Innlent

Lenti með rænulausan farþega

Flugvél frá flugfélaginu Swissair þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær vegna veikinda farþega. Vélin var á leið til San Francisco í Bandaríkjunum og hafði farþeginn fengið aðsvif og var nánast rænulaus, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og var vélinni að því búnu flogið áfram til áfangastaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×