Innlent

Sóley Tómasdóttir: Besti flokkurinn í mótsögn varðandi umhverfismál

Magnús Halldórsson skrifar
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir stofnun hlutafélags um fjármögnun Hverahlíðavirkjunar skynsamlega leið í ljósi þess að enginn peningur er til hjá Orkuveitunni fyrir framkvæmdum. Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta vera óskynsamleg einkavæðingaráform sem láta ætti af.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, hefur fengið umboð frá stjórn félagsins til þess að ganga til samninga við fulltrúa lífeyrissjóða, og eftir atvikum Norðuráls, um stofnun sérstaks félags sem sér um fjármögnun Hverahlíðavirkjunar.

Þetta var samþykkt á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Bjarni segir að verkefnafjármögnun, af þessu tagi, sé skynsamleg en endanleg útfærsla á henni muni ráða því hvernig staðið verði að málum.

Heildarkostnaður Hverahlíðavirkjunar er áætlaður um 35 milljarðar króna og er áætlað að raforkan sem virkjunin býr til muni fara til álvers Norðuráls. Þó ekki sé enn ljóst hvernig verkefnafjármögnuninn verði útfærð, þá er horft til þess að lífeyrissjóðirnir leggi eigið fé til fyrrnefnds félags, eignist hlut í félaginu sem Orkuveitan eignast síðan aftur á, eftir ávöxtunarsamningum þar um.

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir þessi áform óskynsamleg og í mótsögn við það sem Besti flokkurinn í borgarstjórn hefur látið frá sér varðandi umhverfismál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×