Fleiri fréttir

Verulegar líkur á uppsögn kjarasamninga í janúar

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verulegar líkur séu á því að heimild til uppsagnar kjarasamninga muni skapast í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu Vilmundar á aðalfundi SA sem fram fór í dag. Þar benti hann á að kjarasamningarnir sem nú séu í gildi séu bundnir forsendum um þróun kaupmáttar, verðbólgu, gengi krónunnar og efndum ríkisstjórnarinnar.

Skuldurum hjálpað í gegnum barnabætur

Stjórnvöld ræða mögulegar hækkanir barnabóta til að bregðast við greiðsluvanda barnafjölskyldna. Flatar niðurfellingar á skuldum koma ekki til greina.

Ellefu prósent telja barn sitt hafa orðið fyrir einelti

Ellefu prósent foreldra grunnskólabarna í Reykjavík telja að barn sitt hafi orðið fyrir einelti síðasta árið. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Það er þó lækkun frá því í fyrra en þá töldu sextán prósent foreldra barn sitt hafa orðið fyrir einelti. Í könnuninni kemur einnig fram að 84 prósent foreldra eru ánægðir með skóla barns síns og hefur ánægjan ekki mælst meiri frá árinu 2002.

Taka þarf sjávarútvegsfrumvörpin til gagngerrar skoðunar

Bæjarráð Hornafjarðar hefur samþykkti umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðigjöld en þar eru gerðar verulegar athugasemdir við frumvörpin og einstakar greinar þeirra. Í tilkynningu bæjarráðs segir að frumvarp til laga um stjórn fiskveiða þurfi að taka til gagngerrar skoðunar og að lækka þurfi veiðigjöld verulega. Þá segir að óbreytt lami það fjárfestingu í sjávarútvegi, kæfi nýsköpun og framþróun greinarinnar og þar með þær byggðir sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi.

Tíndu kaffimál og sígarettustubba

Nemendur í Hagaskóla í Reykjavik sýndu samfélagsábyrgð í morgun og týndu upp rusl í næsta nágrenni skólans. Þau tóku þar með áskorun borgarstarfsmanna um að hver og einn legði sitt af mörkum til að hreinsa borgina eftir veturinn.

Icelandair styrkir landsliðin

Í dag var undirritaður styrktarsamningur þess efnis að Icelandair gerðist aðalstyrktaraðili Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og um leið fjögurra sérsambanda innan þess, Körfuknattleikssambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknattleikssambands Íslands og Golfsambands Íslands.

Íslendingar safnað mestu - miðað við höfðatölu

Sautján milljónir króna hafa nú safnast hér á landi fyrir neyðaraðgerðum á Sahel-svæðinu en UNICEF stendur fyrir framtakinu. Allar landsnefndir UNICEF standa að söfnuninni og hafa viðbrögð Íslendinga verið mjög sterk. Nú er svo komið að framlögin frá Íslandi eru hæst miðað við höfðatölu.

Með 13 milljónir í áhorf - fékk vinnu hjá Youtube

"Ég bjóst alls ekki við þessu. Það kom mér mjög á óvart þegar ég sá að fólk hafði áhuga á þessu,“ segir Birgir Páll Bjarnason, tuttugu og fjörurra ára Reykvíkingur, sem er heldur betur að slá í gegn hjá myndbandasíðunni Youtube.com.

Wipeout braut í Laugardalslaug

Laugardalslaug opnar í fyrramálið eftir þriggja daga lokun vegna framvkæmda og endurbóta. Á morgun, sumardaginn fyrsta, geta börnin því notið nýrra leiktækja sem sett hafa verið upp, meðal annars "jakahlaupabraut" í stíl við þrautirnar í Wipeout þáttunum vinsælu. Þá hafa verið settar upp svokallaðar slöngubrautir fyrir yngstu börnin.

Komnir í gegn á Hrafnseyrarheiði

Hrafnseyrarheiði var opnuð fyrir umferð um tíuleytið í morgun, í fyrsta sinn frá því í desember. Vegagerðarmenn hafa í morgun unnið að því skrapa ís af veginum norðanmegin og átti því verki að ljúka nú um hádegisbil, að sögn Geirs Sigurðssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði. Þá eru snjómokstursmenn langt komnir með að ryðja Dynjandisheiði og lýkur því verki um miðjan dag. Þar með opnast Vestfjarðavegur milli Flókalundar og Þingeyrar og unnt verður á ný að komast akandi stystu leið á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar.

Ragnar greiði Árna og Friðriki miskabætur

Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða þeim Árna Haukssyni og Friðriki Hallbirni Karlssyni, hvorum fyrir sig, 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir að kalla þá í blaðagreinum í Morgunblaðinu á síðasta ári "féfletta". Þá skulu ummælin vera dauð og ómerk. Þá skal Ragnar greiða stefnendum 200 þúsund krónur til að kosta birtingu dómsins í opinuberu blaði. Að auki skal Ragnar greiða þeim Árna og Friðriki 600 þúsund krónur í málskostnað.

Sjampóbrúsarnir rugla fíkniefnahundana í ríminu

Hluti efnanna sem Pólverjarnir þrír reyndu að smygla hingað til lands á sunnudagsmorgun var falinn í sjampóbrúsum, líkt og 187 grömm af kókaíni sem fundust í Leifsstöð 6. apríl síðastliðinn.

Grunaðir um að hafa smyglað hingað áður

Hundurinn Nelson kom upp um smygl á um tíu kílóum af amfetamíni frá Póllandi. Einn mesti fíkniefnafundur í Leifsstöð í langan tíma. Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir eru taldir hafa smyglað hingað fíkniefnum áður.

Gátu ekki keypt Víkingalottómiða

Sölukerfið hjá Íslenskri getspá lá niðri um stund í morgun vegna uppfærslu. Að sögn Stefán Konráðssonar, forstjóra Íslenskrar getspá, voru þetta um 15 mínútur sem kerfið lá niðri. Spilarar í Víkingalottóinu gátu því ekki keypt miða en það er allt saman komið í lag núna. Dregið verður út í Víkingalottóinu í kvöld.

Landsmönnum fjölgaði um 500

Fjöldi Íslendinga er kominn yfir 320.000 manns. Í lok 1. ársfjórðungs ársins bjuggu 320.060 manns á Íslandi og fjölgaði landsmönnum um 500 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 20.950 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 203.970 manns. Á 1. ársfjórðungi 2012 fæddust 1.060 börn, en 560 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 10 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 130 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 140 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Vænn kolmunni á stóru svæði

Vænn kolmunni veiðist á stóru svæði en skip HB Granda hafa verið á veiðum syðst í færeysku lögsögunni undanfarna daga. Þangað er um 35 klukkustunda sigling enda er veiðisvæðið 430 sjómílum frá Vopnafirði þar sem skipin landa.

Ný aðferðafræði við eldi í sjó lofar góðu

Fjarðalax slátrar tíu til tólf tonnum af laxi á viku úr fyrstu kynslóð seiða í Tálknafirði. Fyrirtækið hyggst framleiða 10.000 tonn af laxi á ári. Forsvarsmenn óttast að stjórnsýslan meðtaki ekki rök þeirra fyrir nýju eldismódeli.

Níu mál tengd Landsbanka til rannsóknar

Embætti sérstaks saksóknara framkvæmdi húsleitir á þremur stöðum í Lúxemborg í gær í tengslum við rannsókn embættisins á meintri markaðsmisnotkun og umboðssvikum innan gamla Landsbankans fyrir bankahrun. Sex manns frá embættinu flugu utan í gærmorgun og nutu aðstoðar 24 starfsmanna rannsóknarlögreglunnar í Lúxemborg við húsleitirnar. Fréttastofa Stöðvar 2 skýrði fyrst frá málinu í gærkvöldi.

Munu hvetja ráðherrann til umbóta

Falun Gong eru væntanlegir hingað til lands vegna komu forsætisráðherra Kína á föstudag. Forsætisráðherranum verður ekki mótmælt heldur hvattur til umbóta. Þórdís Hauksdóttir, framhaldsskólakennari og iðkandi, ræddi um Falun Gong, mannréttindabrot og umbætur í Kína í samtali við Þórunni Elísabetu Bogadóttur.

Laugin opnuð aftur á morgun

Laugardalslaugin verður opnuð aftur fyrir sundlaugargestum á morgun, sumardaginn fyrsta, eftir að hafa verið lokuð í nokkra daga vegna endurbóta.

Snjókoma á Akureyri í nótt

Jörð gránaði af snjó á Akureyri í nótt og víðar var éljagangur á Noðrausturlandi. Þá var hiti við frostmark í Reykjavík undir morgun.

Eldur í ruslageymslu fjölbýlishúss

Slökkviliðinu var tilkynnt um eld í ruslageymslu í Fjölbýlishúsi við Engihjalla í Kópavogi um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Hann var staðbundinn í einni tunnu og var slökktur á svipstundu.

Hlutafé Olís lækkað og hækkað aftur

Samherji og félag Kaupfélags Skagfirðinga hafa lagt fé inn í viðskiptabanka Olís sem verður breytt í nýtt hlutafé samþykki Samkeppniseftirlitið aðkomu þeirra að Olís. Búið er að skrifa niður hlutafé núverandi eigenda um 75%.

Fréttablaðið heldur sterkri stöðu

Lestur á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu eykst lítillega á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við síðasta fjórðung ársins 2011 samkvæmt nýrri prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Lestur á DV dregst talsvert saman milli ársfjórðunga.

Bankastræti núll verði sýningarsalur

„Það hafa komið listamenn til okkar og óskað eftir að fá að sýna í þessu rými,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi á framkvæmda- og eignasviði sem spyrst nú fyrir um það hjá byggingarfulltrúa hvort innrétta megi sýningarsal í kvennasnyrtingunni í Bankastræti núll.

Brátt gengið frá sölu á Actavis

Viðræður um sölu á Actavis til bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson eru langt komnar. Samkvæmt frétt Reuters um málið er ráðgert að tilkynnt verði um kaupin í lok þessa mánaðar.

Árni Páll styður ekki fækkun ráðuneyta

Tekist var á um fyrirhugaða fækkun ráðuneyta á Alþingi í gær. Árni Páll Árnason er á móti því að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Forsætisráðherra vonast eftir stuðningi út fyrir raðir þingmanna ríkisstjórnarinnar.

Atvinnulausum fækkaði í mars

Atvinnulausum fækkaði í mars miðað við febrúar. Skráð atvinnuleysi var 7,1 prósent í mánuðinum og lækkaði um 0,2 prósentustig á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar.

Ráðherrann lagðist gegn veiðigjaldi þá en segir aðstæður nú breyttar

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, segir að aðstæður í sjávarútvegi hafi breyst verulega síðan hann lagðist gegn álagningu veiðigjalds og rökstuddi það í tíu liðum sem óbreyttur þingmaður en nú sem ráðherra leggur hann til að 70 prósent af arði í sjávarútvegi renni til ríkisins.

Samstaða stofnuð í Kraganum

Birgir Örn Guðjónsson var kosinn formaður Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, í Kraganum í gærkvöld.

Ákall til Alþingis um Dýrafjarðargöng

Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum.

Götuvirði amfetamínsíns 250 milljónir króna

Hluti af þeim tæpu tíu kílóum af amfetamíni sem þrír Pólverjar reyndu að smygla hingað til lands um helgina var komið fyrir í sjampóbrúsum. Á föstudag var annar aðili tekinn með kókaín sem falið var í sjampóbrúsa en fleiri aðilar eru taldir tengjast því máli.

Ný meðferð við blöðruhálskrabbameini vekur athygli

Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild LSH, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi við þáttastjórnendur um blöðruhálskirtilkrabbamein og nýja aðferð við meðhöndlun sjúkdómsins.

Dómsuppsagan í beinni á Vísi

Dómsuppsaga í Landsdómsmálinu verður sýnd í beinni útsendingu en dómur verður kveðinn upp klukkan tvö á mánudaginn. Landsdómur hefur orðið við beiðni Stöðvar 2 og RÚV um að sýna beint frá dómsuppkvaðningunni. Báðir fjölmiðlarnir þurfa þó að koma sér saman um tæknilegar hliðar útsendingarinnar þar sem aðeins ein myndavél má vera í salnum og einn ómerktur hljóðnemi hjá forseta Landsdóms.

Fórst Íslendingur með Titanic?

Svo gæti verið að Íslendingur hafi farist með farþegaskipinu Titanic árið 1912. Þetta segir Ólafur Hannibalsson, sem vinnur að ritun Djúpmannatals.

Vöðvatröll brotlegt - enginn á sterkasta mann Íslands

Neytendastofa hefur fundið Hjalta "Úrsus“ Árnason brotlegan gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar hann hótaði fyrirtækjum málssókn vegna notkunar aflraunarmannsins Magnúsar Ver á á vörumerkinu "Sterkasti maður Íslands“.

Sjá næstu 50 fréttir