Fleiri fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27.4.2012 21:00 Tíminn illa nýttur frá hruni og tækifærum kastað á glæ Stjórnvöld hafa ekki nýtt tímann sem skyldi frá hruni og þau kasta verðmætum á glæ með því að nýta ekki tækifærin. Þetta er kjarninn í snarpri gagnrýni tveggja kvenna, sem fram kom á fundi Samtaka atvinnulífsins í fyrradag um opinberar fjárfestingar. 27.4.2012 20:15 Reglur um heimsóknir hertar á Litla Hrauni Reglur um heimsóknir á Litla-Hrauni hafa verið hertar til muna eftir að lögfræðingur varð uppvís að því að leyfa skjólstæðingi sínum í gæsluvarðhaldi að hringja. Formaður lögmannafélags Íslands segir slíka hegðun koma óorði á stéttina. 27.4.2012 19:45 Tæp 54% mótfallin inngöngu í ESB Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu í Evrópusambandið. Samtals eru 53.8 prósent á móti inngöngu á meðan 27.5 prósent eru hlynnt henni. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27.4.2012 19:39 Bandaríkjadalur besti kosturinn fyrir Ísland Manuel Hinds, fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador, segir Bandaríkjadal vera besta kostinn sem framtíðargjaldmiðill Íslands. Hann segist bjartsýnn á að Íslandi vegni vel í framtíðinni, þar sem menntunarstig hér sé hátt og undirstöðurnar traustar. 27.4.2012 19:30 Skiptar skoðanir um lokun Laugavegs Ákveðið verður á mánudaginn hvort Laugavegur verði aftur gerður að göngugötu í sumar. Skiptar skoðanir eru meðal kaupmanna um málið en samkvæmt könnun vill meirihluti borgarbúa að götunni verði lokað fyrir bílaumferð. 27.4.2012 19:00 Ólíklegt að ESB grípi til viðtækra viðskiptaþvingana Formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ólíklegt að Evrópusambandið grípi til víðtækra vinskiptaþvingana gagnvart Íslandi vegna makríldeilunnar. Málið var rætt á nefndarfundi í morgun. 27.4.2012 18:45 Langir biðlistar hjá geðlæknum Biðlistar eftir þjónustu geðlækna við fullorðna eru svo langir að það getur tekið hálft ár að fá aðstoð þeirra. Formaður ADHD samtakanna segist daglega fá símtöl frá örvæntingarfullu fólki sem veit ekki hvar aðstoð er að fá. Framkvæmdastjóri ADHD samtakana segir stöðuna grafalvarlega. 27.4.2012 18:30 Skilaði stútfullu peningaveski á lögreglustöðina Strangheiðarleg kona á miðjum aldri kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu síðdegis í gær og afhenti peningaveski sem hún hafði fundið í miðborginni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var talsvert af peningum í veskinu sem og greiðslukort og skilríki, og því tókst að finna eigandann. Sá reyndist vera erlendur ferðamaður en viðkomandi var mjög þakklátur þegar hann kom og sótti veskið í gærkvöld og hefur örugglega hugsað fallega til hinnar strangheiðarlegu og skilvísu konu. 27.4.2012 16:45 Össur stingur upp á að hluti veiðileyfagjalds fari í markaðsstarf Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, varpaði fram þeirri hugmynd í ávarpi sínu í dag á ársfundi Íslandsstofu að hluti af veiðileyfagjaldi, eða á bilinu 500 til 600 milljónir króna, yrði notaður til þess að stórefla markaðsstarf í þágu íslensks sjávarútvegs. 27.4.2012 16:39 Hnífamaður áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem stakk konu á þrítugsaldri með hnífi í Kópavogi um síðustu helgi, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er gert á grundvelli almannahagsmuna. Pilturinn er vistaður á viðeigandi stofnun í samráði við barnaverndaryfirvöld. Konan er á batavegi og var útskrifuð af gjörgæslu í vikunni. 27.4.2012 15:38 Skiptar skoðanir um göngugötur í miðborginni Fjörutíu og þrjú prósent rekstraraðila í miðborginni segjast hafa mjög góða eða frekar góða reynslu af lokun gatna í miðborginni fyrir bílaumferð síðastliðið sumar. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem samtökin Miðborgin okkar létu Félagsvísindastofnun til þess að gera. Þrjátíu og fimm prósent aðspurðra sögðust hinsvegar hafa frekar slæma eða mjög slæma reynslu af lokunum. Tuttugu og þrjú prósent sögðust síðan hvorki hafa góða né slæma reynslu af tilrauninni en til stendur að endurtaka hana í sumar og loka Laugavegi fyrir bílaumferð að hluta í sumar. 27.4.2012 14:50 Vilja að skýrslu sérstaks saksóknara verði vísað frá Verjendur fyrrverandi stjórnenda Kaupþings í svokölluðu al-Thani máli kröfðust þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að dómurinn felli úr málskjölum greinargerð um rannsókn á málinu sem sérstakur saksóknari gerði, áður en ákært var í því. 27.4.2012 14:45 "Þverpólitísk samstaða um að taka á málum lögreglunnar" "Við erum fullkomlega meðvituð um vandamál Lögreglunnar,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og formaður allsherjarnefndar, en hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 27.4.2012 17:25 Geir mætir í Sprengisand á sunnudaginn Geir H Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem á dögunum var sakfelldur í Landsdómi af einum ákærulið en sýknaður í hinum, mætir í Sprengisand Sigurjóns M Egilssonar verðlaunablaðamanns á sunnudaginn klukkan 10 á Bylgjunni. Þeir ræða um Landsdóm, dóminn, ákærurnar, dómstóla og stjórnmál, áhrif Landsdómsins á samskipti milli stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. 27.4.2012 16:34 Stal nærbuxum og íþróttapesyu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt átján ára gamlan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot og þjófnað. Maðurinn stal meðal annars skóm og úlpu í Menntaskólanum í Kópavogi, heyrnartólum úr tölvuverslun og íþróttapeysu og nærbuxum úr íþróttavöruverslun. Hann keyrði einnig bifreið þrisvar sinnum undir áhrifum fíkniefna og var fyrir vikið sviptur ökurétti í sex mánuði. Hann játaði brot sín fyrir dómi. 27.4.2012 15:59 Skjálftar á Reykjaneshrygg Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir undan Reykjaneshrygg í dag en á heimasíðu Veðurstofunnar má sjá á annan tug skjálfta á svæðinu. Tveir hafa mælst yfir þrjú stig og sá stærri var 3,3 stig og átti hann upptök sín 9,2 kílómetra vestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Flestir hafa skjálftarnir þó verið um eitt og hálft stig. 27.4.2012 15:49 Ásgeir Þór Davíðsson jarðsunginn Ásgeir Þór Davíðsson, eða Geiri á Goldfinger eins og hann var jafnan kallaður, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 19. apríl síðastliðinn, 62 ára gamall. Ásgeir þótti með líflegri persónuleikum en hann rak umdeildan nektarstað í Kópavogi og hafði áður rekið fjölmarga skemmtistaði víða um borg. Meðal annars Hafnarkrána. 27.4.2012 14:32 Vekja athygli á auglýsingum á þakviðgerðum Neytendasamtökin vilja vekja athygli á auglýsingum frá Byggingarfélaginu Reisir ehf. sem auglýsa þakviðgerðir með svokallaðri Pace aðferð. Samtökin segjast hafa fengið nokkur mál inn á borð hjá sér þar sem illa hefur verið gengið frá viðgerðum á húsþökum hjá fólki. 27.4.2012 13:51 Kaupþingsstjórar fyrir dómi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer fyrirtaka í máli sérstaks saksóknara gegn öllum helstu fyrrverandi stjórnendum Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins og Ólafi Ólafssyni, eins aðaleigenda hins fallna banka, vegna svokallaðs al-Thani máls. Málið snýst um meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik í aðdraganda að falls bankans. 27.4.2012 13:48 Vitundarvakning um kynferðisofbeldi Þrír ráðherrar, þau Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirrituðu í dag samning til þriggja ára um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. 27.4.2012 13:41 Tvö dekk á einkavél sprungu við lendingu Tvö dekk sprungu á einkavél sem var að lenda á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Um er að ræða tveggja hreyfla skrúfuvél með sæti fyrir 76 farþega. Engir farþegar voru um borð heldur einungis tveir flugmenn. 27.4.2012 13:39 Ella kom upp um fíkil á hlaupum Lögreglan á Suðurnesjum hafði í nótt afskipti af karlmanni á fertugsaldri sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Þegar maðurinn varð var við lögreglumenn tók hann á sprett eftir göngustíg, en einn lögreglumannanna hljóp hann uppi og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Að sögn lögreglu var fíkniefnahundurinn Ella látin fara sömu leið og maðurinn hafði hlaupið. Þar fannst poki með neysluskammti af ætluðu kannabisi, sem maðurinn var talinn hafa hent frá sér á hlaupunum. Hann játaði brot sitt og var látinn laus að því loknu. 27.4.2012 13:29 Lenti með rænulausan farþega Flugvél frá flugfélaginu Swissair þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær vegna veikinda farþega. Vélin var á leið til San Francisco í Bandaríkjunum og hafði farþeginn fengið aðsvif og var nánast rænulaus, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og var vélinni að því búnu flogið áfram til áfangastaðar. 27.4.2012 13:26 Skýrist á næstu dögum hvað gert verður við tillögur Stjórnlagaráðs Það skýrist í dag eða á allra næstu dögum hvernig tillögur stjórnlagaráðs verða afgreiddar, segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Upphaflega stóð til að þær færu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum en ekki náðist samkomulag um það á Alþingi. Ný skoðanakönnun MMR sýnir mikinn vilja þjóðarinnar til þess að tillögur Stjórnlagaráðs verði að frumvarpi á Alþingi 27.4.2012 12:17 Staðreynd að ráðist er á konur í bílastæðahúsum Sérmerkt kvennabílastæði eru svar við þeirri staðreynd að ráðist er á konur í bílastæðahúsum. Þetta segir íslensk leikkona sem undrast neikvæða umræðu um bílastæðin. 27.4.2012 12:00 Segja engin ný rök komin fram Átta manna hópur sérfræðinga frá Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Íslenskri erfðagreiningu hafa sent flutningsmönnum þingsályktunartillögu um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera opið bréf, þar sem spurt er hvaða upplýsingar eða rök liggja að baki því að tillagan um bannið sé endurupptekin á þinginu. 27.4.2012 11:00 Arnarhreiður skemmt af mannavöldum Í vikunni vaknaði grunur um að spillt hefði verið fyrir varpi hafarnarhjón í eyju á sunnanverðum Breiðafirði, því það sást ekki lengur til parsins sem vikurnar á undan hafði undirbúið varp og byggt hreiður. Málið hefur verið kært til lögreglu. 27.4.2012 10:47 Þriðjungur ók of hratt á Borgavegi Brot 82 ökumanna voru mynduð á Borgavegi í Reykjavík í gær. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fylgst hafi verið með ökutækjum sem var ekið Borgaveg í vesturátt, að Strandvegi. "Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 219 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 37%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Tólf óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 83. Vöktun lögreglunnar á Borgavegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu. Við fyrri hraðamælingar lögreglunnar á þessum stað hefur brotahlutfallið verið 24-54%,“ segir í tilkynningunni. 27.4.2012 10:41 Mikill meirihluti vill að tillögur Stjórnlagaráðs verði að frumvarpi Tveir þriðju hluti þjóðarinnar vill að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. 27.4.2012 10:23 Samningaviðræður eru nær hálfnaðar Viðræður um 15 af 33 köflum í samningum við Evrópusambandið eru hafnar. Þar af er 10 lokið. Samningsafstaða hefur verið samþykkt í 5 köflum í viðbót við það. Stefnt er að því að samningsafstaða í sjávarútvegsmálum verði tilbúin fyrir sumarfrí. Utanríkisráðherra kynnti skýrslu sína í gær. 27.4.2012 10:00 Þrír menn teknir í Leifsstöð Þrír menn með fölsuð vegabréf voru stöðvaðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrradag. Tveir karlmenn sem ferðuðust saman framvísuðu frönskum vegabréfum er lögregla hafði afskipti af þeim í flugstöðinni. Þeir komu með flugi SAS frá Ósló í Noregi. Við skoðun vegabréfanna kom í ljós að þau eru grunnfölsuð. Mennirnir kveðast báðir vera frá Alsír. 27.4.2012 09:10 SA kynnir áætlun um afnám hafta Samtök atvinnulífsins (SA) hafa kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem er að mörgu leyti frábrugðin þeirri áætlun sem stjórnvöld og Seðlabankinn vinna eftir. 27.4.2012 09:00 Samdómarar Jóns Steinars fullyrða að þeir hafi ekki rætt við blaðamann Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari fullyrðir að samdómarar sínir í Hæstarétti hafi þverneitað því að hafa talað nafnlaust við Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamann áður en hún skrifaði grein í nýjasta hefti Mannlífs. Í greininni fjallar Sigríður Dögg um meint ósætti og flokkadrætti í Hæstarétti, þar sem persónulegir vinir Davíðs Oddssonar skipi annan hópinn en Markús Sigurbjörnsson forseti Hæstaréttar og aðrir dómarar skipi hinn. 27.4.2012 08:55 Óhjákvæmilegt að loka kirkjum Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup Íslands, segir fjárhagsvanda kirkjunnar orðinn slíkan að erfitt sé að halda öllum kirkjunum gangandi og starfseminni þar innandyra. 27.4.2012 08:00 SUS gerir tilboð í plastmál forsætisráðherra "Í tilefni af því að í dag er nákvæmlega ár þar til alþingiskosningar þurfa í síðasta lagi að fara fram hefur Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) gert Sjónlistarmiðstöðinni á Akureyri tilboð í plastmál sem miðstöðin keypti nýlega og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafði drukkið úr.“ 27.4.2012 07:57 Undir meira álagi og ósáttari við laun Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. 27.4.2012 07:30 Heimaey VE að komast inn á Panamaskurðinn Fjölveiðiskipið Heimaey VE er nú um það bil að komast inn á Panamaskurðinn á heimleið sinni frá Chile, þar sem það var smíðað, og er það væntanlegt til Eyja eftir hálfan mánuð. 27.4.2012 07:23 Of erfitt er að saksækja fyrir hatur á netinu Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. 27.4.2012 07:00 Líkamsárás í Mjóddinni í nótt Þrír menn réðust á einstakling við Nettó í Mjóddinni í Reykjavík um miðnæturbil og gengu í skrokk á honum. 27.4.2012 06:45 Varðskipið Ægir bjargar norskum togara Varðskipið Ægir kom í nótt norska togarnum Torito til hjálpar, þar sem hann lá með bilaða vél undan austurströnd Grænlands. 27.4.2012 06:42 Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. 27.4.2012 06:00 Undirskriftalisti gegn frumvarpi Stjórnmálasamtökin Dögun hófu í gær undirskriftasöfnun gegn kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja stjórnvöld til að virða loforð í kvótamálum og hvetja forseta Íslands til þess að synja frumvarpinu annars staðfestingar. 27.4.2012 05:30 ASÍ mótmælir launahækkun Miðstjórn ASÍ mótmælir þeirri ákvörðun ársfundar Framtakssjóðs Íslands að hækka laun stjórnarmanna sjóðsins um 80 prósent, úr 100 þúsund krónum á mánuði í 180 þúsund krónur á mánuði. 27.4.2012 05:00 Atvinnulausum konum fjölgar Atvinnulausum hefur fækkað um 1.000 frá fyrsta ársfjórðungi 2011. Að meðaltali voru, á fyrsta ársfjórðungi 2012, 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit. Það jafngildir 7,2 prósentum vinnuaflsins. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. 27.4.2012 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27.4.2012 21:00
Tíminn illa nýttur frá hruni og tækifærum kastað á glæ Stjórnvöld hafa ekki nýtt tímann sem skyldi frá hruni og þau kasta verðmætum á glæ með því að nýta ekki tækifærin. Þetta er kjarninn í snarpri gagnrýni tveggja kvenna, sem fram kom á fundi Samtaka atvinnulífsins í fyrradag um opinberar fjárfestingar. 27.4.2012 20:15
Reglur um heimsóknir hertar á Litla Hrauni Reglur um heimsóknir á Litla-Hrauni hafa verið hertar til muna eftir að lögfræðingur varð uppvís að því að leyfa skjólstæðingi sínum í gæsluvarðhaldi að hringja. Formaður lögmannafélags Íslands segir slíka hegðun koma óorði á stéttina. 27.4.2012 19:45
Tæp 54% mótfallin inngöngu í ESB Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu í Evrópusambandið. Samtals eru 53.8 prósent á móti inngöngu á meðan 27.5 prósent eru hlynnt henni. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27.4.2012 19:39
Bandaríkjadalur besti kosturinn fyrir Ísland Manuel Hinds, fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador, segir Bandaríkjadal vera besta kostinn sem framtíðargjaldmiðill Íslands. Hann segist bjartsýnn á að Íslandi vegni vel í framtíðinni, þar sem menntunarstig hér sé hátt og undirstöðurnar traustar. 27.4.2012 19:30
Skiptar skoðanir um lokun Laugavegs Ákveðið verður á mánudaginn hvort Laugavegur verði aftur gerður að göngugötu í sumar. Skiptar skoðanir eru meðal kaupmanna um málið en samkvæmt könnun vill meirihluti borgarbúa að götunni verði lokað fyrir bílaumferð. 27.4.2012 19:00
Ólíklegt að ESB grípi til viðtækra viðskiptaþvingana Formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ólíklegt að Evrópusambandið grípi til víðtækra vinskiptaþvingana gagnvart Íslandi vegna makríldeilunnar. Málið var rætt á nefndarfundi í morgun. 27.4.2012 18:45
Langir biðlistar hjá geðlæknum Biðlistar eftir þjónustu geðlækna við fullorðna eru svo langir að það getur tekið hálft ár að fá aðstoð þeirra. Formaður ADHD samtakanna segist daglega fá símtöl frá örvæntingarfullu fólki sem veit ekki hvar aðstoð er að fá. Framkvæmdastjóri ADHD samtakana segir stöðuna grafalvarlega. 27.4.2012 18:30
Skilaði stútfullu peningaveski á lögreglustöðina Strangheiðarleg kona á miðjum aldri kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu síðdegis í gær og afhenti peningaveski sem hún hafði fundið í miðborginni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var talsvert af peningum í veskinu sem og greiðslukort og skilríki, og því tókst að finna eigandann. Sá reyndist vera erlendur ferðamaður en viðkomandi var mjög þakklátur þegar hann kom og sótti veskið í gærkvöld og hefur örugglega hugsað fallega til hinnar strangheiðarlegu og skilvísu konu. 27.4.2012 16:45
Össur stingur upp á að hluti veiðileyfagjalds fari í markaðsstarf Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, varpaði fram þeirri hugmynd í ávarpi sínu í dag á ársfundi Íslandsstofu að hluti af veiðileyfagjaldi, eða á bilinu 500 til 600 milljónir króna, yrði notaður til þess að stórefla markaðsstarf í þágu íslensks sjávarútvegs. 27.4.2012 16:39
Hnífamaður áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem stakk konu á þrítugsaldri með hnífi í Kópavogi um síðustu helgi, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er gert á grundvelli almannahagsmuna. Pilturinn er vistaður á viðeigandi stofnun í samráði við barnaverndaryfirvöld. Konan er á batavegi og var útskrifuð af gjörgæslu í vikunni. 27.4.2012 15:38
Skiptar skoðanir um göngugötur í miðborginni Fjörutíu og þrjú prósent rekstraraðila í miðborginni segjast hafa mjög góða eða frekar góða reynslu af lokun gatna í miðborginni fyrir bílaumferð síðastliðið sumar. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem samtökin Miðborgin okkar létu Félagsvísindastofnun til þess að gera. Þrjátíu og fimm prósent aðspurðra sögðust hinsvegar hafa frekar slæma eða mjög slæma reynslu af lokunum. Tuttugu og þrjú prósent sögðust síðan hvorki hafa góða né slæma reynslu af tilrauninni en til stendur að endurtaka hana í sumar og loka Laugavegi fyrir bílaumferð að hluta í sumar. 27.4.2012 14:50
Vilja að skýrslu sérstaks saksóknara verði vísað frá Verjendur fyrrverandi stjórnenda Kaupþings í svokölluðu al-Thani máli kröfðust þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að dómurinn felli úr málskjölum greinargerð um rannsókn á málinu sem sérstakur saksóknari gerði, áður en ákært var í því. 27.4.2012 14:45
"Þverpólitísk samstaða um að taka á málum lögreglunnar" "Við erum fullkomlega meðvituð um vandamál Lögreglunnar,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og formaður allsherjarnefndar, en hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 27.4.2012 17:25
Geir mætir í Sprengisand á sunnudaginn Geir H Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem á dögunum var sakfelldur í Landsdómi af einum ákærulið en sýknaður í hinum, mætir í Sprengisand Sigurjóns M Egilssonar verðlaunablaðamanns á sunnudaginn klukkan 10 á Bylgjunni. Þeir ræða um Landsdóm, dóminn, ákærurnar, dómstóla og stjórnmál, áhrif Landsdómsins á samskipti milli stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. 27.4.2012 16:34
Stal nærbuxum og íþróttapesyu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt átján ára gamlan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot og þjófnað. Maðurinn stal meðal annars skóm og úlpu í Menntaskólanum í Kópavogi, heyrnartólum úr tölvuverslun og íþróttapeysu og nærbuxum úr íþróttavöruverslun. Hann keyrði einnig bifreið þrisvar sinnum undir áhrifum fíkniefna og var fyrir vikið sviptur ökurétti í sex mánuði. Hann játaði brot sín fyrir dómi. 27.4.2012 15:59
Skjálftar á Reykjaneshrygg Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir undan Reykjaneshrygg í dag en á heimasíðu Veðurstofunnar má sjá á annan tug skjálfta á svæðinu. Tveir hafa mælst yfir þrjú stig og sá stærri var 3,3 stig og átti hann upptök sín 9,2 kílómetra vestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Flestir hafa skjálftarnir þó verið um eitt og hálft stig. 27.4.2012 15:49
Ásgeir Þór Davíðsson jarðsunginn Ásgeir Þór Davíðsson, eða Geiri á Goldfinger eins og hann var jafnan kallaður, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 19. apríl síðastliðinn, 62 ára gamall. Ásgeir þótti með líflegri persónuleikum en hann rak umdeildan nektarstað í Kópavogi og hafði áður rekið fjölmarga skemmtistaði víða um borg. Meðal annars Hafnarkrána. 27.4.2012 14:32
Vekja athygli á auglýsingum á þakviðgerðum Neytendasamtökin vilja vekja athygli á auglýsingum frá Byggingarfélaginu Reisir ehf. sem auglýsa þakviðgerðir með svokallaðri Pace aðferð. Samtökin segjast hafa fengið nokkur mál inn á borð hjá sér þar sem illa hefur verið gengið frá viðgerðum á húsþökum hjá fólki. 27.4.2012 13:51
Kaupþingsstjórar fyrir dómi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer fyrirtaka í máli sérstaks saksóknara gegn öllum helstu fyrrverandi stjórnendum Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins og Ólafi Ólafssyni, eins aðaleigenda hins fallna banka, vegna svokallaðs al-Thani máls. Málið snýst um meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik í aðdraganda að falls bankans. 27.4.2012 13:48
Vitundarvakning um kynferðisofbeldi Þrír ráðherrar, þau Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirrituðu í dag samning til þriggja ára um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. 27.4.2012 13:41
Tvö dekk á einkavél sprungu við lendingu Tvö dekk sprungu á einkavél sem var að lenda á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Um er að ræða tveggja hreyfla skrúfuvél með sæti fyrir 76 farþega. Engir farþegar voru um borð heldur einungis tveir flugmenn. 27.4.2012 13:39
Ella kom upp um fíkil á hlaupum Lögreglan á Suðurnesjum hafði í nótt afskipti af karlmanni á fertugsaldri sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Þegar maðurinn varð var við lögreglumenn tók hann á sprett eftir göngustíg, en einn lögreglumannanna hljóp hann uppi og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Að sögn lögreglu var fíkniefnahundurinn Ella látin fara sömu leið og maðurinn hafði hlaupið. Þar fannst poki með neysluskammti af ætluðu kannabisi, sem maðurinn var talinn hafa hent frá sér á hlaupunum. Hann játaði brot sitt og var látinn laus að því loknu. 27.4.2012 13:29
Lenti með rænulausan farþega Flugvél frá flugfélaginu Swissair þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær vegna veikinda farþega. Vélin var á leið til San Francisco í Bandaríkjunum og hafði farþeginn fengið aðsvif og var nánast rænulaus, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og var vélinni að því búnu flogið áfram til áfangastaðar. 27.4.2012 13:26
Skýrist á næstu dögum hvað gert verður við tillögur Stjórnlagaráðs Það skýrist í dag eða á allra næstu dögum hvernig tillögur stjórnlagaráðs verða afgreiddar, segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Upphaflega stóð til að þær færu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum en ekki náðist samkomulag um það á Alþingi. Ný skoðanakönnun MMR sýnir mikinn vilja þjóðarinnar til þess að tillögur Stjórnlagaráðs verði að frumvarpi á Alþingi 27.4.2012 12:17
Staðreynd að ráðist er á konur í bílastæðahúsum Sérmerkt kvennabílastæði eru svar við þeirri staðreynd að ráðist er á konur í bílastæðahúsum. Þetta segir íslensk leikkona sem undrast neikvæða umræðu um bílastæðin. 27.4.2012 12:00
Segja engin ný rök komin fram Átta manna hópur sérfræðinga frá Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Íslenskri erfðagreiningu hafa sent flutningsmönnum þingsályktunartillögu um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera opið bréf, þar sem spurt er hvaða upplýsingar eða rök liggja að baki því að tillagan um bannið sé endurupptekin á þinginu. 27.4.2012 11:00
Arnarhreiður skemmt af mannavöldum Í vikunni vaknaði grunur um að spillt hefði verið fyrir varpi hafarnarhjón í eyju á sunnanverðum Breiðafirði, því það sást ekki lengur til parsins sem vikurnar á undan hafði undirbúið varp og byggt hreiður. Málið hefur verið kært til lögreglu. 27.4.2012 10:47
Þriðjungur ók of hratt á Borgavegi Brot 82 ökumanna voru mynduð á Borgavegi í Reykjavík í gær. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fylgst hafi verið með ökutækjum sem var ekið Borgaveg í vesturátt, að Strandvegi. "Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 219 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 37%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Tólf óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 83. Vöktun lögreglunnar á Borgavegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu. Við fyrri hraðamælingar lögreglunnar á þessum stað hefur brotahlutfallið verið 24-54%,“ segir í tilkynningunni. 27.4.2012 10:41
Mikill meirihluti vill að tillögur Stjórnlagaráðs verði að frumvarpi Tveir þriðju hluti þjóðarinnar vill að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. 27.4.2012 10:23
Samningaviðræður eru nær hálfnaðar Viðræður um 15 af 33 köflum í samningum við Evrópusambandið eru hafnar. Þar af er 10 lokið. Samningsafstaða hefur verið samþykkt í 5 köflum í viðbót við það. Stefnt er að því að samningsafstaða í sjávarútvegsmálum verði tilbúin fyrir sumarfrí. Utanríkisráðherra kynnti skýrslu sína í gær. 27.4.2012 10:00
Þrír menn teknir í Leifsstöð Þrír menn með fölsuð vegabréf voru stöðvaðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrradag. Tveir karlmenn sem ferðuðust saman framvísuðu frönskum vegabréfum er lögregla hafði afskipti af þeim í flugstöðinni. Þeir komu með flugi SAS frá Ósló í Noregi. Við skoðun vegabréfanna kom í ljós að þau eru grunnfölsuð. Mennirnir kveðast báðir vera frá Alsír. 27.4.2012 09:10
SA kynnir áætlun um afnám hafta Samtök atvinnulífsins (SA) hafa kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem er að mörgu leyti frábrugðin þeirri áætlun sem stjórnvöld og Seðlabankinn vinna eftir. 27.4.2012 09:00
Samdómarar Jóns Steinars fullyrða að þeir hafi ekki rætt við blaðamann Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari fullyrðir að samdómarar sínir í Hæstarétti hafi þverneitað því að hafa talað nafnlaust við Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamann áður en hún skrifaði grein í nýjasta hefti Mannlífs. Í greininni fjallar Sigríður Dögg um meint ósætti og flokkadrætti í Hæstarétti, þar sem persónulegir vinir Davíðs Oddssonar skipi annan hópinn en Markús Sigurbjörnsson forseti Hæstaréttar og aðrir dómarar skipi hinn. 27.4.2012 08:55
Óhjákvæmilegt að loka kirkjum Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup Íslands, segir fjárhagsvanda kirkjunnar orðinn slíkan að erfitt sé að halda öllum kirkjunum gangandi og starfseminni þar innandyra. 27.4.2012 08:00
SUS gerir tilboð í plastmál forsætisráðherra "Í tilefni af því að í dag er nákvæmlega ár þar til alþingiskosningar þurfa í síðasta lagi að fara fram hefur Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) gert Sjónlistarmiðstöðinni á Akureyri tilboð í plastmál sem miðstöðin keypti nýlega og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafði drukkið úr.“ 27.4.2012 07:57
Undir meira álagi og ósáttari við laun Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. 27.4.2012 07:30
Heimaey VE að komast inn á Panamaskurðinn Fjölveiðiskipið Heimaey VE er nú um það bil að komast inn á Panamaskurðinn á heimleið sinni frá Chile, þar sem það var smíðað, og er það væntanlegt til Eyja eftir hálfan mánuð. 27.4.2012 07:23
Of erfitt er að saksækja fyrir hatur á netinu Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. 27.4.2012 07:00
Líkamsárás í Mjóddinni í nótt Þrír menn réðust á einstakling við Nettó í Mjóddinni í Reykjavík um miðnæturbil og gengu í skrokk á honum. 27.4.2012 06:45
Varðskipið Ægir bjargar norskum togara Varðskipið Ægir kom í nótt norska togarnum Torito til hjálpar, þar sem hann lá með bilaða vél undan austurströnd Grænlands. 27.4.2012 06:42
Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. 27.4.2012 06:00
Undirskriftalisti gegn frumvarpi Stjórnmálasamtökin Dögun hófu í gær undirskriftasöfnun gegn kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja stjórnvöld til að virða loforð í kvótamálum og hvetja forseta Íslands til þess að synja frumvarpinu annars staðfestingar. 27.4.2012 05:30
ASÍ mótmælir launahækkun Miðstjórn ASÍ mótmælir þeirri ákvörðun ársfundar Framtakssjóðs Íslands að hækka laun stjórnarmanna sjóðsins um 80 prósent, úr 100 þúsund krónum á mánuði í 180 þúsund krónur á mánuði. 27.4.2012 05:00
Atvinnulausum konum fjölgar Atvinnulausum hefur fækkað um 1.000 frá fyrsta ársfjórðungi 2011. Að meðaltali voru, á fyrsta ársfjórðungi 2012, 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit. Það jafngildir 7,2 prósentum vinnuaflsins. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. 27.4.2012 04:00