Innlent

Hafnaði inni í blómabúð

Frá vettvangi á Akureyri.
Frá vettvangi á Akureyri. mynd/BÞ
Eldri maður ók bifreið sinni óvart inn í blómabúð á Akureyri í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri steig maðurinn fyrir mistök á bensíngjöf í stað kúplingar.

Þá fór bíllinn á rás, fór upp á gangstétt og hafnaði nær allur inni í blómabúðinni.

Betur fór en á horfðist. Mildi þykir að hvorki afgreiðslufólk, viðskiptavinir né ökumaður hafi slasast.

Það er Akureyri Vikublað sem greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×