Drekinn fær norskan gæðastimpil 4. desember 2012 07:00 Þó rannsaka eigi hafsbotninn á Drekasvæðinu er langt í að tilraunaboranir eftir olíu hefjist, hvað þá í að reistir verði olíuborpallar. Nordicphotos/Getty Ákvörðun norska ríkisolíufyrirtækisins Petoro um að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu staðfestir að það séu svo miklar líkur á því að olía finnist á hafsbotninum að ástæða sé til að leggja fé í að leita, segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. „Þetta staðfestir það sem við höfum haldið að þarna séu það miklar líkur á að olía sé undir að það sé ástæða til að hefja þarna olíuleit. En það verður að taka fram að slík leit er alltaf byggð á líkum en ekki vissu,“ segir Guðni. Í gær var tilkynnt að Orkustofnun hefði ákveðið að veita tveimur hópum fyrirtækja sérleyfi til að stunda rannsóknir og vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu. Annars vegar er um að ræða Faroe Petroleum Norge AS og Íslenskt kolvetni ehf., en hins vegar Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. Eitt fyrirtæki til viðbótar sótti um, en því hefur nú verið gefinn frestur til að afla samstarfsaðila með næga sérþekkingu, reynslu og bolmagn til að stunda slíkar rannsóknir. Samhliða þessu var tilkynnt um þá ákvörðun norskra stjórnvalda að norska ríkisolíufyrirtækið Petoro verði þátttakandi í báðum rannsóknunum, að fjórðungs hlut í hvoru rannsóknarleyfi. Það er í samræmi við samning Íslands og Noregs frá árinu 1981. „Þessi ákvörðun sem Norðmenn hafa kynnt er að mínu mati stærsti einstaki atburðurinn frá því ég fór að vinna með þetta mál fyrir fimm árum. Þetta treystir alla umgjörð og áframhald þessa verkefnis,“ segir Guðni. Talið er að þátttaka Norðmanna geti aukið tiltrú olíufélaga á verkefninu og dregið athygli þeirra að Íslandi sem fýsilegum kosti til rannsókna og mögulegrar vinnslu í framtíðinni, samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvegaráðuneytinu. „Þetta sýnir okkur að Norðmenn hafa áhuga á þessu svæði, og það hljótum við að taka mjög alvarlega. Þeir eru með gríðarlega þekkingu og reynslu af olíuleit á svæðum hliðstæðum Drekasvæðinu, sem er af sama toga og norska landgrunnið,“ segir Guðni. Leyfin verða ekki gefin formlega út fyrr en eftir áramót, þar sem norska stórþingið á eftir að samþykkja formlega þátttöku Petoro í verkefnunum, segir Guðni. Í framhaldinu munu fyrirtækin afla sér frekari gagna sem fyrir liggja um jarðfræði svæðisins og greina þau eins og hægt er áður en hafist verður handa við frekari rannsóknir. Rannsóknirnar verða svokallaðar endurvarpsrannsóknir þar sem botninn verður kortlagður betur en gert hefur verið hingað til. Í minnisblaði Orkustofnunar kemur fram að endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers hafi gert úttekt á fjárhagslegri stöðu fyrirtækja sem sóttu um leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu. Við vinnslu úttektarinnar óskaði endurskoðunarfyrirtækið eftir frekari gögnum frá tveimur fyrirtækjum, þar með talið um kostnaðaráætlun verkefnisins. Umsækjendurnir urðu ekki við beiðni um afhendingu frekari gagna. Orkumálastjóri telur þetta ekki vinna gegn fyrirtækjunum. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að um hafi verið að ræða viðbótarupplýsingar sem fyrirtækin hafi talið svo viðkvæmar að þau hafi ekki viljað afhenda þær. „Orkustofnun mat það svo að ekki væri um upplýsingar að ræða sem væru nauðsynlegar vegna vinnu við mat á fjárhagslegum styrk fyrirtækjanna,“ segir í svari stofnunarinnar. Þar er bent á að sá tímarammi sem fyrirtækin hafi til rannsókna nái yfir mörg ár og á þeim tíma geti fjárhagsstaða fyrirtækja breyst. Því hafi Orkustofnun gert það að skilyrði sínu fyrir leyfisveitingunni að stofnuninni verði haldið upplýstri um breytingar á fjárhagsstöðu fyrirtækjanna.brjann@frettabladid.is Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Ákvörðun norska ríkisolíufyrirtækisins Petoro um að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu staðfestir að það séu svo miklar líkur á því að olía finnist á hafsbotninum að ástæða sé til að leggja fé í að leita, segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. „Þetta staðfestir það sem við höfum haldið að þarna séu það miklar líkur á að olía sé undir að það sé ástæða til að hefja þarna olíuleit. En það verður að taka fram að slík leit er alltaf byggð á líkum en ekki vissu,“ segir Guðni. Í gær var tilkynnt að Orkustofnun hefði ákveðið að veita tveimur hópum fyrirtækja sérleyfi til að stunda rannsóknir og vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu. Annars vegar er um að ræða Faroe Petroleum Norge AS og Íslenskt kolvetni ehf., en hins vegar Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. Eitt fyrirtæki til viðbótar sótti um, en því hefur nú verið gefinn frestur til að afla samstarfsaðila með næga sérþekkingu, reynslu og bolmagn til að stunda slíkar rannsóknir. Samhliða þessu var tilkynnt um þá ákvörðun norskra stjórnvalda að norska ríkisolíufyrirtækið Petoro verði þátttakandi í báðum rannsóknunum, að fjórðungs hlut í hvoru rannsóknarleyfi. Það er í samræmi við samning Íslands og Noregs frá árinu 1981. „Þessi ákvörðun sem Norðmenn hafa kynnt er að mínu mati stærsti einstaki atburðurinn frá því ég fór að vinna með þetta mál fyrir fimm árum. Þetta treystir alla umgjörð og áframhald þessa verkefnis,“ segir Guðni. Talið er að þátttaka Norðmanna geti aukið tiltrú olíufélaga á verkefninu og dregið athygli þeirra að Íslandi sem fýsilegum kosti til rannsókna og mögulegrar vinnslu í framtíðinni, samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvegaráðuneytinu. „Þetta sýnir okkur að Norðmenn hafa áhuga á þessu svæði, og það hljótum við að taka mjög alvarlega. Þeir eru með gríðarlega þekkingu og reynslu af olíuleit á svæðum hliðstæðum Drekasvæðinu, sem er af sama toga og norska landgrunnið,“ segir Guðni. Leyfin verða ekki gefin formlega út fyrr en eftir áramót, þar sem norska stórþingið á eftir að samþykkja formlega þátttöku Petoro í verkefnunum, segir Guðni. Í framhaldinu munu fyrirtækin afla sér frekari gagna sem fyrir liggja um jarðfræði svæðisins og greina þau eins og hægt er áður en hafist verður handa við frekari rannsóknir. Rannsóknirnar verða svokallaðar endurvarpsrannsóknir þar sem botninn verður kortlagður betur en gert hefur verið hingað til. Í minnisblaði Orkustofnunar kemur fram að endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers hafi gert úttekt á fjárhagslegri stöðu fyrirtækja sem sóttu um leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu. Við vinnslu úttektarinnar óskaði endurskoðunarfyrirtækið eftir frekari gögnum frá tveimur fyrirtækjum, þar með talið um kostnaðaráætlun verkefnisins. Umsækjendurnir urðu ekki við beiðni um afhendingu frekari gagna. Orkumálastjóri telur þetta ekki vinna gegn fyrirtækjunum. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að um hafi verið að ræða viðbótarupplýsingar sem fyrirtækin hafi talið svo viðkvæmar að þau hafi ekki viljað afhenda þær. „Orkustofnun mat það svo að ekki væri um upplýsingar að ræða sem væru nauðsynlegar vegna vinnu við mat á fjárhagslegum styrk fyrirtækjanna,“ segir í svari stofnunarinnar. Þar er bent á að sá tímarammi sem fyrirtækin hafi til rannsókna nái yfir mörg ár og á þeim tíma geti fjárhagsstaða fyrirtækja breyst. Því hafi Orkustofnun gert það að skilyrði sínu fyrir leyfisveitingunni að stofnuninni verði haldið upplýstri um breytingar á fjárhagsstöðu fyrirtækjanna.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði