Innlent

Vel yfir 400 skjálftar skráðir

Jarðskjálftar hafa fundist víða á Norðurlandi undanfarið.
Jarðskjálftar hafa fundist víða á Norðurlandi undanfarið. mynd/veðurstofan
Á fimmta hundrað jarðskjálftar hafa mælst á mælum Veðurstofu Íslands síðan jarðskjálftahrina hófst úti fyrir Norðurlandi. Á síðustu dögum hafa mælst nokkrir jarðskjálftar af stærðinni 4 á Richter og yfir. Þessir jarðskjálftar hafa fundist víða á Norðurlandi; á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og á Húsavík og nágrenni.

Jarðskjálftar eru nokkuð algengir á þessu svæði og árin 1996 og 2004 voru svipaðar hrinur í gangi. Erfitt er að segja fyrir hve lengi þessi skjálftahrina muni standa yfir og ekki er hægt að útiloka fleiri stóra skjálfta, segja almannavarnir.

Almannavarnir vilja koma því á framfæri að mikilvægt er að íbúar á þekktum jarðskjálftasvæðum geri ráðstafanir til að draga úr tjóni vegna jarðskjálfta. Á vefsíðu almannavarna eru upplýsingar um varnir til að draga úr tjóni og minnka hættu í jarðskjálftum. Einnig má nálgast upplýsingar um viðbrögð í jarðskjálftum og ýmsar leiðbeiningar.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×