Innlent

Keppni um forsíðu aðfangadags

Algjör jólasveinn Þessi sveinki prýddi forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag fyrir tveimur árum. Fréttablaðið / Vilhelm
Algjör jólasveinn Þessi sveinki prýddi forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag fyrir tveimur árum. Fréttablaðið / Vilhelm
Fréttablaðið efnir til samkeppni á meðal lesenda sinna um jólalegar myndir og verður sú besta forsíðumynd Fréttablaðsins á aðfangadag. Aðrar góðar jólamyndir lesenda verða birtar inni í blaðinu á aðfangadag. Í hlut sigurvegara kemur einnig veglegur vinningur frá Sjónvarpsmiðstöðinni en önnur og þriðju verðlaun eru gjafakort í Borgarleikhúsið.

Lesendur eru hvattir til að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn í keppninni, en til greina koma bæði tækifærismyndir og uppstilltar myndir þar sem jólaandinn svífur yfir vötnum.

Skilafrestur myndanna er til hádegis miðvikudaginn 19. desember en þær ber að senda á netfangið ljosmyndakeppni@frettabladid.is. Taka þarf fram í pósti hver höfundur myndanna er og gæta þess að senda myndirnar í prentgæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×