Innlent

Staðreynd að ráðist er á konur í bílastæðahúsum

Sólveig Arnardóttir
Sólveig Arnardóttir
Sérmerkt kvennabílastæði eru svar við þeirri staðreynd að ráðist er á konur í bílastæðahúsum. Þetta segir íslensk leikkona sem undrast neikvæða umræðu um bílastæðin.

Mikil umræða skapaðist um bílastæðakjallara Hörpu í gær vegna sérmerktra bílastæða fyrir konur og fatlaða. Margir sögðu slík stæði vera lítillækandi fyrir konur og ekki í anda kvennréttindabaráttunnar.

Sólveig Arnarsdóttir leikkona hefur undrast þessi viðbrögð.

„Ég held að maður hljóti strax að þurfa að spyrja að því: Afhverju eru sérmerkt kvenna bílastæði í langflestum löndum? Ég held að það sé ekki vegna þess að konur séu alltaf á svo háum hælum að þær geti ekki skrönglast frá ysta og myrkasta horni bílastæðisins, heldur vegna þess að það er því miður staðreynd að konur eru í meiri hættu á að það sé ráðist á þær."

Hún segist hafa búið erlendis í mörg ár þar sem svona kvennabílastæði voru sjálfsagður hlutur í öllum bílastæðahúsum einfaldlega til að vernda konur.

„Ég get alveg sagt að ég var oft afskaplega þakklát þegar ég bjó úti að geta lagt nálægt inngangi. Því maður finnur fyrir því sem kona að það er oft óþægilegt að vera ein á ferð og manni finnst maður ekki vera óhultur. Hver sem er getur stokkið fram úr dimmu skúmaskoti," segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×