Fleiri fréttir

Best ef ríkisstjórnin situr áfram

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist ekki mega hugsa til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda með sína óheftu frjálshyggju eftir næstu kosningar. Hún vill að núverandi ríkisstjórn sitji áfram og hvetur Framsóknarflokkinn til að standa

Rekstrarkostnaður Glitnis jókst milli ára

Kostnaður við rekstur þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Hann jókst um 35 prósent á milli ára, aðallega vegna aukins kostnaðar við gerð nauðasamnings. Stærsti kostnaðarliðurinn er vegna erlendrar ráðgjafar.

Kostir við tvöfalt lögheimili barna metnir

Börn sem búa til skiptis hjá foreldrum á tveimur heimilum gætu átt þess kost að skrá lögheimili sitt á báðum stöðum innan tveggja ára, ef þingsályktunartillaga tíu alþingismanna úr öllum flokkum nema Vinstri grænum verður samþykkt.

Stór rannsókn á teikniborðinu

Eitt viðamesta rannsóknaverkefni Matís á síðustu árum snýr að síldarstofnum í Norður-Atlantshafi. Rannsóknin snertir ekki síst áhuga vinnslufyrirtækja á eðli síldarstofnanna og hegðun þeirra þar sem vinnslueiginleikar þeirra geta verið mismunandi. Ætlunin er að rannsóknin leggi grunn að öðru og stærra Evrópuverkefni þar sem stofnar kolmunna, loðnu og makríls, og jafnvel fleiri, verða rannsakaðir.

Hjólaskálin til Fossvogsskóla

Fossvogsskóli fékk í gær Hjólaskálina, viðurkenningu fyrir eflingu hjólreiða. Það var Jón Gnarr borgarstjóri sem afhenti Óskari S. Einarssyni skólastjóra og fulltrúum nemenda og kennara viðurkenninguna við upphaf ráðstefnu um hjólreiðar.

Vel yfir 400 skjálftar skráðir

Á fimmta hundrað jarðskjálftar hafa mælst á mælum Veðurstofu Íslands síðan jarðskjálftahrina hófst úti fyrir Norðurlandi. Á síðustu dögum hafa mælst nokkrir jarðskjálftar af stærðinni 4 á Richter og yfir. Þessir jarðskjálftar hafa fundist víða á Norðurlandi; á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og á Húsavík og nágrenni.

Gíslatökumaður uppfærði Facebook

Hinn tuttugu og tveggja ára gamli Michael Thaxton gekk inn í skrifstofubyggingu í Pittsburgh í Bandaríkjunum fyrr í dag og tók þar mann gíslingu. Á meðan hann ræddi kröfur sínar við lögreglu uppfærði hann fésbókarsíðu sína af miklum móð.

Ótrúleg velgengni Serrano

Íslenski skyndibitastaðurinn Serrano opnaði á dögunum nýtt útibú í Svíþjóð. Skipulagður rekstur og hollur mat eru ástæður velgengninnar að mati eigenda.

Hafnaði inni í blómabúð

Eldri maður ók bifreið sinni óvart inn í blómabúð á Akureyri í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri steig maðurinn fyrir mistök á bensíngjöf í stað kúplingar.

Forval vegna Norðfjarðarganga kynnt

Vegagerðin birti kvöld forval til verktaka vegna Norðfjarðarganga. Þar kemur fram að göngin verði sjö og hálfur kílómetri en gert er ráð fyrir að um 420 þúsund rúmmetrar af sprengdu bergi muni falla til við jarðgangagerðina.

Framtíðin er í tölvunum

Gríðarleg aukning hefur orðið á nemendum í tölvunar- og hugbúnaðarverkfræði. Ríflega tvöfalt fleiri nýnemar eru í haust en fyrir þremur árum. Nemendurnir eru sjálfir sannfærðir um að framtíðin sé í tölvunum.

Tölvurnar hafa slæm áhrif á svefn

Tölvunotkun rétt fyrir háttatíma getur haft slæm áhrif á svefn barna. Þetta segir læknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans en mörg börn leita árlega á deildina vegna svefnvandamála.

Ríkisstjórnin samþykkti stefnu um kvikmyndamenntun

Stefna um kvikmyndamenntun á Íslandi var samþykkt á fundi ríkisstjórnar í dag. Mennta- og menningarmálaráðherra mun í framhaldi af því vinna að innleiðingu hennar í samstarfi við hagsmunaaðila. Stefnan er byggð á tillögum stýrihóps mennta- og menningarmálaráðherra um stefnmótun í kvikmyndamenntun á Íslandi sem sett er fram í skýrslu hópsins. Við vinnu sína lagði hópurinn áherslu á samstarf og samráð við skóla og hagsmunaaðila til að samhæfa ólík sjónarmið varðandi uppbyggingu náms og tengja það þörfum atvinnulífs og uppbyggingu kvikmyndagerðar á Íslandi.

Telja öryggi ógnað á Suðurlandi

Lögreglufélag Suðurlands kallar þingmenn Suðurlands, ráðherra og fjárveitingarvaldið til ábyrgðar á þeim raunveruleika sem lýst var í fréttaflutningi þann 18. september 2012 og varpar þeirri spurningu fram, hvort þessir aðilar telji núverandi ástand ásættanlegt öryggis-, þjónustu- og löggæslustig fyrir Suðurland.

Jóhanna mun funda með Miliband

Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að funda með David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, þegar hann kemur til Íslands í næstu viku. Ekki er þó ákveðið hvenær þau munu hittast nákvæmlega. Eins og greint var frá í gær mun Miliband halda fyrirlestur í Háskóla Íslands í boði Háskólans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Miliband var ráðherra í stjórnartíð Gordons Brown.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn í febrúar

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað í dag að halda 41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins þann 21. febrúar til 24. febrúar næstkomandi í Laugardalshöll. Á vef Sjálfstæðisflokksins kemur fram að það var Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem lagði þessa dagsetningu til. Samkvæmt lögum flokksins á að halda landsfund að jafnaði á tveggja ára fresti. Á landsfundi eru formaður flokksins, varaformenn og miðstjórn kosin.

Klippt af átta bílum

Lögreglan á Suðurnesjum klippti í vikunni númer af átta bifreiðum, sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar á réttum tíma, voru ótryggðar eða hvoru tveggja.

Flugfarþegi fór úr mjaðmarlið

Lögreglunni á Suðurnesjum var í fyrradag tilkynnt um að flugvél frá British Airways þyrfti að lenda á Keflavíkurflugvelli þar sem veikur farþegi væri um borð í henni.

Talsverð jarðskjálftavirkni á Norðurlandi

Talsverð jarðskjálftavirkni syðst í Eyjafjarðarál úti fyrir Norðurlandi hefur staðið yfir með hléum frá 14. september samkvæmt samantekt Veðurstofu Íslands.

Skattrannsóknarstjóri má merkja umslögin sín

Skattrannsóknarstjóra er heimilt að senda umslög merktum embættinu til þeirra sem eiga að fá slík bréf í hendur. En einstaklingur kvartaði til Persónuverndar þar sem hann taldi slíkar merkingar brjóta á sér sem og öðrum sem kunna að sæta rannsókn hjá embættinu.

Bannað að safna upplýsingum um þjófótt ungmenni

Persónuvernd hefur svarað erindi Árborgar um viðbragðsáætlun vegna brota barna og ungmenna. Í áætluninni var gert ráð fyrir að búðir í sveitarfélaginu myndu skrá nöfn og kennitölur barna og ungmenna sem talin væru hnupla úr búðum, og um viðbrögð þeirra og framkomu.

Tveggja tonna rör féll á mann

Hitaveiturör féll á mann í fyrradag með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Slysið varð í Svartsengi þar sem verið var að hífa rörið á vagn með hjólaskóflu.

Halldór að hætta

Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, er sagður hætta störfum fyrir nefndina á næstu mánuðum samkvæmt fréttasíðunni Smugunni. Tilkynnt verður um eftirmann hans á blaðamannafundi í Osló í dag, en eftirmaður hans á að hefja störf í mars á næsta ári.

Heildsalar taka valfrelsi af neytendum

Formaður Neytendasamtakanna segir innflytjendur vera að taka valfrelsi af neytendum með því að merkja ekki að vara sé með erfðabreyttum efnum eins og reglugerð kveður á um. Hann vonast til þess að eftirlitsaðilar fari að skoða merkingarnar markvisst.

Bíl stolið frá Tungnahálsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Volkswagen sendibifreið með skráningarnúmerið TT-B96. Bifreiðinni var stolið frá Tunguhálsi í nótt. Á facebooksíðu sinni biður lögreglan þá sem hafa orðið varir við bifreiðina að tilkynna það í 112.

Systkinin frá Kjóastöðum í Biskupstungum 966 ára gömul

Systkinin 16 frá Kjóastöðum í Biskupstungum, sem eru öll lifandi er nú samtals 966 ára gömul og verða um áramótin 974 ára. 17. september 2014 þegar eitt systkinið, Sigþrúður verður 46 ára verða systkinin 1000 ára ef Guð lofar. Foreldrar þeirra hétu Sigríður Gústafsdóttir og Jónas Ólafsson.

Guðlaugur Friðþórsson hættur í bæjarstjórn

Guðlaugur Friðþórsson er hættur í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Páll Scheving Ingvarsson, oddviti Vestmannaeyjalistans, las erindi frá honum þessa efnis á bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær. Guðlaugur hefur setið í bæjarstjórn sem bæjarfulltrúi Vestmannaeyjalistans. Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir kemur inn í bæjarstjórn í hans stað og Kristín Jóhannsdóttir sem varamaður. Í fundargerð Vestmannaeyjabæjar kemur fram að bæjarstjórn hafi þakkað Guðlaugi vel unnin störf í bæjarstjórn og gott samstarf á liðnum árum. Guðlaugur hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna myndarinnar Djúpsins sem er frumsýnd í dag. Myndin fjallar um sjóslys sem varð árið 1984, en Guðlaugur komst einn lífs af úr slysinu.

Allir eldri en 60 ára láti bólusetja sig

Sóttvarnarlæknir mælist til þess að allir einstaklingar 60 ára og eldri láti bólusetja sig gegn inflúensu. Þetta kemur fram í skrifum hans á vefsíðu Landlæknis.

Aðstandendum fannst gott að sjá Djúpið

"Ég held að við höfum öll verið sammála um að þetta hafi ekki verið eins erfitt og við héldum,“ segir Aðalbjörn Þorgeir Valsson, sonur Vals Smára Geirssonar, sem var einn skipverjanna sem fórst með Hellisey við Vestmannaeyjar árið 1984.

Sparkaði í liggjandi mann

Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður játaði fyrr í vikunni að hafa ráðist á mann þann 1. október í fyrra á Lækjargötu framan við Íslandsbanka, tekið manninn hálstaki og dregið hann þannig aftur á bak niður á gangstéttina og því næst sparkað með vinstri fæti af miklu afli í andlit mannsins þar sem hann lá á gangstéttinni. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikið mar á andliti, brotin andlitsbein. Brot mannsins teljast vera sérstaklega hættuleg líkamsárás.

Fannst í húsgarði 150 metrum frá heimili sínu

Maður á tíræðisaldri fannst eftir um tveggja og hálfs tíma leit á Húsavík í morgun en hans var saknað eftir að hann fór frá dvalarheimili aldraðra í bænum klukkan sex í morgun.

Ráðherra dregur upp kolranga mynd af stöðu lækna

Sú mynd sem ráðherra dregur upp af launum og stöðu lækna á Íslandi er kolröng. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi almennra lækna í kjölfar viðtals við Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra í Kastljósi þann 20. september síðastliðinn.

Æfðu sjóslys við Grænland

Mikil ánægja var með þátttöku og framlag Íslendinga á fjölþjóðlegu leitar- og björgunaræfingunni SAREX Greenland Sea 2012, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Æfingin fór fram norðaustarlega á Grænlandshafi.

Segir ryðrauðu möstrin örugg

„Þetta er bara útlitslegt,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, um miklar ryðmyndanir á háspennumöstrum á Hellisheiði. Engin ástæða sé að óttast að styrkur mastranna sé ekki nægur.

Nefnd kannar efnahagslega þýðingu hvalveiða á Íslandi

Nefnd tveggja ráðuneyta kannar efnahagslega þýðingu hvalveiða og áhrif á ímynd landsins. Skoðar einnig hvort koma eigi á fót griðasvæði fyrir hvali. 80 prósent ferðamanna eru andvíg hvalveiðum Íslendinga.

Ráðherra vill leysa laumufarþegafaraldur

Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að siglingaverndarráð komi saman til að fara heildstætt yfir mál sem tengjast ítrekuðum tilraunum erlendra manna til að brjótast inn á hafnarsvæði Eimskips og um borð í skip þess.

Gæti misst leyfi fyrir hótelinu

Frárennsli á skolpi frá hótelinu á Eiðum er í svo miklum lamasessi að Heilbrigðiseftirlit Austurlands segir ekki forsendur fyrir því að gefa leyfi fyrir áframhaldandi rekstri þar.

Erfðabreyttur maís sagður drepa rottur

Frönsk rannsókn sýnir að erfðabreytt bandarískt korn og plöntueitur frá sama framleiðanda valdi krabbameini í rottum. Plöntueitrið er selt í íslenskum verslunum í stórum stíl. Ekki er fylgst með innflutningi á erfðabreyttu korni.

Formannsskipti hjá Outlaws

Nýr maður fer nú fyrir vélhjólasamtökunum Outlaws á Íslandi. Hann heitir Víðir Þorgeirsson, 46 ára Reykvíkingur, kallaður Víðir tarfur.

Enn særa menn og drepa fálka

Náttúrustofu Vesturlands barst á dögunum fálki sem fannst í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Hann drapst í búri sínu eftir umönnun í nokkurn tíma og í ljós kom að á hann hafði verið skotið úr haglabyssu og drapst hann af sárum sínum.

Ekki einu sinni kominn hálfleikur

Dagbjört Bjarnadóttir er oddviti Skútustaðahrepps, hjúkrunarfræðingur og sauðfjárbóndi. Hún segir samhug hafa einkennt andann í sveitinni síðustu daga og undirstrikar mikilvægi sjálfboðaliðastarfs, vina og fjölskyldna. Sárindi og þreyta séu þó mikil og er

Sjá næstu 50 fréttir