Innlent

RÚV í háskerpu fyrir 2014

Í dag birti Ríkisútvarpið útboðsauglýsingu á Evrópska efnahagssvæðinu um stafræna dreifingu sjónvarps. Útboðið nær til flutnings á tveimur sjónvarpsdagskrám fyrir RÚV í háskerpu til allra landsmanna að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV.

Gert er ráð fyrir að þjónustan verði byggð upp í áföngum og að núverandi hliðrænni dreifingu á sjónvarpsmerki RÚV verði hætt fyrir árslok 2014.

Lögð er áhersla á að áhorfendur njóti þjónustu af hámarksgæðum og einfalt og ódýrt verði að hefja notkun hennar.

Í útboðsauglýsingunni er öllum möguleikum varðandi byggingu, rekstur og eignarhald á kerfinu haldið opnum. Allt frá því að allir þessir þættir séu á hendi RÚV og til þess að enginn þeirra sé það, heldur kaupi RÚV alla dreifiþjónustu af öðrum aðila.

Gerðar verða strangar kröfur til þeirra aðila, sem teljast munu hæfir til samstarfs um þetta verkefni, varðandi fjárhagslega og tæknilega getu auk annarra hæfiskrafna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×