Innlent

Ella kom upp um fíkil á hlaupum

Hér sést fíkniefnahundurinn Ella í leik með dóttur sinni Clarissu.
Hér sést fíkniefnahundurinn Ella í leik með dóttur sinni Clarissu.
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í nótt afskipti af karlmanni á fertugsaldri sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Þegar maðurinn varð var við lögreglumenn tók hann á sprett eftir göngustíg, en einn lögreglumannanna hljóp hann uppi og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Að sögn lögreglu var fíkniefnahundurinn Ella látin fara sömu leið og maðurinn hafði hlaupið. Þar fannst poki með neysluskammti af ætluðu kannabisi, sem maðurinn var talinn hafa hent frá sér á hlaupunum. Hann játaði brot sitt og var látinn laus að því loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×