Innlent

Götuvirði amfetamínsíns 250 milljónir króna

Götuvirði efnanna er um 250 milljónir króna.
Götuvirði efnanna er um 250 milljónir króna.
Hluti af þeim tæpu tíu kílóum af amfetamíni sem þrír Pólverjar reyndu að smygla hingað til lands um helgina var komið fyrir í sjampóbrúsum. Á föstudag var annar aðili tekinn með kókaín sem falið var í sjampóbrúsa en fleiri aðilar eru taldir tengjast því máli.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki talið að málin tvö tengist en tíu kíló af amfetamíni er með því mesta sem tollgæslan á keflavíkurflugvelli hefur stöðvað. Reyndar var hluti af efnunum, og tveir mannana, komnir langleiðina til Reykjavíkur í leigubíl þegar þeir voru stöðvaðir

Mennirnir sem allir eru Pólverjar voru að koma frá heimalandinu þegar fíkniefnahundur tollgæslunnar merkti tösku eins þeirra en á honum fundust rúmlega þrjú kíló af amfetamíni. Efnin voru falin í sjampóbrúsum en fljótlega kom í ljós að maðurinn hafði verið í samfloti með tveimur öðrum.

Allt var sett í gang, mennirnir voru stöðvaðir og aðilar frá tollgæslunni leituðu í töskum þeirra. Þegar allt var talið eru um tæp tíu kíló að ræða. Í kjölfarið var svo fjórði maðurinn handtekinn á heimili sínu.

Efni sem tollgæslan hefur verið að ná undanfarið eru með styrkleika á bilinu 60 til í 80%.

Ef við gefum okkur að þegar búið væri að drýgja þessi tíu kíló í fimmtíu á götunni og fimm þúsund krónur fást fyrir grammið. Þá er götuvirði efnanna um 250 milljónir króna.

Á föstudag var síðan karlmaður stöðvaður í Leifsstöð með um 200 grömm af kókaíni en hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Athygli vekur að efnunum reyndi hann einnig að koma hingað til lands í sjampóbrúsa, en lögregla telur að fleiri aðilar séu tengdir því máli. Þá telur lögregla sig vita hvaða aðilar það séu en hún vinnur nú að því að yfirfara símagögn og hefur yfirheyrt þá tvisvar.

Þá vekur einnig athygli að dómur Hæstaréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldið í gær var tekin út af netinu í morgun, skömmu eftir að helstu vefmiðlar landsins birt frétt upp úr honum.

Skrifstofustjóri Hæstaréttar hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu vegna málsins.


Tengdar fréttir

Teknir með töluvert magn af amfetamíni

Þrír karlmenn voru handteknir á Reykjanesbrautinni á sunnudagsmorgun með töluvert magn af amfetamíni fórum sínum. Mennirnir höfðu stuttu áður komið með flugvél frá Varsjá í Póllandi.

Fjórir viðriðnir fíkniefnasmyglið

Fjórir hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamálsins sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þrír hafi verið úrskurðaðir í varðhald til 30. apríl en sá fjórði til 23. apríl. Mennirnir voru allir handteknir á sunnudagsmorgun. Einn var tekinn í flugstöð Leifs Eiríkssonar og tveir þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar. Sá fjórði var síðan handtekinn heima hjá sér en hann er búsettur hérlendis. Mennirnir eru allir erlendir ríkisborgarar og höfðu þremenningarnir komið hingað til lands frá Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×