Innlent

Uppsagnirnar grafalvarlegt mál: Um fimmtungur hjúkrunarfræðinga sagði upp

Starfsfólk Landspítalans.
Starfsfólk Landspítalans.
Uppsagnir hjúkrunarfræðinganna á Landspítalanum eru grafalvarlegt mál og er verið að vinna í því með aðkomu fjármála- og velferðarráðherra. Um 254 hjúkrunarfræðingar í 193 stöðugildum sögðu upp, en alls starfa 1348 hjúkrunarfræðingar á spítalanum. Það er því um fimmtungur hjúkrunarfræðinga sem sagði upp. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. mars næstkomandi.

Í fréttatilkynningu frá Landspítala kemur fram að síðustu fjögur ár hefur spítalanum verið gert að skera niður um háar fjárhæðir vegna samdráttar í rekstri ríkisins í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Sá samdráttur nemur um 23% af heildarútgjöldum spítalans sé miðað við árið 2007 þannig að hann er nú rekinn fyrir 9 milljörðum króna lægri fjárhæð en árið 2007, sé miðað við verðlag ársins 2011. Samtals hefur hagræðingin á árunum 2008 til 2012 numið um 32 milljörðum króna á föstu verðlagi ársins 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×