Innlent

Skýrist á næstu dögum hvað gert verður við tillögur Stjórnlagaráðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valgerður Bjarnadóttir.
Valgerður Bjarnadóttir.
Það skýrist í dag eða á allra næstu dögum hvernig tillögur stjórnlagaráðs verða afgreiddar, segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Upphaflega stóð til að þær færu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum en ekki náðist samkomulag um það á Alþingi. Ný skoðanakönnun MMR sýnir mikinn vilja þjóðarinnar til þess að tillögur Stjórnlagaráðs verði að frumvarpi.

„Það hefur verið og er enn ætlunin að bera þessar tillögur undir þjóðina í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Valgerður. Tímasetninguna þurfi að ákveða með þriggja mánaða fyrirvara.

Valgerður segir að tillögur um það hvernig farið verður með málið muni líta dagsins ljóst ekki síðar en í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×