Innlent

Aganefnd gerir ekki athugasemdir við framgöngu tamningakonu

Konan sást lemja hestinn ítrekað með písk þar sem hann var innbundinn.
Konan sást lemja hestinn ítrekað með písk þar sem hann var innbundinn.
Aganefnd Félags tamningamanna gerir ekki athugasemdir við aðferðir ungrar tamningakonu sem sökuð var um grófa meðferð á hesti samkvæmt fréttamiðlinum Eyjan.is.

Þar er átt við umdeilt myndband sem birtist á netinu í síðasta mánuði en að mati aganefndarinnar var það afbakað og tekið úr samhengi með því markmiði að koma höggi á viðkomandi tamningakonu. Konunni var sagt upp störfum eftir að málið komst í hámæli og var hún gagnrýnd víða, meðal annars af formanni Dýrverndunarsambandsins.

Félag tamningamanna, sem upphaflega fordæmdi aðferðir konunnar, vísaði málinu til aganefndar félagsins í því skyni að fá faglega og viðeigandi umfjöllun og úrlausn. Aganefndin fundaði í Borgarnesi í lok nóvember og komst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa horft á upprunalegt myndband óklippt og farið yfir önnur gögn málsins, að gera ekki athugasemdir við framgöngu tamningakonunnar. Sér nefndin því ekki ástæðu til frekari íhlutunar.

Búið er að fjarlægja myndbandið af vefnum.


Tengdar fréttir

Tamningakonan rekin

Ung hestakona sem sést reyna að temja hest á umdeildu myndbandi, var leyst frá störfum sínum sem tamningakona í gær. Hún hefur ráðið sér lögmann, en konan hefur hingað til talin eiga framtíðina fyrir sér í faginu.

Íslensk kona lemur hest ítrekað með svipu

Hrollvekjandi myndband sem Nicole Muller setti inn á Youtube sýnir konu berja hest ítrekað með svipu. Það er augljóst að fólkið á myndbandinu er íslenskt, en þar má meðal annars heyra karlmann tala íslensku við konuna. Hann segir meðal annars meira eftir að hún lemur hestinn ítrekað með svipu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×