Innlent

Ríkisstjórnin samþykkti stefnu um kvikmyndamenntun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefna um kvikmyndamenntun á Íslandi var samþykkt á fundi ríkisstjórnar í dag. Mennta- og menningarmálaráðherra mun í framhaldi af því vinna að innleiðingu hennar í samstarfi við hagsmunaaðila. Stefnan er byggð á tillögum stýrihóps mennta- og menningarmálaráðherra um stefnmótun í kvikmyndamenntun á Íslandi sem sett er fram í skýrslu hópsins. Við vinnu sína lagði hópurinn áherslu á samstarf og samráð við skóla og hagsmunaaðila til að samhæfa ólík sjónarmið varðandi uppbyggingu náms og tengja það þörfum atvinnulífs og uppbyggingu kvikmyndagerðar á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×