Innlent

Þriðjungur ók of hratt á Borgavegi

Brot 82 ökumanna voru mynduð á Borgavegi í Reykjavík í gær. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fylgst hafi verið með ökutækjum sem var ekið Borgaveg í vesturátt, að Strandvegi. „Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 219 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 37%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Tólf óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 83.

Vöktun lögreglunnar á Borgavegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu. Við fyrri hraðamælingar lögreglunnar á þessum stað hefur brotahlutfallið verið 24-54%," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×