Fleiri fréttir Rúmlega 500 sjómenn mótmæla frumvarpi 537 sjómenn hafa skrifað undir mótmæli gegn frumvarpa um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í tilkynningu frá þeim segir að þeir mótmæli þeirri grímulausu aðför að kjörum sínum sem við blasir í þeim frumvörpum sem fram eru komin um breytingar á stjórn fiskveiða. 25.4.2012 17:59 Fær níu milljónir í skaðabætur vegna gangaslags í MR Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða fyrrverandi nema Menntaskólans í Reykjavík um það bil níu milljónir króna í miskabætur. Maðurin er tólf prósent öryki eftir að hafa hálsbrotnað í svokölluðum gangaslag í MR sem haldinn var ár hvert í skólanum en hefur nú verið lagður af. 25.4.2012 17:47 Agnes verður næsti biskup Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli, verður næsti biskup Íslands. Niðurstöður talningar í síðari umferð biskupskjörsins voru kunngjörðar á Dómkirkjuloftinu á fjórða tímanum í dag. Séra Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, var einnig í kjöri. Nýr biskup verður vígður í lok júní. 25.4.2012 15:36 Halda alþjóðlega hjólakeppni á Íslandi Alþjóðlega hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin á Íslandi dagana 19. júní -22. júní. Í keppninni munu 20 fjögurra manna lið keppa sín á milli um hvaða lið mun koma fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1332 kílómetra hringinn í kringum landið. Hjólakeppnir sem slíkar eru vinsælar erlendis og þótti aðstandum keppninnar tími til kominn að Ísland gæti boðið upp á keppni sem yrði eftirsótt á erlendri grundu, ekki síst vegna miðnætursólarinnar. Markmiðið er ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Liðin safna áheitum og í samvinnu við Barnaheill - Save the Children á Íslandi verður efnt til átaksverkefnis um heilsu og hreyfingu barna. 25.4.2012 15:28 Segir fjármálaráðuneytið hafa rænt Lífeyrissjóðnum Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir að fjármálaráðuneytið hafi rænt Lífeyrissjóði Kópavogsbæjar. Þetta sagði hann þegar hann gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í máli gegn stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar og framkvæmdastjóra sjóðsins. 25.4.2012 14:04 Nýr biskup þakklátur stuðningsmönnum sínum "Nú þegar úrslit liggja fyrir í biskupskjörinu er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til þeirra er hvöttu mig til að gefa kost á mér til embættis Biskups Íslands,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin Biskup Íslands. Í yfirlýsingu segist hún þakklát þeim sem hafi stutt sig og hjálpað sér. "Bið ég Guð að launa það allt og blessa þau öll,“ segir Agnes. 25.4.2012 16:11 Toyota stolið Toyota Corolla árgerð 1997, eiturgrænn að lit, var stolið í úthverfi Kópavogs í gær. Bíllinn er í eigu bláfátæks námsmanns í Háskóla Íslands og er tjónið því tilfinnanlegt þótt bíllinn sé ekki verðmætur. Bílnúmerið er UX 945. 25.4.2012 14:58 Síðasti dagur vitnaleiðsla í Vítisenglamálinu Nú er að ljúka vitnaleiðslum í Vítisenglamálinu svokallaða en þar er fólk sem sagt er tengjast mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, ákært fyrir hrottalega líkamsárás. Einnig er um meint kynferðisbrot að ræða og því hefur þinghald í málinu verið lokað. Hinir ákærðu hafa setið í varðhaldi frá því málið kom upp en þau voru handtekin í janúar. Þar á meðal er Einar "Boom" Marteinsson, sem þá var forsprakki Vítisengla. Hann hefur nú af eigin sögn hætt í félagsskapnum. 25.4.2012 14:40 Átján tillögur um nýtt fangelsi Átján tillögur bárust í samkeppni um hönnun fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík en frestur til að skila tillögum rann út 16. apríl síðastliðinn. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í dag til að hefja mat á tillögunum. 25.4.2012 13:39 Stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar svarar til saka Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs, segist engar ákvarðanir hafa tekið um lánveitingar sjóðsins. Þessu svaraði hún þegar saksóknari spurði hana út í lánveitingar sjóðsins upp á 320 milljónir til Kópavogsbæjar í byrjun október á árinu 2009. Saksóknari telur að þessar lánveitingar hafi verið ólöglegar. Sigrún Ágústa svarar því til að stjórn sjóðsins hafi ráðið för. 25.4.2012 13:09 Misskilningur vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum Misskilnings hefur gætt hér á landi, bæði meðal neytenda og framleiðenda, vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum. Þetta segir matvælafræðingur hjá Matvælastofnun. Engar undantekningar eru á því að merkja skal matvæli ef þau innihalda erðabreytt efni, sama hversu lítið magnið er. 25.4.2012 12:51 Var það andsvar Ögmundar sem jók gubbupestina? Kristján L. Möller, helsti baráttumaður Vaðlaheiðarganga, segir að gubbupest sín hafi aukist þegar hann hlustaði rúmfastur í gærkvöldi á ræður sumra á Alþingi um jarðgöngin. Kristján gefur í skyn að það hafi verið andsvar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem hafði þessi áhrif. 25.4.2012 12:20 Hægri grænir kynna stefnumálin á Múlakaffi Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur opnað nýja heimasíðu og á morgun verður forysta flokksins og stefna hans kynnt á Múlakaffi. Formaður flokksins er Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur. 25.4.2012 12:07 Nýr flughermir tekinn í notkun Flugskóli Íslands hefur látið uppfæra flughermi sinn sem mun gerbreyta allri þjálfun flugnema hér á landi. Flughermirinn var uppfærður hjá franska framleiðandanum ALSIM og sá Eimskip um að flytja flugherminn til uppfærslu í Frakklandi og aftur heim til Íslands. 25.4.2012 11:56 Bræður dæmdir fyrir líkamsárás á Ráðhústorginu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi bræður á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Annar bróðirinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm, en hann var á skilorði vegna annars brots. Sex mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir. 25.4.2012 11:46 Braut gróflega gegn stjúpdóttur sinni Rösklega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. 25.4.2012 11:20 Umsóknir um strandveiðar streyma inn Umsóknir um strandveiðileyfi í sumar streyma nú inn til Fiskistofu, eftir að farið var að taka á móti þeim í gær. Talið er að hátt í sjö hundruð bátar muni stunda veiðarnar í sumar. 25.4.2012 11:18 Telja fundinn legstað Magnúsar lagabætis Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. 25.4.2012 11:00 Staða sendinga sést í snjallsíma Eimskip hefur tekið í notkun nýtt snjallforrit (eða „app“) sem býður viðskiptavinum fyrirtækisins upp á að fá nákvæmar rauntímaupplýsingar í snjallsíma um stöðu sendinga. 25.4.2012 10:30 Kjörstjórn vinnur hörðum höndum á Dómkirkjuloftinu Kjörstjórn í biskupkosningunum lokaði sig af á Dómkirkjuloftinu klukkan tíu í morgun og mun sitja við talningu atkvæða í seinni umferð kosninganna fram eftir degi. Tveir eru í framboði þau Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, og Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, en þau fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. 25.4.2012 10:20 Leiðin frá hugmynd að frumgerð oft löng Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. 25.4.2012 10:00 Stór hluti andvígur fjárfestingum í stóriðju Um 47% landsmanna eru andvígir því að lífeyrissjóðurinn þeirra leggi fjármagn í frekari virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju, um 34% eru því hlynntir og um 19% eru hvorki hlynntir né andvígir. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Græna netið, Náttúruverndasamtök Íslands og Landvernd í byrjun apríl. Úrtakið var 1350 manns á landinu öllu, átján ára og eldri sem valdir eru af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og var svarhlutfall rúm 63%. 25.4.2012 09:11 Vill að Kringlan og Smáralind séu lokuð 1. maí Stefán Einar Stefánsson formaður VR fer þess á leit að forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar endurskoði þá ákvörðun sína að hafa opið þann fyrsta maí, á baráttudegi alls launafólks. 25.4.2012 07:46 Nýr biskup verður valinn í dag Nýr biskup þjóðkirkju Íslands verður valinn í dag. Talningu í seinni umferð atkvæðagreiðslu um biskupskjörið lýkur seinni partinn, en hún hefst klukkan tíu. Talningin fer fram á háalofti Dómkirkjunnar, líkt og hefur tíðkast áður. 25.4.2012 07:30 Fjárfestar féllu frá tilboði sínu í Perluna Hópur fjárfesta sem gerði hæsta tilboð í Perluna á Öskjuhlíð hefur fallið frá tilboðinu og segir í yfirlýsingu frá hópnum, sem RÚV greinir frá, að borgaryfirvöld séu að eyðileggja söluferlið. 25.4.2012 07:28 Líkamsárás á Laugarveginum Karlmaður var sleginn og skallaður á Laugaveginum í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi. 25.4.2012 07:24 Handhafar kvóta fái nýtingarleyfi til 20 ára Þingmennirnir Mörður Árnason og Valgerður Bjarandóttir hafa lagt fram breytingatillögu við frumvarpið um stjórn fiskveiða. 25.4.2012 07:05 Þingmál ná ekki í nefndir Algjör óvissa ríkir um hvernig starfi Alþingis verður háttað fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og 29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim málum fyrir sumarleyfi, en þingi á samkvæmt dagskrá að ljúka 31. maí. 25.4.2012 07:00 Tveir menn í fíkniefnavímu brutust inn í kjallaraíbúð Tveir karlmenn undir áhrifum fíkniefna brutu sér leið inn í kjallaraíbúð í austurborginni í nótt og gerðu sig líklega til að ræna þar verðmætum, en húsráðandi var heima. 25.4.2012 06:47 Kar fullt af fiski axlarbraut konu Kona axlarbrotnaði þegar á hana féllu kör full af fiski í fiskvinnslu í Vogum á mánudag. 25.4.2012 06:30 Ólíkar áherslur í fyrirsögnum Fjölmiðlar Í frásögnum erlendra fjölmiðla af úrskurði Landsdóms er í fyrirsögnum ýmist lögð áhersla á að Geir Haarde hafi verið sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, eða að dómstóllinn hafi ekki séð ástæðu til að gera honum refsingu. 25.4.2012 06:30 Á sakaferil allt frá árinu 1999 Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í ársfangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, önnur umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt. 25.4.2012 06:00 Umfangsmikil rannsókn á starfi fréttamanna Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun veita eina milljón króna til hóps íslenskra fræðimanna vegna þátttöku þeirra í alþjóðlegri rannsókn meðal blaða- og fréttamanna. Katrín Jakobsdóttir ráðherra ákvað fjárveitinguna á mánudag. 25.4.2012 05:30 RÚV fær enga styrki frá ESB RÚV tekur ekki við styrkjum eða öðrum fjármunum frá Evrópusambandinu eða stofnunum sem því eru tengdar til að kynna starfsemi ESB eða til fréttaöflunarferða eða dagskrárgerðar. 25.4.2012 05:30 Getur þýtt gjaldþrot eða frekari aðlögun Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. 25.4.2012 04:00 Tölvuöryggi í viðskiptum rætt Tölvuöryggi í viðskiptum er viðfangsefni hádegisfundar Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, á morgun fimmtudag. Fundurinn, sem hefst klukkan tólf í ráðstefnusal Þjóðminjasafns við Suðurgötu, á að standa í klukkustund. 25.4.2012 02:00 Deilan um Kerið: Ágætur gjörningur sem vakti athygli á vandamálinu "Það vantar heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir Sigurdór Sigurðsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, Allra handa, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. 24.4.2012 21:00 Viðtal við móður Eyþórs Darra "Þó ég geri mér grein fyrir að hann er látinn, þá finnst mér stundum eins og hann sé að koma hlaupandi upp tröppurnar." Þetta segir móðir Eyþórs Darra Róbertssonar sem lést daginn fyrir átján ára afmælið sitt, eftir að hafa lent í bílslysi við Mýrargötu í Reykjavík. Móðir hans bíður þess nú hvort ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur ökumanni bílsins, einum besta vini sonar hennar. Í meðfylgjandi mynskeiði ræðir Erla Hlynsdóttir við móður Eyþórs Darra, Lilju Huld Steinþórsdóttur, um lífið með sorginni. 24.4.2012 20:07 Fréttamaður flaug á hausinn: Prófaði rafknúið hjólabretti Nemendur í Vélaverkfræði við Háskóla Íslands hafa fundið leiðir til að auka á leti landans og er sjálfvirkur boltakastari á meðal þess sem hefur sprottið úr hugmyndasmiðju þeirra. Hugrún Halldórsdóttir þurfti samt sem áður að hafa örlítið fyrir hlutunum þegar hún fékk að prufukeyra fjarstýrðu hjólabretti í dag. 24.4.2012 20:30 Sá örn klófesta fýl Spurningar hafa vaknað um hvort að hafernir hafi gert sér hreiður í Esjunni, borgarfjalli Reykvíkinga, eftir að mynd náðist af tignarlegum erni þar á flugi fyrir skömmu. 24.4.2012 20:00 Efast um afleiðingar hrunsins ef ráðherrar hefðu fundað Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, efast um að bankahrunið hefði skollið á með þeim hætti sem það gerði ef ráðherrar hefðu fundað reglulega um stöðu efnahagsmála í aðdraganda hrunsins. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á Alþingi í dag. 24.4.2012 19:30 Landspítalinn kominn að þolmörkum Níu milljörðum minna er varið til reksturs Landspítalans en árið 2007 en verkefnum starfsfólks hefur fjölgað. Eitthvað hlýtur að láta undan ef gengið veður lengra segir Björn Zoëga, forstjóri spítalans. 24.4.2012 19:00 Vitnisburður Davíðs hafði grundvallarþýðingu Vitnisburður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, virðist hafa haft grundvallarþýðingu fyrir sakfellingu Geirs Haarde varðandi fjórða lið ákærunnar í Landsdómsmálinu. 24.4.2012 19:00 Svört álitsgerð LEX sýnir fram á fjöldagjaldþrot Í álitsgerðum lögmannsstofunnar LEX og endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte kemur fram að frumvörpin leiði til fjöldagjaldþrota og brjóti gegn stjórnarskránni. 24.4.2012 18:41 Á annað hundrað konur sauma Mæðrablómið 2012 Á annað hundrað konur eru nú staddar í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem þær sauma og sníða Mæðrablómið 2012. Blómið, sem er hannað af Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuði, er til styrktar menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur. 24.4.2012 17:44 Sjá næstu 50 fréttir
Rúmlega 500 sjómenn mótmæla frumvarpi 537 sjómenn hafa skrifað undir mótmæli gegn frumvarpa um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í tilkynningu frá þeim segir að þeir mótmæli þeirri grímulausu aðför að kjörum sínum sem við blasir í þeim frumvörpum sem fram eru komin um breytingar á stjórn fiskveiða. 25.4.2012 17:59
Fær níu milljónir í skaðabætur vegna gangaslags í MR Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða fyrrverandi nema Menntaskólans í Reykjavík um það bil níu milljónir króna í miskabætur. Maðurin er tólf prósent öryki eftir að hafa hálsbrotnað í svokölluðum gangaslag í MR sem haldinn var ár hvert í skólanum en hefur nú verið lagður af. 25.4.2012 17:47
Agnes verður næsti biskup Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli, verður næsti biskup Íslands. Niðurstöður talningar í síðari umferð biskupskjörsins voru kunngjörðar á Dómkirkjuloftinu á fjórða tímanum í dag. Séra Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, var einnig í kjöri. Nýr biskup verður vígður í lok júní. 25.4.2012 15:36
Halda alþjóðlega hjólakeppni á Íslandi Alþjóðlega hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin á Íslandi dagana 19. júní -22. júní. Í keppninni munu 20 fjögurra manna lið keppa sín á milli um hvaða lið mun koma fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1332 kílómetra hringinn í kringum landið. Hjólakeppnir sem slíkar eru vinsælar erlendis og þótti aðstandum keppninnar tími til kominn að Ísland gæti boðið upp á keppni sem yrði eftirsótt á erlendri grundu, ekki síst vegna miðnætursólarinnar. Markmiðið er ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Liðin safna áheitum og í samvinnu við Barnaheill - Save the Children á Íslandi verður efnt til átaksverkefnis um heilsu og hreyfingu barna. 25.4.2012 15:28
Segir fjármálaráðuneytið hafa rænt Lífeyrissjóðnum Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir að fjármálaráðuneytið hafi rænt Lífeyrissjóði Kópavogsbæjar. Þetta sagði hann þegar hann gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í máli gegn stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar og framkvæmdastjóra sjóðsins. 25.4.2012 14:04
Nýr biskup þakklátur stuðningsmönnum sínum "Nú þegar úrslit liggja fyrir í biskupskjörinu er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til þeirra er hvöttu mig til að gefa kost á mér til embættis Biskups Íslands,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin Biskup Íslands. Í yfirlýsingu segist hún þakklát þeim sem hafi stutt sig og hjálpað sér. "Bið ég Guð að launa það allt og blessa þau öll,“ segir Agnes. 25.4.2012 16:11
Toyota stolið Toyota Corolla árgerð 1997, eiturgrænn að lit, var stolið í úthverfi Kópavogs í gær. Bíllinn er í eigu bláfátæks námsmanns í Háskóla Íslands og er tjónið því tilfinnanlegt þótt bíllinn sé ekki verðmætur. Bílnúmerið er UX 945. 25.4.2012 14:58
Síðasti dagur vitnaleiðsla í Vítisenglamálinu Nú er að ljúka vitnaleiðslum í Vítisenglamálinu svokallaða en þar er fólk sem sagt er tengjast mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, ákært fyrir hrottalega líkamsárás. Einnig er um meint kynferðisbrot að ræða og því hefur þinghald í málinu verið lokað. Hinir ákærðu hafa setið í varðhaldi frá því málið kom upp en þau voru handtekin í janúar. Þar á meðal er Einar "Boom" Marteinsson, sem þá var forsprakki Vítisengla. Hann hefur nú af eigin sögn hætt í félagsskapnum. 25.4.2012 14:40
Átján tillögur um nýtt fangelsi Átján tillögur bárust í samkeppni um hönnun fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík en frestur til að skila tillögum rann út 16. apríl síðastliðinn. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í dag til að hefja mat á tillögunum. 25.4.2012 13:39
Stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar svarar til saka Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs, segist engar ákvarðanir hafa tekið um lánveitingar sjóðsins. Þessu svaraði hún þegar saksóknari spurði hana út í lánveitingar sjóðsins upp á 320 milljónir til Kópavogsbæjar í byrjun október á árinu 2009. Saksóknari telur að þessar lánveitingar hafi verið ólöglegar. Sigrún Ágústa svarar því til að stjórn sjóðsins hafi ráðið för. 25.4.2012 13:09
Misskilningur vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum Misskilnings hefur gætt hér á landi, bæði meðal neytenda og framleiðenda, vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum. Þetta segir matvælafræðingur hjá Matvælastofnun. Engar undantekningar eru á því að merkja skal matvæli ef þau innihalda erðabreytt efni, sama hversu lítið magnið er. 25.4.2012 12:51
Var það andsvar Ögmundar sem jók gubbupestina? Kristján L. Möller, helsti baráttumaður Vaðlaheiðarganga, segir að gubbupest sín hafi aukist þegar hann hlustaði rúmfastur í gærkvöldi á ræður sumra á Alþingi um jarðgöngin. Kristján gefur í skyn að það hafi verið andsvar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem hafði þessi áhrif. 25.4.2012 12:20
Hægri grænir kynna stefnumálin á Múlakaffi Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur opnað nýja heimasíðu og á morgun verður forysta flokksins og stefna hans kynnt á Múlakaffi. Formaður flokksins er Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur. 25.4.2012 12:07
Nýr flughermir tekinn í notkun Flugskóli Íslands hefur látið uppfæra flughermi sinn sem mun gerbreyta allri þjálfun flugnema hér á landi. Flughermirinn var uppfærður hjá franska framleiðandanum ALSIM og sá Eimskip um að flytja flugherminn til uppfærslu í Frakklandi og aftur heim til Íslands. 25.4.2012 11:56
Bræður dæmdir fyrir líkamsárás á Ráðhústorginu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi bræður á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Annar bróðirinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm, en hann var á skilorði vegna annars brots. Sex mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir. 25.4.2012 11:46
Braut gróflega gegn stjúpdóttur sinni Rösklega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. 25.4.2012 11:20
Umsóknir um strandveiðar streyma inn Umsóknir um strandveiðileyfi í sumar streyma nú inn til Fiskistofu, eftir að farið var að taka á móti þeim í gær. Talið er að hátt í sjö hundruð bátar muni stunda veiðarnar í sumar. 25.4.2012 11:18
Telja fundinn legstað Magnúsar lagabætis Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. 25.4.2012 11:00
Staða sendinga sést í snjallsíma Eimskip hefur tekið í notkun nýtt snjallforrit (eða „app“) sem býður viðskiptavinum fyrirtækisins upp á að fá nákvæmar rauntímaupplýsingar í snjallsíma um stöðu sendinga. 25.4.2012 10:30
Kjörstjórn vinnur hörðum höndum á Dómkirkjuloftinu Kjörstjórn í biskupkosningunum lokaði sig af á Dómkirkjuloftinu klukkan tíu í morgun og mun sitja við talningu atkvæða í seinni umferð kosninganna fram eftir degi. Tveir eru í framboði þau Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, og Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, en þau fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. 25.4.2012 10:20
Leiðin frá hugmynd að frumgerð oft löng Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. 25.4.2012 10:00
Stór hluti andvígur fjárfestingum í stóriðju Um 47% landsmanna eru andvígir því að lífeyrissjóðurinn þeirra leggi fjármagn í frekari virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju, um 34% eru því hlynntir og um 19% eru hvorki hlynntir né andvígir. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Græna netið, Náttúruverndasamtök Íslands og Landvernd í byrjun apríl. Úrtakið var 1350 manns á landinu öllu, átján ára og eldri sem valdir eru af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og var svarhlutfall rúm 63%. 25.4.2012 09:11
Vill að Kringlan og Smáralind séu lokuð 1. maí Stefán Einar Stefánsson formaður VR fer þess á leit að forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar endurskoði þá ákvörðun sína að hafa opið þann fyrsta maí, á baráttudegi alls launafólks. 25.4.2012 07:46
Nýr biskup verður valinn í dag Nýr biskup þjóðkirkju Íslands verður valinn í dag. Talningu í seinni umferð atkvæðagreiðslu um biskupskjörið lýkur seinni partinn, en hún hefst klukkan tíu. Talningin fer fram á háalofti Dómkirkjunnar, líkt og hefur tíðkast áður. 25.4.2012 07:30
Fjárfestar féllu frá tilboði sínu í Perluna Hópur fjárfesta sem gerði hæsta tilboð í Perluna á Öskjuhlíð hefur fallið frá tilboðinu og segir í yfirlýsingu frá hópnum, sem RÚV greinir frá, að borgaryfirvöld séu að eyðileggja söluferlið. 25.4.2012 07:28
Líkamsárás á Laugarveginum Karlmaður var sleginn og skallaður á Laugaveginum í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi. 25.4.2012 07:24
Handhafar kvóta fái nýtingarleyfi til 20 ára Þingmennirnir Mörður Árnason og Valgerður Bjarandóttir hafa lagt fram breytingatillögu við frumvarpið um stjórn fiskveiða. 25.4.2012 07:05
Þingmál ná ekki í nefndir Algjör óvissa ríkir um hvernig starfi Alþingis verður háttað fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og 29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim málum fyrir sumarleyfi, en þingi á samkvæmt dagskrá að ljúka 31. maí. 25.4.2012 07:00
Tveir menn í fíkniefnavímu brutust inn í kjallaraíbúð Tveir karlmenn undir áhrifum fíkniefna brutu sér leið inn í kjallaraíbúð í austurborginni í nótt og gerðu sig líklega til að ræna þar verðmætum, en húsráðandi var heima. 25.4.2012 06:47
Kar fullt af fiski axlarbraut konu Kona axlarbrotnaði þegar á hana féllu kör full af fiski í fiskvinnslu í Vogum á mánudag. 25.4.2012 06:30
Ólíkar áherslur í fyrirsögnum Fjölmiðlar Í frásögnum erlendra fjölmiðla af úrskurði Landsdóms er í fyrirsögnum ýmist lögð áhersla á að Geir Haarde hafi verið sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, eða að dómstóllinn hafi ekki séð ástæðu til að gera honum refsingu. 25.4.2012 06:30
Á sakaferil allt frá árinu 1999 Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í ársfangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, önnur umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt. 25.4.2012 06:00
Umfangsmikil rannsókn á starfi fréttamanna Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun veita eina milljón króna til hóps íslenskra fræðimanna vegna þátttöku þeirra í alþjóðlegri rannsókn meðal blaða- og fréttamanna. Katrín Jakobsdóttir ráðherra ákvað fjárveitinguna á mánudag. 25.4.2012 05:30
RÚV fær enga styrki frá ESB RÚV tekur ekki við styrkjum eða öðrum fjármunum frá Evrópusambandinu eða stofnunum sem því eru tengdar til að kynna starfsemi ESB eða til fréttaöflunarferða eða dagskrárgerðar. 25.4.2012 05:30
Getur þýtt gjaldþrot eða frekari aðlögun Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. 25.4.2012 04:00
Tölvuöryggi í viðskiptum rætt Tölvuöryggi í viðskiptum er viðfangsefni hádegisfundar Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, á morgun fimmtudag. Fundurinn, sem hefst klukkan tólf í ráðstefnusal Þjóðminjasafns við Suðurgötu, á að standa í klukkustund. 25.4.2012 02:00
Deilan um Kerið: Ágætur gjörningur sem vakti athygli á vandamálinu "Það vantar heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir Sigurdór Sigurðsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, Allra handa, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. 24.4.2012 21:00
Viðtal við móður Eyþórs Darra "Þó ég geri mér grein fyrir að hann er látinn, þá finnst mér stundum eins og hann sé að koma hlaupandi upp tröppurnar." Þetta segir móðir Eyþórs Darra Róbertssonar sem lést daginn fyrir átján ára afmælið sitt, eftir að hafa lent í bílslysi við Mýrargötu í Reykjavík. Móðir hans bíður þess nú hvort ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur ökumanni bílsins, einum besta vini sonar hennar. Í meðfylgjandi mynskeiði ræðir Erla Hlynsdóttir við móður Eyþórs Darra, Lilju Huld Steinþórsdóttur, um lífið með sorginni. 24.4.2012 20:07
Fréttamaður flaug á hausinn: Prófaði rafknúið hjólabretti Nemendur í Vélaverkfræði við Háskóla Íslands hafa fundið leiðir til að auka á leti landans og er sjálfvirkur boltakastari á meðal þess sem hefur sprottið úr hugmyndasmiðju þeirra. Hugrún Halldórsdóttir þurfti samt sem áður að hafa örlítið fyrir hlutunum þegar hún fékk að prufukeyra fjarstýrðu hjólabretti í dag. 24.4.2012 20:30
Sá örn klófesta fýl Spurningar hafa vaknað um hvort að hafernir hafi gert sér hreiður í Esjunni, borgarfjalli Reykvíkinga, eftir að mynd náðist af tignarlegum erni þar á flugi fyrir skömmu. 24.4.2012 20:00
Efast um afleiðingar hrunsins ef ráðherrar hefðu fundað Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, efast um að bankahrunið hefði skollið á með þeim hætti sem það gerði ef ráðherrar hefðu fundað reglulega um stöðu efnahagsmála í aðdraganda hrunsins. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á Alþingi í dag. 24.4.2012 19:30
Landspítalinn kominn að þolmörkum Níu milljörðum minna er varið til reksturs Landspítalans en árið 2007 en verkefnum starfsfólks hefur fjölgað. Eitthvað hlýtur að láta undan ef gengið veður lengra segir Björn Zoëga, forstjóri spítalans. 24.4.2012 19:00
Vitnisburður Davíðs hafði grundvallarþýðingu Vitnisburður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, virðist hafa haft grundvallarþýðingu fyrir sakfellingu Geirs Haarde varðandi fjórða lið ákærunnar í Landsdómsmálinu. 24.4.2012 19:00
Svört álitsgerð LEX sýnir fram á fjöldagjaldþrot Í álitsgerðum lögmannsstofunnar LEX og endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte kemur fram að frumvörpin leiði til fjöldagjaldþrota og brjóti gegn stjórnarskránni. 24.4.2012 18:41
Á annað hundrað konur sauma Mæðrablómið 2012 Á annað hundrað konur eru nú staddar í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem þær sauma og sníða Mæðrablómið 2012. Blómið, sem er hannað af Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuði, er til styrktar menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur. 24.4.2012 17:44