Innlent

Níunda stúlkan á 100 árum varð inspector scholae í dag

Í stjórn Skólafélags MR eru auk Harnar, Birna Ketilsdóttir Schram, scriba scholaris, Sólveig Ásta Einarsdóttir, quaestor scholaris, Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir, collega og Magnús Sigurðarson collega.
Í stjórn Skólafélags MR eru auk Harnar, Birna Ketilsdóttir Schram, scriba scholaris, Sólveig Ásta Einarsdóttir, quaestor scholaris, Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir, collega og Magnús Sigurðarson collega.
Ný stjórn Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík tók við í dag en Hörn Heiðarsdóttir er inspector scholae. Hún er níunda stúlkan til að gegna því embætti í meira en hundrað ára sögu skólans.

Átta ár eru síðan stúlka gegndi því embætti síðast. Stelpur eru einnig í meirihluta í stjórn Skólafélagsins, en þær eru í fjórum embættum af fimm. Sjaldgæft er að stúlkur séu þar í meirihluta. Kosið var í embættin í lok mars.

Í stjórn Skólafélags MR eru auk Harnar, Birna Ketilsdóttir Schram, scriba scholaris, Sólveig Ásta Einarsdóttir, quaestor scholaris, Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir, collega og Magnús Sigurðarson collega.

Það var mikið um að vera í MR í dag því þá dimmiteruðu einnig 6. bekkingar skólans en stúdentsprófin eru nýhafin. Aðrir bekkir byrja í prófum í næstu viku. Brautskráning verður 1. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×