Innlent

Heimaey VE að komast inn á Panamaskurðinn

Fjölveiðiskipið Heimaey VE er nú um það bil að komast inn á Panamaskurðinn á heimleið sinni frá Chile, þar sem það var smíðað, og er það væntanlegt til Eyja eftir hálfan mánuð.

Skipið er liðlega 70 metra langt og mælist 2,260 brúttótonn. Heimaey er fyrsta nýsmíðaða uppsjávarskip Íslendinga í rúmlega áratug og tilheyrir nýrri kynslóð fjölveiðiskipa, hvað varðar meðferð afla, sparneytni og aðbúnað áhafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×