Fleiri fréttir Götublað á að bæta úr neyð útigangsmanna Uppi eru hugmyndir um að stofna nýtt blað sem útigangsfólk fær í hendur til að selja. Útigangsfólkið fengi sjálft að eiga andvirðið til að kaupa sér mat eða annað og þannig myndi blaðið bæta úr neyð meðal útigangsmanna. 11.10.2012 20:34 Öll met slegin á Keflavíkurflugvelli Nýliðið sumar sló öll fyrri met í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli þegar um ein milljón farþega lögðu leið sína um völlinn. Ef fram fer sem horfir verður þetta ár stærsta ferðaár flugvallarins með 2,4 milljón farþega yfir árið. 11.10.2012 20:21 Heiður að stýra milljarðsverkefni Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur stýrir verkefninu ""Ofurstöð í eldfjallafræði" sem fær tæpan milljarð í styrk frá Evrópusambandinu. Þetta er eitt stærsta rannsóknarverkeffni sem íslenskur vísindamaður hefur stýrt. 11.10.2012 20:10 Eins árs fangelsi fyrir árásir á sambýliskonu Karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að ráðast á sambýliskonu sína í tvígang. Hann var á sama tíma dæmdur fyrir nokkur umferðarlagabrot. 11.10.2012 19:53 Þingmenn upp til hópa ósammála Þór Saari Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, telur að þingmenn séu upp til hópa ósammála Þór Saari um að ferðamenn á Íslandi séu orðnir of margir. Að hennar mati er ferðaþjónustan og ferðamenn á landinu mjög mikilvægir fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. 11.10.2012 19:26 Skiptar skoðanir um sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að senda mann út af örkinni til þess að kanna áhugann á því í nágrannasveitarfélögum að sameinast í eitt risasveitarfélag. 11.10.2012 19:08 Ekki ánægður með allt í skýrslunni Alfreð Þorsteinsson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, er ekki sáttur við allt sem fram kemur í skýrslu úttektarnefndar Orkuveitunnar. Hann segir m.a. sorglega mikið af staðhæfulausu slúðri í skýrslunni og ekki farið nákvæmlega með heimildir. 11.10.2012 18:53 Enginn hefur tilkynnt lögreglu um horfna ketti Það hafa engar tilkynningar um horfna ketti á Eyrarbakka borist til lögreglunnar í Árnessýslu samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Fyrr í vikunni kom fram í fréttum að kettir hefðu ítrekað horfið sporlaust á Eyrarbakka en Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, efast um að það sé rétt. 11.10.2012 17:57 Íslendingur framseldur til Danmerkur - Grunaður um fíkniefnaviðskipti Íslenskur karlmaður var í dag framseldur til Danmerkur, en hann er grunaður um að hafa móttekið allt að 1,1 kíló af amfetamíni og 20 grömm af kókaíni í Danmörku á tímabilinu 1. október 2008 til 1. desember 2009. Brot mannsins eru talin varða allt að tíu ára fangelsi. 11.10.2012 16:55 Með 200 lítra af vodka á heimilinu Landaframleiðsla í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ var stöðvuð í gær. Lagt var hald á tæplega 400 lítra af landa, enn meira af gambra sem og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, en maðurinn var vistaður í fangageymslu í nótt. Í sama húsi, en í óskyldu máli, var einnig lagt hald á rúmlega 200 lítra af sterku áfengi (vodka). Karl um þrítugt var yfirheyrður vegna þessa. 11.10.2012 16:42 Hefndi sín eftir hrekk á bland.is Um miðjan júní síðastliðinn var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um þjófnað á Scarlet Macaw páfagauki úr búri í dýragarðinum á Slakka í Laugarási. Síðast var vitað um fuglinn í búri sínu að kvöldi 16. júní en var horfinn að morgni þjóðhátíðardagsins. 11.10.2012 16:38 Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11.10.2012 16:05 Óli Björn vill á þing Óli Björn Kárason hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem haldið verður 10. nóvember næstkomandi. Hann hefur verið varaþingmaður flokksins á yfirstandandi kjörtímabili. 11.10.2012 15:40 Dópsali handtekinn í Garðabæ - sterar, rafbyssa og þýfi á heimilinu Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Garðabæ í gær en á heimili hans fannst kókaín. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, viðurkenndi að kókaíni0000000000000000000000000ð hefði verið ætlað til sölu. Á sama stað var einnig lagt hald á rafbyssu, stera og töluvert af þýfi, en hluta þess er þegar búið að tengja við innbrot á höfuðborgarsvæðinu. 11.10.2012 15:38 Lýður og Bjarnfreður neituðu báðir sök Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, og Bjarnfreður Ólafsson neituðu báðir sök þegar ákæra sérstaks saksóknara gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11.10.2012 15:14 Baráttan í Norðaustri: Óæskilegt að ræða málið mikið í fjölmiðlum Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson, sendu kjördæmabréf á flokksmenn í gærkvöldi þar sem þeir reyna að skýra það sem þeir kalla "óljósar fréttir“ af framboðsmálum í Norðausturkjördæmi. Þar takast á þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson þingmaður, sem hefur ávallt boðið sig fram í kjördæminu. 11.10.2012 14:33 Alfreð hafði mikinn áhuga á að mæta fyrir nefndina Alfreð Þorsteinsson hafði mikinn áhuga á að mæta á fund úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, en hafði ekki tök á því vegna sjúkrahússlegu. Þetta kemur fram í orðsendingu frá úttektarnefndinni til fjölmiðla. 11.10.2012 14:11 Ekki of margir ferðamenn - þeir koma bara allir á sama tíma "Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri "einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti“. 11.10.2012 13:54 Magnús Orri um brotthvarf Róberts Marshall: Þetta var mjög óvænt "Við erum búin að vera í 20 manna þingflokki í 3 ár og við höfum þurft að takast á við erfið verkefni. Samheldnin í hópnum hefur verið góð en ég óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi - það gæti vel farið svo að við munum vinna saman áfram," segir Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um þá ákvörðun Róberts Marshall, þingmanns flokksins, að ganga til liðs við Bjarta framtíð. 11.10.2012 13:51 Vilja stuðla að aðskilnaði banka Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, mun skipa nefnd til að endurskoða bankastarfsem í landinu, með það markmið að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka, verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt á Alþingi. 11.10.2012 13:38 Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11.10.2012 13:09 Gekon kortleggur ferðaþjónustuna Yfir 40 aðilar í íslensku ferðaþjónustunni undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar. 11.10.2012 12:09 Milljarður í eldfjallaverkefni íslensks vísindamanns Einu stærsta rannsóknarverkefni sem íslenskur vísindamaður hefur stjórnað er ýtt úr vör í dag. Um er að ræða ofurstöð í eldfjallafræði og nemur styrkur til verkefnisins um 950 milljónum króna. Nú í hádeginu stendur yfir kynning á verkefninu í hátíðarsal Háskóla Íslands. 11.10.2012 12:07 Mo Yan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Kínverski rithöfundurinn Mo Yan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Mo Yan, sem er 57 ára gamall, á langan feril að baki en hann hefur gefið út fjölda skáldsagna og ritsafna. 11.10.2012 11:58 Spánverji í háska fór fjallabaksleiðina til þess að fá hjálp Björgunarsveitin Eyvindur á Flúðum sótti nú í morgun spænskan ferðalang sem lenti í vandræðum þegar hann hugðist ganga yfir Kjöl samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. 11.10.2012 11:47 "Snýst um að efla stjórnsýsluna og þjóna íbúum betur" "Ég held að við Kópavogsbúar munum áfram vera stoltir Kópavogsbúar, og ég geri fastlega ráð fyrir því að Hafnfirðingar, Garðbæingar og Álftnesingar verði áfram stoltir af sínum byggðarlögum," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi. 11.10.2012 11:34 Brutust inn í hesthús í eigu Landsbankans Óprúttnir aðilar réðust inn í hesthús í eigu Landsbankans, sem staðsett er á Suðurnesjum, og hreinsuðu út úr því á dögunum. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú þjófnað og eignaspjöll. Landsbankinn eignaðist húsið á nauðungaruppboði í vor, en eftirlitsmaður með eignum bankans uppgötvaði þjófnaðinn eftir að honum barst upplýsingar um að farið hefði verið inn í húsið. Tiltækið var kært til lögreglu í lok síðasta mánaðar. Sá eða þeir sem voru að verki í hesthúsinu eiga yfir höfði sér kæru og skaðabótakröfu. 11.10.2012 11:28 Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11.10.2012 10:51 Dömulegir dekurdagar og handþrykktir taupokar á Akureyri Búið er að skreyta miðbæ Akureyrar og svæðið í kring með bleikum slaufum, en samkvæmt tilkynningu frá bænum þá er tilefnið það að halda á Dömulega dekurdaga í bænum. Dekurdagarnir hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Í tilkynningu frá bænum er viðburðurinn útskýrður svona: 11.10.2012 10:24 Mynd af sprengjukúlunum sem fundust í gær Sprengjukúlurnar tvær sem fundust á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í gærmorgun var eytt síðdegis en talið er að þær séu úr síðari heimstyrjöldinni. Hér til hliðar má sjá mynd af kúlunum sem fréttastofa fékk senda frá Landhelgisgæslunni í morgun. Kúlurnar eru 75 mm og 40 cm að lengd. Að sögn landhelgisgæslunnar voru kúlurnar fullar af púðri og geta skapað mikla hættu, jafnvel þó þær hafi legið í sjó í áratugi. 11.10.2012 10:08 Róbert Marshall styður ríkisstjórnina fram að kosningum Róbert Marshall segir að hann muni styðja ríkisstjórnin fram að kosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingmanninum þar sem hann boðar úrsögn sína úr Samfylkingunni og inngöngu í flokkinn Björt framtíð. 11.10.2012 08:27 Miðstjórn ASÍ vill ekki að félagsmenn kjósi forseta samtakanna Miðstjórn ASÍ leggst alfarið gegn því að hinn almenni félagsmaður fái að kjósa sér forseta samtakanna, og vill að það verði áfram í höndum fulltrúa á þingum ASÍ. 11.10.2012 07:14 Ökumaðurinn var 16 ára og bíllinn á stolnum númerum Þegar lögreglumenn stöðvuðu bíl í Hafnarfirði í nótt, við reglubundið eftirlit, reyndust bæði ökumaðurinn og farþegi í bílnum vera 16 ára og var ökumaðurinn því réttindalaus. 11.10.2012 06:57 Stórútkall hjá slökkviliðinu að Prikinu í nótt Bílar og mannskapur frá öllum stöðvum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru send af stað þegar boð kom um eld í veitingastaðnum Prikinu í miðborginni um klukkan fjögur í nótt, en Prikið er í gömlu timburhúsi. 11.10.2012 06:43 Ríkisstjórnin að missa meirihluta sinn á Alþingi Ríkisstjórnin hefur ekki lengur hreinan meirihluta á alþingi, eftir að Róbert Marshall, samfylkingarmaður og áttundi þingmaður Suðurkjördæmis tilkynnir úrsögn úr þingflokki Samfylkingarinnar í dag, eins og fregnir herma að hann geri. 11.10.2012 06:33 Tvö blind börn á ári á Íslandi Talið er að um 108 blind og sjónskert börn séu á Íslandi í dag. Á hverju ári fæðast sex til sjö blind og sjónskert börn hér á landi, þar af að meðaltali tvö alblind. Viðbótarfötlun meðal barnanna er algeng, til dæmis heyrnarskerðing, að því er fram kemur í tilkynningu frá Blindrafélaginu. 11.10.2012 00:00 Geðveikt fólk er ekki alltaf brjálað Sjúklingur á geðdeild LSH segir nauðsynlegt að skilja fólk betur að inni á deildunum. Hún merkir mun á starfsfólkinu eftir niðurskurð síðustu ára og segir álagið ólíðandi. Hún finnur fyrir fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði frá sjálfri sér og samfélaginu. 11.10.2012 00:00 Rannsaka öll kúabú vegna smitsjúkdóms landbúnaðurSmitandi barkabólga, sem er alvarlegur smitsjúkdómur, hefur greinst á einu kúabúinu á Egilsstöðum á Austurlandi. Matvælastofnun mun kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum landsins á næstu dögum. Sjúkdómurinn er litinn alvarlegum augum, en hann flokkast með þekktum skaðvöldum eins og riðu, sullaveiki og gin- og klaufaveiki. 11.10.2012 00:00 Talinn hafa verið ginntur af lögreglu Notkun tálbeitu varð til þess að maður sem braut gegn barnungum stúlkum náðist. Hann var á þriðjudag dæmdur í níu mánaða fangelsi. Hluti dómsins er skilorðsbundinn. Sýknað var vegna ákæruliðar þar sem tálbeitu var beitt. 11.10.2012 00:00 Ekki nóg að setja á laggirnar rannsóknir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sem hefur með höndum skipun rannsóknarnefndanna, segir að þingið hafi brugðist við þeim kröfum sem settar voru fram um úrbætur í skýrslu þingmannanefndarinnar, sem fór yfir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis. „Við hér í þinginu höfum reynt að verða við flestöllum þeim atriðum sem bent var á í skýrslunni að mættu betur fara. Þingsköpum hefur til dæmis aldrei verið breytt eins mikið og frá hruni,“ segir Ásta Ragnheiður. 11.10.2012 00:00 Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mun tilkynna úrsögn sína úr þingflokknum í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun segja sig úr Samfylkingunni og bjóða fram fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum í vor. 11.10.2012 00:00 Sjúklingar gagnrýna aðbúnað Sjúklingar sem hafa legið á geðdeild Landspítalans (LSH) við Hringbraut gagnrýna hversu lítill aðskilnaður er á milli ólíkra sjúklinga. 11.10.2012 00:00 Jón Jónsson semur við Sony „Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa,“ segir tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson. Jón hefur skrifað undir útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. 11.10.2012 00:00 Yfir 90 prósenta verðmunur á dekkjaskiptum Mestur verðmunur í verðkönnun ASÍ á 24 hjólbarðaverkstæðum síðastliðinn mánudag var á þjónustu vegna dekkjaskipta á jeppa. Þjónusta vegna dekkjaskipta á Mitsubishi-jeppa með 18 tommu stálfelgum var ódýrust hjá Nýbarða, þar sem hún kostaði 7.000 krónur, en dýrust hjá Sólningu, þar sem hún kostaði 13.398 krónur. Verðmunurinn var 6.398 krónur, eða 91 prósent. 11.10.2012 00:00 Hundar keppa í reiðhjóladrætti Keppt verður í svokölluð hundadragi í Krýsuvík á laugardaginn. Keppnin felst í því að hundar draga manneskju á reiðhjóli, samkvæmt lýsingu formanns Reykjavíkurdeildar Draghundasports Iceland í erindi til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. 11.10.2012 00:00 Sjá næstu 50 fréttir
Götublað á að bæta úr neyð útigangsmanna Uppi eru hugmyndir um að stofna nýtt blað sem útigangsfólk fær í hendur til að selja. Útigangsfólkið fengi sjálft að eiga andvirðið til að kaupa sér mat eða annað og þannig myndi blaðið bæta úr neyð meðal útigangsmanna. 11.10.2012 20:34
Öll met slegin á Keflavíkurflugvelli Nýliðið sumar sló öll fyrri met í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli þegar um ein milljón farþega lögðu leið sína um völlinn. Ef fram fer sem horfir verður þetta ár stærsta ferðaár flugvallarins með 2,4 milljón farþega yfir árið. 11.10.2012 20:21
Heiður að stýra milljarðsverkefni Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur stýrir verkefninu ""Ofurstöð í eldfjallafræði" sem fær tæpan milljarð í styrk frá Evrópusambandinu. Þetta er eitt stærsta rannsóknarverkeffni sem íslenskur vísindamaður hefur stýrt. 11.10.2012 20:10
Eins árs fangelsi fyrir árásir á sambýliskonu Karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að ráðast á sambýliskonu sína í tvígang. Hann var á sama tíma dæmdur fyrir nokkur umferðarlagabrot. 11.10.2012 19:53
Þingmenn upp til hópa ósammála Þór Saari Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, telur að þingmenn séu upp til hópa ósammála Þór Saari um að ferðamenn á Íslandi séu orðnir of margir. Að hennar mati er ferðaþjónustan og ferðamenn á landinu mjög mikilvægir fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. 11.10.2012 19:26
Skiptar skoðanir um sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að senda mann út af örkinni til þess að kanna áhugann á því í nágrannasveitarfélögum að sameinast í eitt risasveitarfélag. 11.10.2012 19:08
Ekki ánægður með allt í skýrslunni Alfreð Þorsteinsson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, er ekki sáttur við allt sem fram kemur í skýrslu úttektarnefndar Orkuveitunnar. Hann segir m.a. sorglega mikið af staðhæfulausu slúðri í skýrslunni og ekki farið nákvæmlega með heimildir. 11.10.2012 18:53
Enginn hefur tilkynnt lögreglu um horfna ketti Það hafa engar tilkynningar um horfna ketti á Eyrarbakka borist til lögreglunnar í Árnessýslu samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Fyrr í vikunni kom fram í fréttum að kettir hefðu ítrekað horfið sporlaust á Eyrarbakka en Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, efast um að það sé rétt. 11.10.2012 17:57
Íslendingur framseldur til Danmerkur - Grunaður um fíkniefnaviðskipti Íslenskur karlmaður var í dag framseldur til Danmerkur, en hann er grunaður um að hafa móttekið allt að 1,1 kíló af amfetamíni og 20 grömm af kókaíni í Danmörku á tímabilinu 1. október 2008 til 1. desember 2009. Brot mannsins eru talin varða allt að tíu ára fangelsi. 11.10.2012 16:55
Með 200 lítra af vodka á heimilinu Landaframleiðsla í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ var stöðvuð í gær. Lagt var hald á tæplega 400 lítra af landa, enn meira af gambra sem og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, en maðurinn var vistaður í fangageymslu í nótt. Í sama húsi, en í óskyldu máli, var einnig lagt hald á rúmlega 200 lítra af sterku áfengi (vodka). Karl um þrítugt var yfirheyrður vegna þessa. 11.10.2012 16:42
Hefndi sín eftir hrekk á bland.is Um miðjan júní síðastliðinn var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um þjófnað á Scarlet Macaw páfagauki úr búri í dýragarðinum á Slakka í Laugarási. Síðast var vitað um fuglinn í búri sínu að kvöldi 16. júní en var horfinn að morgni þjóðhátíðardagsins. 11.10.2012 16:38
Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11.10.2012 16:05
Óli Björn vill á þing Óli Björn Kárason hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem haldið verður 10. nóvember næstkomandi. Hann hefur verið varaþingmaður flokksins á yfirstandandi kjörtímabili. 11.10.2012 15:40
Dópsali handtekinn í Garðabæ - sterar, rafbyssa og þýfi á heimilinu Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Garðabæ í gær en á heimili hans fannst kókaín. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, viðurkenndi að kókaíni0000000000000000000000000ð hefði verið ætlað til sölu. Á sama stað var einnig lagt hald á rafbyssu, stera og töluvert af þýfi, en hluta þess er þegar búið að tengja við innbrot á höfuðborgarsvæðinu. 11.10.2012 15:38
Lýður og Bjarnfreður neituðu báðir sök Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, og Bjarnfreður Ólafsson neituðu báðir sök þegar ákæra sérstaks saksóknara gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11.10.2012 15:14
Baráttan í Norðaustri: Óæskilegt að ræða málið mikið í fjölmiðlum Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson, sendu kjördæmabréf á flokksmenn í gærkvöldi þar sem þeir reyna að skýra það sem þeir kalla "óljósar fréttir“ af framboðsmálum í Norðausturkjördæmi. Þar takast á þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson þingmaður, sem hefur ávallt boðið sig fram í kjördæminu. 11.10.2012 14:33
Alfreð hafði mikinn áhuga á að mæta fyrir nefndina Alfreð Þorsteinsson hafði mikinn áhuga á að mæta á fund úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, en hafði ekki tök á því vegna sjúkrahússlegu. Þetta kemur fram í orðsendingu frá úttektarnefndinni til fjölmiðla. 11.10.2012 14:11
Ekki of margir ferðamenn - þeir koma bara allir á sama tíma "Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri "einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti“. 11.10.2012 13:54
Magnús Orri um brotthvarf Róberts Marshall: Þetta var mjög óvænt "Við erum búin að vera í 20 manna þingflokki í 3 ár og við höfum þurft að takast á við erfið verkefni. Samheldnin í hópnum hefur verið góð en ég óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi - það gæti vel farið svo að við munum vinna saman áfram," segir Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um þá ákvörðun Róberts Marshall, þingmanns flokksins, að ganga til liðs við Bjarta framtíð. 11.10.2012 13:51
Vilja stuðla að aðskilnaði banka Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, mun skipa nefnd til að endurskoða bankastarfsem í landinu, með það markmið að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka, verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt á Alþingi. 11.10.2012 13:38
Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11.10.2012 13:09
Gekon kortleggur ferðaþjónustuna Yfir 40 aðilar í íslensku ferðaþjónustunni undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar. 11.10.2012 12:09
Milljarður í eldfjallaverkefni íslensks vísindamanns Einu stærsta rannsóknarverkefni sem íslenskur vísindamaður hefur stjórnað er ýtt úr vör í dag. Um er að ræða ofurstöð í eldfjallafræði og nemur styrkur til verkefnisins um 950 milljónum króna. Nú í hádeginu stendur yfir kynning á verkefninu í hátíðarsal Háskóla Íslands. 11.10.2012 12:07
Mo Yan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Kínverski rithöfundurinn Mo Yan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Mo Yan, sem er 57 ára gamall, á langan feril að baki en hann hefur gefið út fjölda skáldsagna og ritsafna. 11.10.2012 11:58
Spánverji í háska fór fjallabaksleiðina til þess að fá hjálp Björgunarsveitin Eyvindur á Flúðum sótti nú í morgun spænskan ferðalang sem lenti í vandræðum þegar hann hugðist ganga yfir Kjöl samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. 11.10.2012 11:47
"Snýst um að efla stjórnsýsluna og þjóna íbúum betur" "Ég held að við Kópavogsbúar munum áfram vera stoltir Kópavogsbúar, og ég geri fastlega ráð fyrir því að Hafnfirðingar, Garðbæingar og Álftnesingar verði áfram stoltir af sínum byggðarlögum," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi. 11.10.2012 11:34
Brutust inn í hesthús í eigu Landsbankans Óprúttnir aðilar réðust inn í hesthús í eigu Landsbankans, sem staðsett er á Suðurnesjum, og hreinsuðu út úr því á dögunum. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú þjófnað og eignaspjöll. Landsbankinn eignaðist húsið á nauðungaruppboði í vor, en eftirlitsmaður með eignum bankans uppgötvaði þjófnaðinn eftir að honum barst upplýsingar um að farið hefði verið inn í húsið. Tiltækið var kært til lögreglu í lok síðasta mánaðar. Sá eða þeir sem voru að verki í hesthúsinu eiga yfir höfði sér kæru og skaðabótakröfu. 11.10.2012 11:28
Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11.10.2012 10:51
Dömulegir dekurdagar og handþrykktir taupokar á Akureyri Búið er að skreyta miðbæ Akureyrar og svæðið í kring með bleikum slaufum, en samkvæmt tilkynningu frá bænum þá er tilefnið það að halda á Dömulega dekurdaga í bænum. Dekurdagarnir hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Í tilkynningu frá bænum er viðburðurinn útskýrður svona: 11.10.2012 10:24
Mynd af sprengjukúlunum sem fundust í gær Sprengjukúlurnar tvær sem fundust á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í gærmorgun var eytt síðdegis en talið er að þær séu úr síðari heimstyrjöldinni. Hér til hliðar má sjá mynd af kúlunum sem fréttastofa fékk senda frá Landhelgisgæslunni í morgun. Kúlurnar eru 75 mm og 40 cm að lengd. Að sögn landhelgisgæslunnar voru kúlurnar fullar af púðri og geta skapað mikla hættu, jafnvel þó þær hafi legið í sjó í áratugi. 11.10.2012 10:08
Róbert Marshall styður ríkisstjórnina fram að kosningum Róbert Marshall segir að hann muni styðja ríkisstjórnin fram að kosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingmanninum þar sem hann boðar úrsögn sína úr Samfylkingunni og inngöngu í flokkinn Björt framtíð. 11.10.2012 08:27
Miðstjórn ASÍ vill ekki að félagsmenn kjósi forseta samtakanna Miðstjórn ASÍ leggst alfarið gegn því að hinn almenni félagsmaður fái að kjósa sér forseta samtakanna, og vill að það verði áfram í höndum fulltrúa á þingum ASÍ. 11.10.2012 07:14
Ökumaðurinn var 16 ára og bíllinn á stolnum númerum Þegar lögreglumenn stöðvuðu bíl í Hafnarfirði í nótt, við reglubundið eftirlit, reyndust bæði ökumaðurinn og farþegi í bílnum vera 16 ára og var ökumaðurinn því réttindalaus. 11.10.2012 06:57
Stórútkall hjá slökkviliðinu að Prikinu í nótt Bílar og mannskapur frá öllum stöðvum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru send af stað þegar boð kom um eld í veitingastaðnum Prikinu í miðborginni um klukkan fjögur í nótt, en Prikið er í gömlu timburhúsi. 11.10.2012 06:43
Ríkisstjórnin að missa meirihluta sinn á Alþingi Ríkisstjórnin hefur ekki lengur hreinan meirihluta á alþingi, eftir að Róbert Marshall, samfylkingarmaður og áttundi þingmaður Suðurkjördæmis tilkynnir úrsögn úr þingflokki Samfylkingarinnar í dag, eins og fregnir herma að hann geri. 11.10.2012 06:33
Tvö blind börn á ári á Íslandi Talið er að um 108 blind og sjónskert börn séu á Íslandi í dag. Á hverju ári fæðast sex til sjö blind og sjónskert börn hér á landi, þar af að meðaltali tvö alblind. Viðbótarfötlun meðal barnanna er algeng, til dæmis heyrnarskerðing, að því er fram kemur í tilkynningu frá Blindrafélaginu. 11.10.2012 00:00
Geðveikt fólk er ekki alltaf brjálað Sjúklingur á geðdeild LSH segir nauðsynlegt að skilja fólk betur að inni á deildunum. Hún merkir mun á starfsfólkinu eftir niðurskurð síðustu ára og segir álagið ólíðandi. Hún finnur fyrir fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði frá sjálfri sér og samfélaginu. 11.10.2012 00:00
Rannsaka öll kúabú vegna smitsjúkdóms landbúnaðurSmitandi barkabólga, sem er alvarlegur smitsjúkdómur, hefur greinst á einu kúabúinu á Egilsstöðum á Austurlandi. Matvælastofnun mun kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum landsins á næstu dögum. Sjúkdómurinn er litinn alvarlegum augum, en hann flokkast með þekktum skaðvöldum eins og riðu, sullaveiki og gin- og klaufaveiki. 11.10.2012 00:00
Talinn hafa verið ginntur af lögreglu Notkun tálbeitu varð til þess að maður sem braut gegn barnungum stúlkum náðist. Hann var á þriðjudag dæmdur í níu mánaða fangelsi. Hluti dómsins er skilorðsbundinn. Sýknað var vegna ákæruliðar þar sem tálbeitu var beitt. 11.10.2012 00:00
Ekki nóg að setja á laggirnar rannsóknir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sem hefur með höndum skipun rannsóknarnefndanna, segir að þingið hafi brugðist við þeim kröfum sem settar voru fram um úrbætur í skýrslu þingmannanefndarinnar, sem fór yfir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis. „Við hér í þinginu höfum reynt að verða við flestöllum þeim atriðum sem bent var á í skýrslunni að mættu betur fara. Þingsköpum hefur til dæmis aldrei verið breytt eins mikið og frá hruni,“ segir Ásta Ragnheiður. 11.10.2012 00:00
Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mun tilkynna úrsögn sína úr þingflokknum í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun segja sig úr Samfylkingunni og bjóða fram fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum í vor. 11.10.2012 00:00
Sjúklingar gagnrýna aðbúnað Sjúklingar sem hafa legið á geðdeild Landspítalans (LSH) við Hringbraut gagnrýna hversu lítill aðskilnaður er á milli ólíkra sjúklinga. 11.10.2012 00:00
Jón Jónsson semur við Sony „Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa,“ segir tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson. Jón hefur skrifað undir útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. 11.10.2012 00:00
Yfir 90 prósenta verðmunur á dekkjaskiptum Mestur verðmunur í verðkönnun ASÍ á 24 hjólbarðaverkstæðum síðastliðinn mánudag var á þjónustu vegna dekkjaskipta á jeppa. Þjónusta vegna dekkjaskipta á Mitsubishi-jeppa með 18 tommu stálfelgum var ódýrust hjá Nýbarða, þar sem hún kostaði 7.000 krónur, en dýrust hjá Sólningu, þar sem hún kostaði 13.398 krónur. Verðmunurinn var 6.398 krónur, eða 91 prósent. 11.10.2012 00:00
Hundar keppa í reiðhjóladrætti Keppt verður í svokölluð hundadragi í Krýsuvík á laugardaginn. Keppnin felst í því að hundar draga manneskju á reiðhjóli, samkvæmt lýsingu formanns Reykjavíkurdeildar Draghundasports Iceland í erindi til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. 11.10.2012 00:00