Fleiri fréttir

Skrifað undir nýja búvörusamninga

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, skrifuðu í dag undir nýja búvörusamninga.

Biskup tók við fyrstu bleiku slaufunni

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, veitti fyrstu Bleiku slaufunni í ár viðtöku í dag. Átakið Bleika slaufan fer fram í þrettánda sinn í ár.

Ragnheiður: Kolröng ákvörðun

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, segir að það sé kolröng ákvörðun að láta Ríkisendurskoðun ekki hafa fjáraukalög til umsagnar.

Ólafur Ragnar styrkti sjálfan sig um tvær milljónir

Ólafur Ragnar Grímsson skilaði inn í dag uppgjöri vegna forsetaframboðs síns. Alls safnaði hann 6,5 milljón króna en níu lögaðilar styrktu hann, auk þess sem 36 einstaklingar styrktu hann um tvær og hálfa milljón rúma. Þá kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Ólafs Ragnars að hann hafi sjálfur styrkt framboð sitt um rúmar tvær milljónir króna.

Þrír unglingar á spítala eftir landadrykkju

Þrír unglingar, ein stúlka og tveir piltar, þrettán og fimmtán ára, voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í fyrradag, eftir að þau höfðu drukkið landa, orðið öfurölvi og veik.

Ráðherraskipti á mánudaginn

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum næstkomandi mánudag, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ástæðan eru ráðherraskipti, en Katrín Júlíusdóttir snýr þá aftur úr barnseignaleyfi og tekur við fjármálaráðuneytinu, þar sem Oddný G. Harðardóttir er nú.

Nuddari sakfelldur fyrir nauðgun

Nuddari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reka fingur sinn inn í leggöng konu við beitingu framúrstefnulegrar nuddaðferðar. Nuddarinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi.

Smáhundar bitu bréfbera

Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af.

Bakarar mótmæla fyrirhuguðum sykurskatti

Stjórn Landssambands bakarameistara (LABAK) mótmælir harðlega fyrirhugaðri 800 milljón króna hækkun á vörugjöldum á matvæli sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Vörugjöldin eiga að beinast að sykri í matvælum og eru réttlætt með manneldissjónarmiðum og aðgerðum gegn offitu.

Kvennaskólanemar halda peysufatadaginn hátíðlegan

Peysufatadagur Kvennaskólans fer fram í dag en um er að ræða gamla hefð skólans og hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur síðan 1921. Á vefsíðu skólans segir að í þá daga hafi aðeins stúlkur verið nemendur við Kvennaskólann og þær ákveðið til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann verið endurtekinn síðan. Á Peysfatadaginn klæðast nemendur að þjóðlegum sið, dansa og syngja saman í Hallargarðinum fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennaskólans og foreldra.

Borgarbókasafnið skorar á meistara

Borgarbókasafnið setti í dag áskorun inn á Twitter síðu sína fyrir tilvonandi meistara sem hyggjast bæta lífstíl sinn í októbermánuði undir merkjum Meistaramánaðarins svonefnda. Meistaramánuður hefst nú 1. október og gengur út á að taka upp nýjar og betri lífsvenjur.

Vildi peningana strax

Lögreglan á Suðurnesjum var í vikunni kvödd á veitingastað í umdæminu, þar sem maður var sagður láta ófriðlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var þar fyrir erlendur ferðamaður, ekki sáttur. Hann hafði smellt sér í spilakassa á staðnum og unnið 65 þúsund krónur.

Borgin stórhuga í stígagerð

Reykjavíkurborg hefur hrundið af stað metnaðarfullu átaki í að bæta aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Markmiðið er að Reykjavík verði framúrskarandi hjólaborg.

Festi gröfu út í Jökulsá

Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum var kölluð út nú í hádeginu til að sækja bílstjóra gröfu sem festist í Jökulsá í Fljótsdal. Sveitin fór á staðinn með bát og gekk fljótt og vel að sækja manninn. Ekkert amaði að honum þegar að var komið.

Þorgerður Katrín hættir í stjórnmálum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar. Þorgerður Katrín hefur setið á þingi frá árinu 1999. Hún var mennta- og menningamálaráðherra 2004-2009 og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í 5 ár.

Láta reyna á verðtrygginguna fyrir dómstólum

Verkalýðsfélags Akraness ætlar að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort að verðtryggingin stenst lög. Formaður félagsins segir það eitt brýnasta hagsmunamál íslenskrar alþýðu að tekið verði á verðtryggingunni.

Kannabisræktandi benti fyrir tilviljun á annan ræktanda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á stúfana í Kópavogi í fyrradag eftir að hafa fengið ábendingar um megna kannabislykt sem virtist koma frá tilteknu fjölbýlishúsi. Eftir smá rannsóknarvinnu ákváðu lögreglumennirnir að spyrjast fyrir í einni íbúð hússins, en henni fylgdi bílskúr sem talinn var líklegur vettvangur ræktunar.

Segir Íslandsbanka flæktan í "fyrirlitlegan hugmyndastuld“

Jón Þorvarðarson, stærðfræðingur og rithöfundur, skrifar grein í Fréttablaðið og Vísi í dag þar sem hann segir markaðsherferð Ergo innan Íslandsbanka sé stolin. Ergo sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga.

Fimm stöðvaðir vegna ölvunar- og dópaksturs

Fimm ökuþórar stöðvaðir í miðborginni í gærkvöldi og reyndust fjórir undir áhrifum áfengis og einn fíkniefna. Allir mega búast við að missa ökuréttindin og fá háa sekt.

Tjón í eldsvoða í Bláfjöllum

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálf tvö leytið í nótt um að eldur logaði í skúr í Kóngsgili í Bláfjöllum.

Krefst nú 87 milljóna vegna nýs ljósleiðara

„Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni,“ segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans.

Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir

„Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi.

Margir volgir fyrir því að gefa kost á sér til formanns

Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn.

Fundu gögn um Geirfinnsmál

Tveir stórir kassar með gögnum sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fundust nýverið fyrir tilviljun á Þjóðskjalasafninu. Gögnin voru færð starfshópi innanríkisráðuneytisins sem hefur haft til skoðunar hvort tilefni sé til endurupptöku málsins.

Mun skila skýrslunni í október

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur farið fram á það við Ríkisendurskoðun að stofnunin ljúki skýrslugerð vegna kaupa ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfinu Oracle á árinu 2001, innleiðingar þess og reksturs, fyrir lok októbermánaðar. Stofnuninni var falið að gera skýrsluna í apríl árið 2004 en henni hefur enn ekki verið skilað.

Fimmtungur skulda heimila afskrifaður

Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Moka upp síld eftir tregveiði

Eftir tregveiði á síldarmiðunum um síðustu helgi og í byrjun vikunnar tók veiðin mikinn kipp á þriðjudagskvöld. Þá fannst síld út af Héraðsflóadjúpi, um 90 sjómílur frá Vopnafirði.

Nýtt embætti norræns umboðsmanns

Stofna á nýtt embætti norræns umboðsmanns sem aðstoða á norræna ríkisborgara sem lent hafa á milli stjórnkerfa við flutning á milli norrænna ríkja. Tekin var ákvörðun um stofnun embættisins á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Gautaborg nú í vikunni.

Fékk næst hæsta styrkinn frá Finni Ingólfssyni

Ari Trausti Guðmundsson skilaði inn uppgjöri til Ríkisendurskoðanda vegna forsetaframboðs síns síðasta sumar, en hann er sá fyrsti sem skilar inn uppgjöri hvað þetta varðar, en fresturinn rennur út 30. september.

Nikki er eini starfsmaður lögreglunnar í Vaughn

Íbúar smábæjarins Vauhgn í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, eru heldur uggandi yfir öryggi bæjarbúa þessa dagana. Kannski eru áhyggjur þeirra eðlilegar en eini fulltrúi lögreglunnar í bænum er fíkniefnahundurinn Nikki. Og þó fíkniefnatíkin Nikka sé eflaust frábær starfskraftur, eiga glæpamenn líklega frekar auðvelt með að snúa á hana, sennilega þarf ekki meira en eina safaríka steik til.

Obi-wan-Gnarr setti RIFF

RIFF var formlega sett í kvöld klukkan átta í Hörpu. Það var sjálfur Obi-Wan-Gnarr sem setti hátíðina, en borgarstjórinn, sem er kannski þekktari sem Jón Gnarr, skartaði nefnilega fallegu rauðu skeggi, geislasverði og hempu eins og hinn heimsfrægi andlegi leiðtogi Loga Geimgengils, Obi-Wan-Kenobi, sem lærði sín helstu brögð af þessari mögnuðu sögupersónu úr kvikmyndunum Star Wars. Elísabet Rónaldsdóttir flutti svo "hátíðar-gusuna“ og Ari Eldjárn var kynnir kvöldsins.

Vildi ekki vinna í álveri - bjó í staðinn til barnamat

"Ég ætlaði ekki að vinna í álveri og ekki í banka, þannig það var marg sem ég útilokaði,“ sagði Þórdís Jóhannsdóttir, sem hóf framleiðslu á íslenskum barnamat í kjölfarið á Meistararitgerð sinni auk þess sem hún vinnur á ljósmyndastofu og hannar fylgihluti fyrir konur.

Benedikt og Helgi verða hæstaréttardómarar

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að skipa þá Benedikt Bogason, dómstjóra og settan hæstaréttardómara, og Helga I. Jónsson, dómstjóra í embætti tveggja hæstaréttardómara frá og með 1. október næstkomandi.

Mörður Árnason vill auðvelda netverslun

Mörður Árnason segist vilja efla og auka póstverslun á netinu en hann ásamt nokkrum öðrum þingmönnum hafa lagt fram þingályktunartillögu þess eðlis. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segist hann vilja auðvelda þessi viðskipti, "meðal annars með því að fella niður aðflutnings- og tollagjöld, sem er praktískt atriði enda stundum dýrara fyrir ríkið að innheimta þau,“ sagði Mörður í viðtalinu.

Íslenska lögreglan hóf rannsókn á risavöxnu fíkniefnamáli

Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni.

Jóhanna hættir: "Tilhugsunin er góð“

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag.

Leit að sauðfé á Norðurlandi haldið áfram um helgina

Um liðna helgi fóru matsmenn á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um svæðið frá Húnaþingi í vestri og austur í Þingeyjarsýslur til að meta ástand og þörf fyrir aðgerðir til að finna og bjarga sauðfé eftir norðanáhlaupið 9.-11. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að matsmennirnir hafi átt fundi með búnaðarráðunautum, fulltrúum bænda og fulltrúum sveitarfélaga til að fá hjá þeim upplýsingar um ástand mála.

Kjúklingatollar of háir - fjárhagslegt tjón hjá neytendum

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða innflutningsfyrirtækinu Innnes ehf. tæplega 400 þúsund krónur vegna framkvæmdar og fyrirkomulags tollkvóta á landbúnaðarafurðum. Af hálfu Innnes ehf. var gerð krafa til fjárgreiðslu úr ríkissjóði vegna oftekinna tolla.

Sjá næstu 50 fréttir