Innlent

Telja öryggi ógnað á Suðurlandi

Myndin er úr safni
Myndin er úr safni
Lögreglufélag Suðurlands kallar þingmenn Suðurlands, ráðherra og fjárveitingarvaldið til ábyrgðar á þeim raunveruleika sem lýst var í fréttaflutningi þann 18. september 2012 og varpar þeirri spurningu fram, hvort þessir aðilar telji núverandi ástand ásættanlegt öryggis-, þjónustu- og löggæslustig fyrir Suðurland.

Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Lögreglufélags Suðurlands sem hélt stjórnarfund á miðvikudaginn vegna fréttaflutnings af svæðinu, þar sem meðal annars kom fram að lögreglumenn hefðu þurft að keyra framhjá slysstað.

„Þetta mál hefur oft verið tekið upp í þinginu," sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi fyrr í vikunni í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það verður auðvitað að endurskoða þetta," sagði Björgvin. „Við munum auðvitað berjast fyrir því í fjárlagagerðinni í haust að ráðuneytið endurskoði þessa ráðstöfun sína."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×