólabæ við Árbæjarskóla um klukkan 10.20 föstudagsmorguninn 30. nóvember. 4.12.2012 13:45
Vitnakvaðning gefin út vegna Karls Wernerssonar Karl Wernersson, sem var stærsti eigandi Milestone, mætti ekki í Héraðsdóm Reykjavíkur til að bera vitni í Vafningsmálinu þótt gert hafi verið ráð fyrir honum á vitnalista. Símon Sigvaldason dómari upplýsti því fyrir réttinum núna eftir hádegi að vitnakvaðning hafi verið gefin út. Hann mun því mæta í réttinn á fimmtudag. 4.12.2012 13:39
Hætta á nýrri bólu á fasteignamarkaði Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að raunverð á íbúðahúsnæði muni hækka um 4-5% næstu tvö árin. Skýrsla Greiningadeildar Arionbanka um fasteignamarkaðinn kom út í dag. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Greiningadeildarinnar, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að ekki væru enn komin merki um að bóla væri að myndast á fasteignamarkaði, en sú hætta væri vissulega fyrir hendi vegna gjaldeyrishaftanna. 4.12.2012 13:29
Reykjavík gegn Miami: Hvor borgin fær World Outgames leikana? Valið stendur á milli Reykjavíkur og Miami varðandi það hvor borgin verður fyrir valinu sem mótsstaður fyrir World Outgames leikana árið 2017 samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4.12.2012 13:17
Uppsagnirnar grafalvarlegt mál: Um fimmtungur hjúkrunarfræðinga sagði upp Uppsagnir hjúkrunarfræðinganna á Landspítalanum eru grafalvarlegt mál og er verið að vinna í því með aðkomu fjármála- og velferðarráðherra. Um 254 hjúkrunarfræðingar í 193 stöðugildum sögðu upp, en alls starfa 1348 hjúkrunarfræðingar á spítalanum. Það er því um fimmtungur hjúkrunarfræðinga sem sagði upp. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. mars næstkomandi. 4.12.2012 12:56
Umræðan um óhappið einkennist af gysi Umfjöllun danskra fjölmiðla af óhappi ungrar konu sem féll af Dronning Lousie brúnni í ískalt vatnið fyrir neðan einkennist að gysi. Unnusti konunnar segir að aldrei hefði verið fjallað um málið á þennan veg ef konan hefði verið dönsk en ekki íslensk. 4.12.2012 12:13
Steingrímur segir að afgreiðslu fjárlaga sé stefnt í hættu Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, segir að málþóf sjálfstæðis- og framsóknarmanna í umræðu um fjárlagafrumvarpið stofni afgreiðslu þessi í hættu og sé án fordæma í þingsögunni. Setja þurfi íslenska ríkinu fjárlög svo hægt verði að borga út laun í janúar. 4.12.2012 12:02
Gísli á Uppsölum veltir Arnaldi úr sessi Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, er söluhæsta bók síðustu viku samkvæmt metsölulista Félags bókaútgefanda. 4.12.2012 11:47
Fauk á flugvél Lögreglunni á Suðurnesjum barst á sunnudag tilkynning frá stjórnstöð Öryggisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli þess efnis að flutningsvagn hefði fokið til og lent á hreyfli flugvélar Icelandair. 4.12.2012 11:12
Aganefnd gerir ekki athugasemdir við framgöngu tamningakonu Aganefnd Félags tamningamanna gerir ekki athugasemdir við aðferðir ungrar tamningakonu sem sökuð var um grófa meðferð á hesti samkvæmt fréttamiðlinum Eyjan.is. 4.12.2012 09:58
„Þetta er skítaflétta“ Hver tók ákvörðun um að breyta undirrituðu skjali á síðustu stundu og veita Milestone tíu milljarða lán í stað Vafnings? Það virðist vera mesta ráðgátan í sakamáli gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni. 4.12.2012 07:00
Drekinn fær norskan gæðastimpil Norska ríkisolíufyrirtækið Petoro mun taka þátt í olíuleit á Drekasvæðinu. Staðfestir að líkurnar á að olía finnist séu svo miklar að ástæða sé til að hefja leit, segir orkumálastjóri. Tvö fyrirtæki sem munu fá rannsóknarleyfi höfnuðu því að veita Orkusto 4.12.2012 07:00
Byggt í Úlfarsárdal fyrir 3,7 milljarða Íbúðahverfið í Úlfarsárdal og Grafarholti verður sex sinnum minna en gert hefur verið ráð fyrir. Ný sundlaug, samþættur leik- og grunnskóli og íþróttahús verða reist. Uppbyggingin verður fjármögnuð með framlagi úr borgarsjóði og sölu lóða. 4.12.2012 07:00
Tré víða orðin of há til að þola óveður Vegna aukinnar hæðar trjáa er þeim hættara við að fjúka um koll í vondu veðri. Verður viðvarandi vandamál, þótt ánægjulegt sé að tré hækki, segir sérfræðingur Skógræktarinnar. Standa þarf rétt að grisjun skóga eða sleppa henni alveg. 4.12.2012 07:00
Gæti stefnt í óefni vegna uppsagnanna Vísbendingar eru um að einn af hverjum tíu hjúkrunarfræðingum sem starfa á Landspítalanum hafi sagt upp störfum. Staðfestar tölur boðaðar í dag eða á morgun. Hjúkrunarfræðingum svíður að laun annarra en heilbrigðisstarfsmanna hækki. 4.12.2012 07:00
Áfangi í baráttunni gegn krabbameini Vísindamenn við Lífvísindasetur Háskóla Íslands undir forystu Eiríks Steingrímssonar, prófessors við læknadeild, hafa í samstarfi við erlenda vísindamenn greint byggingu stjórnprótíns sem gegnir lykilhlutverki við myndun sortuæxla. Niðurstöðurnar eru mikilvægur áfangi í leitinni að lækningu við þessari tegund krabbameina. 4.12.2012 07:00
Bíða bara vegabréfsáritunar Útlit er fyrir að að íslensk fjölskylda, sem hefur verið föst í Kólumbíu í tæpt ár, sé á leið heim á allra næstu dögum. Þau bíða aðeins eftir vegabréfsáritun, sem er á leið frá Íslandi í sænska sendiráðið í Bogotá. 4.12.2012 07:00
Keppni um forsíðu aðfangadags Fréttablaðið efnir til samkeppni á meðal lesenda sinna um jólalegar myndir og verður sú besta forsíðumynd Fréttablaðsins á aðfangadag. Aðrar góðar jólamyndir lesenda verða birtar inni í blaðinu á aðfangadag. Í hlut sigurvegara kemur einnig veglegur vinningur frá Sjónvarpsmiðstöðinni en önnur og þriðju verðlaun eru gjafakort í Borgarleikhúsið. 4.12.2012 07:00
Þingfundur stóð langt fram á nótt Gert var hlé á þingfundi klukkan hálf þrjú í nótt, en þá hafði önnur umræða um um fjárlög staðið allan daginn og verður fram haldið klukkan hálf tvö í dag. 4.12.2012 06:34
Töluverð skjálftavirkni norðaustur af Siglufirði. Enn er töluverð skjálftavirkni norðaustur af Siglufirði. Á síðustu tveimur sólarhringum hafa mælst þar fimm skjálftar upp á 2 til 2,7 stig og skjálftar mældust enn í nótt. Rólegt hefur hinsvegar verið á öðrum þekktum skjálftasvæðum. 4.12.2012 06:27
Össur fordæmir nýja landtökubyggð Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir þá ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að heimila nýja landtökubyggð í útjaðri austurhluta Jerúsalem. 4.12.2012 06:00
Læknafélagið leggst gegn græðara-tillögunni Læknafélag Íslands segir að samþykki Alþingi þingsályktunartillögu um niðurgreiðslu á heildrænum meðferðum græðara sé það að leggja að jöfnu, hefðbundna, viðurkennda og gagnreynda heilbrigðisþjónustu annars vegar og þjónustu með ósannaða gagnsemi hinsvegar. Slíkt sé ekki ásættanlegt. 3.12.2012 22:01
Skondið ef drottningin héti Díana árið 2100 "Það hljóta að vera gleðitíðindi í hverri fjölskyldu að von sé á nýju lífi. Í þessu tilviki nær gleðin þó væntanlega vel út fyrir innsta hring ættmenna, ekki síst til bresku pressunnar", segir Hildur Helga Sigurðardóttir, fyrrverandi fréttaritari RÚV á Bretlandseyjum, innt eftir viðbrögðum við fréttinni um væntanlegan erfingja Vilhjálms Bretaprins og Katrínar konu hans. 3.12.2012 21:17
Sjálfhverfur og sjötugur takast á í kappræðum Gúgli maður "sjálfhverfu kynslóðina" koma upp hvorki meira né minna en rösklega 23 þúsund niðurstöður. 3.12.2012 20:53
Vilborg búin að ganga 180 kílómetra Vilborg Arna pólfari segist hafa lent í ýmsum erfiðum aðstæðum á þeim tveimur vikum sem hún hefur skíðað á Suðurskautslandinu. Allt hafi hins vegar gengið vel og vonast hún til að vera komin á Suðurpólinn innan fjörutíu daga. 3.12.2012 20:28
Óskuðu Vilhjálmi og Kate til hamingju Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Michelle Obama sendu Vilhjálmi prins og Kate Middleton eigkonu hans, hamingjuóskir í dag eftir að breska konungshirðin staðfesti að Kate væri ófrísk. 3.12.2012 19:26
Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3.12.2012 18:36
Óhappið á brúnni í Kaupmannahöfn: "Þetta var mikið sjokk fyrir okkur bæði“ Maðurinn sem stakk sér á eftir vinkonu sinni eftir að hún datt af brú í Kaupmannahöfn um helgina segir þau bæði á batavegi þótt þau séu nokkuð marin á líkama og sál eftir volkið. Hann segist lítið muna annað en hve myrkrið var mikið í vatninu. 3.12.2012 18:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent