Innlent

Líkamsárás í Mjóddinni í nótt

Þrír menn réðust á einstakling við Nettó í Mjóddinni í Reykjavík um miðnæturbil og gengu í skrokk á honum.

Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang, en þolandinn var fluttur á slysadeild.

Fréttastofunni er ekki kunnugt um meiðsli hans nema hvað hann var með áverka á hendi og brjóstkassa.

Ekki er vitað um tildrög átakanna, en lögregla hefur vísbendingar um hverjir árásarmennirnir eru, og er þeirra nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×