Innlent

Samdómarar Jóns Steinars fullyrða að þeir hafi ekki rætt við blaðamann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari fullyrðir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í mogun að samdómarar sínir í Hæstarétti hafi í samtölum við sig, þverneitað því að hafa talað nafnlaust við Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamann áður en hún skrifaði grein í nýjasta hefti Mannlífs. Í greininni fjallar Sigríður Dögg um meint ósætti og flokkadrætti í Hæstarétti, þar sem persónulegir vinir Davíðs Oddssonar skipi annan hópinn en Markús Sigurbjörnsson forseti Hæstaréttar og aðrir dómarar skipi hinn.

„Í tilefni af grein um Hæstarétt, sem birt var í aprílhefti tímaritsins Mannlífs, tek ég fram að samdómarar mínir við Hæstarétt hafa allir greint mér frá því í persónulegum samtölum að þeir hafi ekki tjáð sig með nafnleynd við höfund greinarinnar um mig eða aðra starfandi dómara við réttinn. Hafa þeir heimilað mér að skýra frá þessu á opinberum vettvangi. Köpuryrði um mig sem eftir þeim eru höfð í fyrrnefndri grein eru því ekki frá þeim komin," segir í yfirlýsingu Jóns Steinar.

Afar fátítt er að hæstaréttardómari sendi fjölmiðlum yfirlýsingar.

Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má sjá viðtal sem Karen Kjartansdóttir tók við Jón Steinar á dögunum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×