Innlent

Mörður Árnason vill auðvelda netverslun

Mörður Árnason.
Mörður Árnason.
Mörður Árnason segist vilja efla og auka póstverslun á netinu en hann ásamt nokkrum öðrum þingmönnum hafa lagt fram þingályktunartillögu þess eðlis. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segist hann vilja auðvelda þessi viðskipti, „meðal annars með því að fella niður aðflutnings- og tollagjöld, sem er praktískt atriði enda stundum dýrara fyrir ríkið að innheimta þau," sagði Mörður í viðtalinu.

Hann bendir á að núverandi lög séu gömul og geri frekar ráð fyrir gömlu góðu póstversluninni þegar fólk keypti hluti til að mynda í gegnum pöntunarlista.

„Við þurfum að koma því þannig fyrir strax að engar hindranir verið í málinu," sagði Mörður meðal annars en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×