Innlent

Stór rannsókn á teikniborðinu

Rannsókn Matís gæti breytt vinnsluaðferðum og aukið þar með verðmæti síldarafla.
Rannsókn Matís gæti breytt vinnsluaðferðum og aukið þar með verðmæti síldarafla. fréttablaðið/óskar
Eitt viðamesta rannsóknaverkefni Matís á síðustu árum snýr að síldarstofnum í Norður-Atlantshafi. Rannsóknin snertir ekki síst áhuga vinnslufyrirtækja á eðli síldarstofnanna og hegðun þeirra þar sem vinnslueiginleikar þeirra geta verið mismunandi. Ætlunin er að rannsóknin leggi grunn að öðru og stærra Evrópuverkefni þar sem stofnar kolmunna, loðnu og makríls, og jafnvel fleiri, verða rannsakaðir.

Síldarstofnar á umræddu hafsvæði eru bæði svæðisbundnir og flökkustofnar. Það þýðir að afli getur verið blandaður úr stofnum eftir svæðum og árstíma.

Um er að ræða norrænt verkefni en ásamt Matís vinna að því Hafrannsóknastofnunin á Íslandi, stofnun hafrannsókna í Færeyjum, Háskólinn í Færeyjum, Síldarvinnslan í Neskaupstað og fleiri. Svara er leitað við spurningum um hvert hlutfall stofneininga í veiði er, hvort mismunandi vinnslueiginleikar síldarinnar eru bundnir í stofngerð hennar eða hvort þar er um að ræða aðra þætti á borð við umhverfisaðstæður, segir Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, í frétt á vef stofnunarinnar. Vinna við verkefnið hófst árið 2009.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×