Fleiri fréttir

Sóley Tómasdóttir: Besti flokkurinn í mótsögn varðandi umhverfismál

Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir stofnun hlutafélags um fjármögnun Hverahlíðavirkjunar skynsamlega leið í ljósi þess að enginn peningur er til hjá Orkuveitunni fyrir framkvæmdum. Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta vera óskynsamleg einkavæðingaráform sem láta ætti af.

"Niðurskurður hefur haft áhrif á öll svið lögreglunnar"

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Landssambandið fundaði um helgina og ályktuðu lögreglumenn að leggja skuli niður Lögregluna í núverandi mynd.

Staðfesta morðdóm yfir Naoui

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Redouane Naoui, sem var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári.

Helmingur vill Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta

Um 49% landsmanna ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur í komandi forsetakosningum. Ólafur Ragnar Grímsson mælist með um 35% fylgi. Ari Trausti Guðmundsson er með 11,5% fylgi á meðan aðrir eru með um eða undir 3%.

Árásin litin alvarlegum augum

Árás starfsmanns á barn skammtímavistun fyrir fötluð börn í Garðabæ í síðustu viku er litin mjög alvarlegum augum, segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir upplýsingastjóri Garðabæjar. Barnið sem varð fyrir árásinni marðist illa á hendi, en hlaut ekki önnur meiðsl. Vísir hefur ekki upplýsingar um hver aðdragandinn að árásinni var.

Lögreglumenn vilja leggja niður lögregluna í núverandi mynd

Lögreglumenn vilja að lögreglan á Íslandi verði lögð niður í núverandi mynd. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ástæðan langvarandi og mikill niðurskurður sem lögregluembættin hafa þurft að sæta. Lögreglumenn þinguðu um helgina. Ályktun eftir þingið er stutt en einföld.

HÍ opnar nýjan vef

Háskóli Íslands opnaði í dag endurnýjaðan vef þar sem áhersla er lögð á lifandi framsetningu efnis og stóraukin þægindi við námsleit. Með því er komið enn betur til móts við þann mikla fjölda sem kynnir sér námsleiðir og starfsemi Háskóla Íslands á hverjum degi. Vefur Háskóla Íslands er einn sá fjölsóttasti á landinu auk þess að tilheyra þeim sem miðla hvað mestu efni. Vefur Háskóla Íslands fær um 70 þúsund heimsóknir vikulega og kemur allnokkur hluti heimsókna erlendis frá.

Harpa hættir að merkja stæði sérstaklega fyrir konur

Stjórnendur í Hörpu hafa ákveðið að breyta merkingum í bílakjallara hússins eftir að mikil umræða skapaðist um þau í morgun. Smugan fjallaði um málið en í húsinu hafa verið stæði sem ertu sérstaklega merkt fyrir fatlaða en einnig fyrir konur. Harpan svaraði í dag fyrirspurn Smugunnar á þann hátt að þetta væri þekkt í Evrópu. Konur væru oft óöruggar og að þeim "líði illa í slíkum húsum og þessum stæðum því gjarnan komið fyrir nálægt inngöngum.“

Lögreglan ekki eins sýnileg og áður

Almenningur telur lögregluna ekki nærri því eins sýnilega og áður var, samkvæmt niðurstöðum þolendakönnunar sem gerð var á vegum Ríkislögreglustjóra. Könnunin nær til ársins 2010 en niðurstöðurnar voru fyrst birtar opinberlega í morgun.

Æstist yfir leik Real og Bayern - lögreglan kölluð til

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna hávaða í heimahúsi í gær. Húsbóndinn kom til dyra og viðurkenndi að hann bæri ábyrgð á látunum enda var æsispennandi fótboltaleikur í sjónvarpinu.

Skoða nýja tökustaði fyrir Game of Thrones í maí

Aðstandendur Game of Thrones þáttanna eru væntanlegir til landsins í maí til þess að skoða mögulega tökustaði fyrir þriðju seríu þáttanna. Þetta staðfestir Snorri Þórisson í samtali við Vísi. Farið verður víða um landið til að skoða mögulega tökustaði, meðal annars á Norðurland. Snorri vill þó ekki segja neitt nánar málið þangað til að ákvarðanir verða teknar. "Það er best að hafa sem fæst orð um það á meðan ekki er búið að ákveða neitt,“ segir Snorri.

Um 40.000 manns sungu saman í Osló

Rúmlega 40 þúsund manns komu saman á Youngstorgi í Osló í dag og sungu þjóðlagið Börn regnbogans. Nokkrum metrum frá torginu sat Anders Behring Breivik í dómssal og lýsti voðaverkum sínum í Osló og Útey.

Ók á ofsahraða með vin sinn á þakinu

Lögreglan stöðvaði tvo pilta, 17 og 16 ára, í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sá eldri ók fólksbíl hratt og ógætilega en sá yngri var á þaki bílsins á meðan því stóð. Hafi þetta átt að vera einshverskonar leikur þá er sá leikur lífshættulegur. Piltunum var fylgt til síns heima og þar var ennfremur rætt við forráðamenn þeirra um alvarleika málsins. Mildi má teljast að ekki hlaust mjög alvarlegt slys eða jafnvel dauði af þessu uppátæki.

Starfsmaður veittist að fötluðu barni

Starfsmaður á skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni í Garðabæ veittist að barni á heimilinu í síðustu viku. Barnið er ekki alvarlega slasað en er með stórt mar á handlegg, samkvæmt upplýsingum Vísis. Atvikið hefur verið kært til lögreglu, eins og fram kemur á fréttavefnum Pressunni.

Agnes ekki hlynnt frekari aðskilnaði

Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin biskup Íslands, segist ekki vera hlynnt frekari aðskilnaði ríkis og kirkju. Á endanum sé það hins vegar þjóðarinnar að taka ákvörðun í málinu.

Taka verður alla gagnrýni alvarlega

Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld.

Gangaslagur kostar ríkið 9 milljónir

Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi nemanda Menntaskólans í Reykjavík 8,9 milljónir króna með vöxtum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í gangaslag í skólanum í apríl 2009.

Netarallið það besta frá upphafi

Svonefnt netarall Hafrannsóknarstofnunar sem nú var farið sautjánda árið í röð, til að rannsaka ástand þorskstofnsins við landið, skilaði betri árangri en nokkru sinni fyrr.

Vilja fá samtal Davíðs og Geirs

Fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir afriti af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá október 2008. Umræðuefnið var fyrirhugað lán Seðlabankans til Kaupþings.

Katrín syngur í Osló

Katrín Jakobsdóttir, er ein fimm menningarmálaráðherra Norðurlandanna, sem mun syngja á torginu á Osló nú í hádeginu. Hún segir að um sé að ræða litla aðgerð til að sýna samstöðu með fjölmenningu. "Við erum hérna að rölta út á torg í Osló, rétt hjá sprengjustaðnum, og þetta er svona aðgerð til þess að sýna samstöðu með fjölmenningu," segir Katrín.

Tíu þúsund kafarar í Silfru nú í sumar

„Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu.

Opinbera afskriftir yfir 100 milljónum

Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt.

Aldrei fleiri börn í leikskóla

Rúmlega 19 þúsund börn sóttu leikskóla á Íslandi í desember síðastliðnum og hafa þau aldrei verið fleiri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur leikskólabörnum fjölgað um 198 frá desember árið á undan, eða um 1%. Einnig má greina breytingar á viðverutíma barnanna á þann hátt að hlutfallslega fleiri börn dvelja 7 tíma og lengur á dag í leikskóla en fyrir ári síðan. Í desember voru starfandi 265 leikskólar á Íslandi og hafði þeim fækkað um 12 frá árinu áður. Breytingar á fjölda leikskóla má aðallega rekja til sameininga skóla í Reykjavík.

Nær uppselt á allar sýningar

Nær uppselt er á allar átján fyrirhugaðar sýningar Afmælisveislunnar eftir Nóbelskáldið Harold Pinter, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld.

Náttúran.is fær viðurkenningu

Vefsíðan Náttúran.is hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, í gær fyrir „framúrskarandi starf að umhverfismálum“.

Hvetja til að verslunum sé lokað 1. maí

Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja, sem haldinn var í gærkvöldi, skorar á verslunarmenn á starfssvæði félagsins að hafa verslanir lokaðar fyrsta maí, baráttudag verkalýðsins.

Ungur ökumaður tekinn á ofsahraða í íbúðahverfi

18 ára ökumaður var sviftur ökuréttindum til bráðabirgða og á yfir höfði sér háa sekt, eftir að bíll hans mældist á 116 kílómetra hraða á Stekkjarbakka í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Yfir 500 sjómenn fordæma kvótafrumvörpin

537 sjómenn á 29 þekktum aflaskipum fordæma í yfirlýsingu þá grímulausu aðför að kjörum þeirra, sem við blasi í frumvörpunum um breytingar á stjórn fiskveiða, eins og sjómennirnir orða það.

Gengur gegn EES-samningi að banna gengistryggð lán

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum.

Nýmjólkin á sama verði í öllum búðum

Lægsta matvöruverð landsins er að finna í verslunum Bónuss, samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ. Matarkarfan kostaði 20.404 krónur í Bónus, en 24.680 krónur í verslun Nóatúns, þar sem hún var dýrust. Verðmunurinn er 4.276 krónur, eða um 21 prósent.

Fær 140 þúsund króna sekt og missir bílprófið

Tvítugur maður sér fram á missi ökuleyfis og þarf að greiða 140 þúsund krónur í sekt eftir að lögreglan á Suðurnesjum stóð hann að hraðakstri á Reykjanesbraut þar sem er 90 kílómetra hámarkshraði.

Braust inn í apótek eftir vikufrelsi

Maður sem braut af sér viku eftir að hafa fengið reynslulausn úr fangelsi þarf að ljúka 132 daga eftirstöðvum dóma frá 2010 og 2011. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar að lútandi.

Aðeins verður veitt á flugu

Landeigendur við Haukadalsá og fulltrúar einkahlutafélags í eigu Kenneths Johns Deurloo skrifuðu undir samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá um helgina. Samningurinn er til fjögurra ára; gildir frá 2013 til 2016.

18 vilja hanna nýja fangelsið

Átján tillögur bárust í hönnunarsamkeppni fangelsisins á Hólmsheiði. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í gær til að hefja mat á tillögunum.

Ástþór með nýja vefsíðu og Facebook flugmiðaleik

"Nú er hægt að safna vildarpúnktum og komast frítt til útlanda með því að heimsækja Íslenska vefsíðu,“ segir í tilkynningu frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda. Þar segir að um sé að ræða nýjung í markaðssetningu á netinu sem sé að ryðja sér til rúms erlendis.

Legó íhugar að fjöldaframleiða EVE online-geimskip

Hægt er að kjósa á heimasíðu Legó hvort leikfangafyrirtækið skuli hefja framleiðslu á geimförum eftir hönnun úr leiknum EVE online. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP sem gerir út leikinn en geimskipið var meðal annars framleitt fyrir aðdáendahátíð CCP sem var á dögunum.

Egill Skallagrímsson hefði orðið framsóknarbóndi á Alþingi

"Egill er mjög klikkaður. Hann er með margar greiningar, hann er mikið illmenni, jaðrar við að vera siðblindur í samskiptum. Hann er með alvarlega geðhvarfasýki og sveiflast þannig upp og niður í geðrofi. Hann er alkahólisti og í æsku var hann með mótþróaröskun,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir þegar hann lýsir Agli Skallagrímssyni en Óttar hefur skrifað bók um hetjur Íslendingasagnanna þar sem hann dregur þær inn á skrifstofu til sín og greinir út frá geðlækningum.

Stofna vinnuhóp um lausnir á myntvanda Íslendinga

Íslensk stjórnvöld og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinna nú að stofnun vinnuhóps sem mun hafa það hlutverk að finna lausnir á þeim vanda sem Íslendingar standa frammi fyrir í efnahags- og peningamálum.

RÚV í háskerpu fyrir 2014

Í dag birti Ríkisútvarpið útboðsauglýsingu á Evrópska efnahagssvæðinu um stafræna dreifingu sjónvarps. Útboðið nær til flutnings á tveimur sjónvarpsdagskrám fyrir RÚV í háskerpu til allra landsmanna að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV.

Sjá næstu 50 fréttir