Innlent

Kaupþingsstjórar fyrir dómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson eru fyrir dómi í dag. Mynd úr safni.
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson eru fyrir dómi í dag. Mynd úr safni.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer fyrirtaka í máli sérstaks saksóknara gegn öllum helstu fyrrverandi stjórnendum Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins og Ólafi Ólafssyni, eins aðaleigenda hins fallna banka, vegna svokallaðs al-Thani máls. Málið snýst um meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik í aðdraganda að falls bankans.

Í fyrirtökunni er verið að deila um aðgang verjenda sakborninga að tölvupóstum og afritunum úr símhlerunum sem sérstakur saksóknari hefur undir höndum en neitar að láta verjendum sakborninganna í té. Það er Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, sem gerir grein fyrir máli sínu í dag og talar fyrir hönd allra verjenda.

Þá er deilt um hvort tilteknir þættir í greinargerð saksóknara í málinu geti verið hluti af málsskjölum sem liggi til grundvallar væntanlegs dóms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×