Innlent

Össur fordæmir nýja landtökubyggð

Ísraelskar landtökubyggðir í Palestínu stangast á við alþjóðalög. Fréttablaðið/AP
Ísraelskar landtökubyggðir í Palestínu stangast á við alþjóðalög. Fréttablaðið/AP

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir þá ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að heimila nýja landtökubyggð í útjaðri austurhluta Jerúsalem.

Tilkynnt var um það á föstudag að reisa ætti þrjú þúsund ný hús á svæði milli Austur-Jerúsalem og landtökubyggðarinnar Maale Adumim á Vesturbakkanum, tæplega sólarhring eftir að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með afgerandi stuðningi að veita Palestínu stöðu áheyrnarríkis.

Utanríkisráðherra hvetur ísraelsk stjórnvöld eindregið til að afturkalla ákvörðun sína en hefja þess í stað viðræður við Palestínumenn um varanlegan frið. „Með þessari framgöngu eru ísraelsk stjórnvöld að refsa Palestínumönnum fyrir að vilja stíga skref í átt að tveggja ríkja lausninni sem Ísraelar hafa þó sjálfir ítrekað lýst sig fylgjandi,“ segir Össur. „Afleiðing þessa gjörnings Ísraelsmanna getur ekki annað en skaðað líkurnar á því að tveggja ríkja lausnin, með Jerúsalem sem höfuðborg beggja ríkja, geti orðið að veruleika.“

Ísraelskar landtökubyggðir í Palestínu eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Hálf milljón Ísraela býr þó á hernumdu svæðunum.
- sháAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.