Innlent

Reyndist ekki vera Laugardalshrottinn - fær bætur frá ríkinu

Þjóðin var slegin óhug þegar ráðist var á unga stúlku í Laugardalnum árið 2010.
Þjóðin var slegin óhug þegar ráðist var á unga stúlku í Laugardalnum árið 2010.
Íslenska ríkið var dæmt til þess að greiða manni eina og hálfa milljón króna í dag fyrir að hafa haft hann ranglega í gæsluvarðhaldi í 108 daga. Maðurinn var handtekinn í október árið 2010 grunaður um að hafa ráðist á unga stúlku í Laugardalnum um miðjan dag og veitt henni alvarlega áverka. Meðal annars átti hann að hafa barið hana í höfuðið með grjóti.

Maðurinn var handtekinn skömmu eftir að rannsóknin hófst, eftir að tveir einstaklingar bentu á hann. Þá var hann í mikilli fíkniefnaneyslu. Maðurinn játaði í yfirheyrslu að hann væri Laugardalshrottinn eins og hann var kallaður í fjölmiðlum. Hann var síðar dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur og alltaf sat hann í gæsluvarðhaldi.

Að lokum komst Hæstiréttur Íslands að því að játning mannsins hefði ekki verið fullnægjandi. Hann hefði í raun játað til þess eins að fá að fara til fjölskyldu sinnar. Játningin var ruglingsleg og ljóst af henni, að mati dómsins, að hann væri ekki að segja sannleikann þegar hann játaði glæpinn á sig.

Alls þurfti maðurinn að dúsa í gæsluvarðhaldi í 234 daga. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur taldi aftur á móti hafi hann setið að ósekju í gæsluvarðhaldi í 108 daga. Fyrir það fær hann eina og hálfa milljón króna frá ríkinu. Málskostnaður fellur niður sem og lögfræðikostnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×