Ný aðferðafræði við eldi í sjó lofar góðu 18. apríl 2012 08:00 Aðferðafræði Fjarðalax er að ryðja sér til rúms í Mekka laxeldisins, Noregi. mynd/Fjarðalax Fjarðalax slátrar tíu til tólf tonnum af laxi á viku úr fyrstu kynslóð seiða í Tálknafirði. Fyrirtækið hyggst framleiða 10.000 tonn af laxi á ári. Forsvarsmenn óttast að stjórnsýslan meðtaki ekki rök þeirra fyrir nýju eldismódeli. Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax, sem stundar eldi á sunnanverðum Vestfjörðum, slátrar þessa dagana tíu til tólf tonnum af laxi úr eldiskvíum í Tálknafirði í viku hverri. Þriðja kynslóð laxaseiða verða sett í sjó í Patreksfirði í sumar en önnur kynslóð dafnar vel í Arnarfirði og verður laxinn þar kominn í sláturstærð síðar á þessu ári. Starfsmenn fyrirtækisins verða að vonum orðnir 60 á næsta ári og 130 til 150 ef takmark fyrirtækisins um tíu þúsund tonna ársframleiðslu næst. Fjarðalax styðst við nýtt eldismódel sem byggir á eldi í þremur aðskildum fjörðum, með drjúgan hvíldartíma á hverju svæði á milli hverrar kynslóðar. „Einungis þannig er hægt að nánast útiloka óæskileg áhrif á náttúru og lífríki fjarðanna sem um ræðir og draga úr líkum á sýkingum í eldislaxi og lúsagengd,“ segir Höskuldur Steinarsson framkvæmdastjóri. „Fái hver fjörður hvíld á milli kynslóða er ekki ástæða til að óttast áhrif eldisins á lífríki þeirra. Hér fer hagur náttúrunnar og fyrirtækjanna í sjókvíaeldi saman.“ Arnarlax hefur áform um laxeldi í Arnarfirði en hefur ekki ennþá tilskilin leyfi. Aðspurður hvort pláss sé fyrir bæði fyrirtækin í firðinum segir Höskuldur: „Þú færð ekki fjárfesta eða annað inn í svona fyrirtæki fyrir minna en tíu þúsund tonna framleiðslu. Þetta er langtímaverkefni með þolinmótt fjármagn og sterka menn. Þetta gera ekki tvö fyrirtæki í Arnarfirði samtímis,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir að nokkuð erfiðlega hafi gengið að koma sýn Fjarðalaxmanna á framfæri innan stjórnsýslunnar; þeirra sem fara með vald til að veita leyfi til eldis. „Við höfum verið að reyna að koma okkar sjónarmiðum að til að tryggja greininni vaxtarmöguleika í framtíðinni. Leyfi stjórnvöld mörg leyfi á sama svæði þá fer þetta einfaldlega bara á einn veg.“ Höskuldur segir, og vill þar gæta sanngirni, að mikil umræða hafi farið fram innan stjórnsýslunnar og þegar liggi fyrir reglugerð hjá ráðherra sem tekur á fjarlægðarmörkum í fiskeldi með strangari hætti en áður. Hún er ekki tæmandi en er skref í rétta átt, án vafa. „Hún hefur tafist í útgáfu og var ekki afgreidd frá ráðherra síðast þegar ég vissi.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þá stendur til að undirrita reglugerðina í dag en með henni breytist fleira en fjarlægðarmörkin. Reglugerðin segir til um frekari aðkomu Hafrannsóknastofnunar og yfirdýralæknis fisksjúkdóma að ákvarðanatöku með stjórnsýslustofnunum. svavar@frettabladid.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Fjarðalax slátrar tíu til tólf tonnum af laxi á viku úr fyrstu kynslóð seiða í Tálknafirði. Fyrirtækið hyggst framleiða 10.000 tonn af laxi á ári. Forsvarsmenn óttast að stjórnsýslan meðtaki ekki rök þeirra fyrir nýju eldismódeli. Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax, sem stundar eldi á sunnanverðum Vestfjörðum, slátrar þessa dagana tíu til tólf tonnum af laxi úr eldiskvíum í Tálknafirði í viku hverri. Þriðja kynslóð laxaseiða verða sett í sjó í Patreksfirði í sumar en önnur kynslóð dafnar vel í Arnarfirði og verður laxinn þar kominn í sláturstærð síðar á þessu ári. Starfsmenn fyrirtækisins verða að vonum orðnir 60 á næsta ári og 130 til 150 ef takmark fyrirtækisins um tíu þúsund tonna ársframleiðslu næst. Fjarðalax styðst við nýtt eldismódel sem byggir á eldi í þremur aðskildum fjörðum, með drjúgan hvíldartíma á hverju svæði á milli hverrar kynslóðar. „Einungis þannig er hægt að nánast útiloka óæskileg áhrif á náttúru og lífríki fjarðanna sem um ræðir og draga úr líkum á sýkingum í eldislaxi og lúsagengd,“ segir Höskuldur Steinarsson framkvæmdastjóri. „Fái hver fjörður hvíld á milli kynslóða er ekki ástæða til að óttast áhrif eldisins á lífríki þeirra. Hér fer hagur náttúrunnar og fyrirtækjanna í sjókvíaeldi saman.“ Arnarlax hefur áform um laxeldi í Arnarfirði en hefur ekki ennþá tilskilin leyfi. Aðspurður hvort pláss sé fyrir bæði fyrirtækin í firðinum segir Höskuldur: „Þú færð ekki fjárfesta eða annað inn í svona fyrirtæki fyrir minna en tíu þúsund tonna framleiðslu. Þetta er langtímaverkefni með þolinmótt fjármagn og sterka menn. Þetta gera ekki tvö fyrirtæki í Arnarfirði samtímis,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir að nokkuð erfiðlega hafi gengið að koma sýn Fjarðalaxmanna á framfæri innan stjórnsýslunnar; þeirra sem fara með vald til að veita leyfi til eldis. „Við höfum verið að reyna að koma okkar sjónarmiðum að til að tryggja greininni vaxtarmöguleika í framtíðinni. Leyfi stjórnvöld mörg leyfi á sama svæði þá fer þetta einfaldlega bara á einn veg.“ Höskuldur segir, og vill þar gæta sanngirni, að mikil umræða hafi farið fram innan stjórnsýslunnar og þegar liggi fyrir reglugerð hjá ráðherra sem tekur á fjarlægðarmörkum í fiskeldi með strangari hætti en áður. Hún er ekki tæmandi en er skref í rétta átt, án vafa. „Hún hefur tafist í útgáfu og var ekki afgreidd frá ráðherra síðast þegar ég vissi.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þá stendur til að undirrita reglugerðina í dag en með henni breytist fleira en fjarlægðarmörkin. Reglugerðin segir til um frekari aðkomu Hafrannsóknastofnunar og yfirdýralæknis fisksjúkdóma að ákvarðanatöku með stjórnsýslustofnunum. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira