Jóhanna hættir: "Tilhugsunin er góð“ 27. september 2012 19:00 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur setið á Alþingi frá árinu 1978. Að loknu þessu kjörtímabili hefur hún því verið þingmaður í 35 ár. Eitt af mestu afrekum Jóhönnu í stjórnmálum er að hafa orðið forsætisráðherra fyrstu hreinu félagshyggju- og jafnaðarmannastjórnarinnar á lýðveldistímanum eftir kosningar vorið 2009. Jóhanna segir bréfi sem hún sendi flokksmönnum í dag að allt hafi sinn tíma, líka hennar tími sem sé orðinn langur og viðburðarríkur. Að loknu þessu kjörtímabili hafi hún því ákveðið að láta af þáttöku í stjórnmálum. Þegar Jóhanna er spurð út í fræg ummæli sín um að hennar tími mun koma, og hvort hann sé nú liðinn, svarar Jóhanna: „Allt hefur sinn tíma, líka minn tími í pólitík og minn tími hefir verið langur." Jóhanna segist hafa ætlað að hætta að loknu kjörtímabilinu sem hófst 2007. Síðan hafi örlögin gripið í taumana en það voru eindregin tilmæli flokksmanna og þáverandi forystu Samfylkingarinnar að hún leiddi flokkinn í kosningum 2009. Að loknum kosningum varð Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins, mælt í fjölda þingmanna, en flokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna þá um vorið. Spurð hvað það sé sem hún sé stoltust af á ferli sínum, svarar Jóhanna því til að það sé árangur ríkisstjórnarinnar eftir hrunið. Jóhanna, sem klárar þetta kjörtímabil, ætlar að einbeita sér að því næstu sjö mánuði að klára stór mál eins og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, rammaáætlun um orkunýtingu og stjórnarskrármálið. En finnst henni óþægilegt að hætta eftir svo langan tíma í stjórnmálum? Jóhanna segist hafa íhugað það vel og lengi. „En ég verð að segja að tilhugsunin er góð," segir hún. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur setið á Alþingi frá árinu 1978. Að loknu þessu kjörtímabili hefur hún því verið þingmaður í 35 ár. Eitt af mestu afrekum Jóhönnu í stjórnmálum er að hafa orðið forsætisráðherra fyrstu hreinu félagshyggju- og jafnaðarmannastjórnarinnar á lýðveldistímanum eftir kosningar vorið 2009. Jóhanna segir bréfi sem hún sendi flokksmönnum í dag að allt hafi sinn tíma, líka hennar tími sem sé orðinn langur og viðburðarríkur. Að loknu þessu kjörtímabili hafi hún því ákveðið að láta af þáttöku í stjórnmálum. Þegar Jóhanna er spurð út í fræg ummæli sín um að hennar tími mun koma, og hvort hann sé nú liðinn, svarar Jóhanna: „Allt hefur sinn tíma, líka minn tími í pólitík og minn tími hefir verið langur." Jóhanna segist hafa ætlað að hætta að loknu kjörtímabilinu sem hófst 2007. Síðan hafi örlögin gripið í taumana en það voru eindregin tilmæli flokksmanna og þáverandi forystu Samfylkingarinnar að hún leiddi flokkinn í kosningum 2009. Að loknum kosningum varð Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins, mælt í fjölda þingmanna, en flokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna þá um vorið. Spurð hvað það sé sem hún sé stoltust af á ferli sínum, svarar Jóhanna því til að það sé árangur ríkisstjórnarinnar eftir hrunið. Jóhanna, sem klárar þetta kjörtímabil, ætlar að einbeita sér að því næstu sjö mánuði að klára stór mál eins og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, rammaáætlun um orkunýtingu og stjórnarskrármálið. En finnst henni óþægilegt að hætta eftir svo langan tíma í stjórnmálum? Jóhanna segist hafa íhugað það vel og lengi. „En ég verð að segja að tilhugsunin er góð," segir hún.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira