Innlent

Legó íhugar að fjöldaframleiða EVE online-geimskip

Geimskipið Rifter gæti orðið vinsælt barnaleikfang.
Geimskipið Rifter gæti orðið vinsælt barnaleikfang.
Hægt er að kjósa á heimasíðu Legó hvort leikfangafyrirtækið skuli hefja framleiðslu á geimförum eftir hönnun úr leiknum EVE online. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP sem gerir út leikinn en geimskipið var meðal annars framleitt fyrir aðdáendahátíð CCP sem var á dögunum.

Nú íhugar leikfangaframleiðandinn að framleiða svona leikföng áfram og það yrði þá selt á undir 100 dollara sem eru um 12 þúsund krónur.

Aftur á móti þurfa þeir sem vilja að geimskipin verði framleidd kjósa á heimasíðu Legó en ef tíu þúsund manns kjósa þá verður lagst í framleiðsluna. Þegar þetta er skrifað vantar aðeins um 200 upp á að geimskipið verðir framleitt.

Hægt er að nálgast heimasíðu Legó hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×