Innlent

Fimm dæmdir fyrir kókaínsmygl

Fimm einstaklingar voru dæmdir sekir fyrir að hafa smyglað til landsins kókaíni í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sá sem hlaut þyngsta dóminn fékk tveggja ára fangelsi og tvo mánuði, það var Giovanna Soffía Gabríella Spanó, en hún lét meðal annars móður sína flytja fíkniefni á milli landa án hennar vitundar.

Magnús Björn Haraldsson fékk tveggja ára fangelsi.

Fólkið smyglaði tæplega 350 grömmum af kókaíni til landsins í tveimur smygltilraunum. Hin voru dæmd til þess að afplána 12 til 18 mánaða fangelsisvist. Steinar Aubertsson hlaut átján mánaða dóm en hann var meðal annars eftirlýstur af Interpol á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×