Innlent

Vitundarvakning um kynferðisofbeldi

Halla Gunnarsdóttir kynnti samninginn í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Halla Gunnarsdóttir kynnti samninginn í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Þrír ráðherrar, þau Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirrituðu í dag samning til þriggja ára um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum.

Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra og formaður verkefnisstjórnar, kynnti samninginn í Þjóðmenningarhúsinu í dag og síðan sögðu ráðherrarnir nokkur orð.

„Samningurinn er í samræmi við sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum en Ísland hefur verið aðili að samningnum síðan í febrúar 2008," segir í sameiginlegri tilkynningu frá ráðuneytunum. „Fullgilding sáttmálans stendur nú yfir en hluti hans kveður á um að beina fræðslu um kynferðislegt ofbeldi að börnum og fólki sem á samskipti við börn í starfi sínu."

Alþingi hefur þegar samþykkt 25 milljón króna fjárveitingu til verkefnisins á þessu ári og gert er ráð fyrir að verja 16 milljónum á ári næstu tvö árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×