Innlent

Varðskipið Ægir bjargar norskum togara

Varðskipið Ægir kom í nótt norska togarnum Torito til hjálpar, þar sem hann lá með bilaða vél undan austurströnd Grænlands.

Skotið var línu yfir í togarnnn og dráttarlína tengd á milli skipana og er Ægir nú lagður af stað til Íslands með togarann í togi.

Vélin í togarnum bilaði í fyrradag og var þá óskað eftir aðstoð Gæslunnar. Ægir hélt þegar af stað með mjög skömmum fyrirvara, en veður hefur haldist gott á svæðinu og steðjaði því ekki hætta að togarsjómönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×