Fleiri fréttir

Sprengjumaður áfram í gæsluvarðhaldi

Dómari Héraðsdóms Reykjaness féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni í gær, sem var handtekinn í lok febrúar, eftir að lögreglu á Suðurnesjum bárust ábendingar um sérkennilega Facebook síðu mannsins. Þar mátti finna myndir af manninum, sem er 29 ára gamall, handleika skotvopn auk þess sem þar mátti finna myndir af sprengju og sprengjuefni. Þá hafði maðurinn myndað það þegar hann sprengdi fiskikar í loft upp.

Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni

Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins.

LÍÚ segir kvótafrumvarpið skerða aflaheimildir verulega

Aflaheimildir í þorski verða skertar um 9,5%, um 6,5% í ýsu, rúm 7% í ufsa og tæp 10% í steinbít, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórnun, segir á heimasíðu Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Innanlandsflugið aftur á áætlun

Innanlandsflug Flugfélags Íslands frá Reykjavík virðist vera á áætlun nú í morgunsárið, en hætta varð innanlandsflugi í gærkvöldi vegna hvassviðris á Reykjavíkurflugvelli.

Vopnað rán framið á Akureyri í nótt

Vopnað rán var framið á Akureyri í nótt þegar grímuklæddur maður, vopnaður rörbút, kom inn í sólarhringsverslun 10-11 í kaupangi um hálf þrjú leitið og ógnaði afgreiðslumanni.

Dögun mótmælir kvótafrumvarpinu harðlega

Félagsfundur Dögunar, samtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði, mótmælir harðlega frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og krefst þess að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan kerfisins.

Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Banaslys varð á Ólafsfjarðarvegi síðdegis í gær á móts við bæinn Kross, sunnan Dalvíkur, þegar flutningabíll og sendibíll skullu þar saman og ökumaður sendibílsins lést. Hann var á þrítugsaldri.

Hertu viðurlög við alvarlegum spjöllum

Alþingi hefur samþykkt að herða verulega viðurlög við spjöllum á náttúru Íslands. Opna lagabreytingarnar meðal annars á það að ökutæki verði gerð upptæk hafi þau verið notuð af eiganda þeirra við náttúruspjöll.

Óljós ákvæði og óásættanleg

Bændasamtök Íslands leggjast alfarið gegn samþykkt frumvarps um breytingu á búvörulöggjöf og tollalögum í óbreyttri mynd. Í umsögn samtakanna um frumvarpið segir að taka verði til endurskoðunar þau ákvæði þess sem lúta að skilgreiningu á hvenær framboð búvara er ekki nægjanlegt.

Selja mynd til styrktar löxum

Tvær íslenskar laxveiðiár eru meðal þeirra áa sem eru vettvangur bandarískrar heimildarmyndar um Norður- Atlantshafslaxinn. Í myndinni, sem heitir Passion Called Salmon, eða Ástríðan lax, er meðal annars vikið að þeim vanda sem steðjar að

EasyJet hefur flug til Íslands

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur flug til Íslands í dag. Þá flýgur flugvél á vegum easyJet frá London til Keflavíkur þar sem vélin lendir klukkan 08.40. Fulltrúar ISAVIA og Ian Whitting, sendiherra Bretlands á Íslandi, munu taka á móti flugvélinni en við stjórnvölinn verður íslenskur flugmaður sem starfar hjá easyJet.

Ákærðir fyrir flókin og stórfelld fjársvik

Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur fjórum ungum mönnum fyrir stórfelld og flókin fjársvik og fjárdrátt sem í heild nema tugum milljóna króna. Lögregla hefur rannsakað málið frá því um sumarið 2009, eða í rúmlega tvö og hálft ár.

Skora á Kristínu

Hópur fólks vinnur nú að því að undirbúa áskorun á Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands.Tilefnið er könnun sem birtist á laugardag og sýndi að mikill meirihluti þjóðarinnar vill sjá nýjan húsbónda á Bessastöðum.

Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Banaslys varð á Ólafsfjarðarvegi við bæinn Krossa seinni partinn í dag. Þar varð árekstur með sendibifreið og vöruflutningabifreið og voru ökumenn einir í bílunum. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þar var ökumaður sendibifreiðarinnar, maður á þrítugsaldri, úrskurðaður látinn. Ökumaður vöruflutningabifreiðarinnar fékk að fara heim að lokinni skoðun. Lögreglan á Akureyri vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við Rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Herdís íhugar alvarlega forsetaframboð

Doktor Herdís Þorgeirsdóttir íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún segir ákvörðun sína byggja á því hvort hún fái nægan stuðning til framboðs. Herdís starfar sem lögmaður í Reykjavík. Hún er forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga og starfar mikið fyrir Feneyjanefnd Evrópuráðsins á sviði mannréttinda.

Gagnrýnir ESB fyrir fjáraustur í kynningarmál

Annar aðillinn má ekki vera með tíu til fimmtán sinnum meiri fjármuni en hinn aðilinn þegar verið er að kynna mikilvægan málstað, segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag gagnrýndi hann þau miklu fjárútlát sem Evrópusambandið er reiðubúið til að greiða í kynningarmál á Íslandi í miðjum aðildarviðræðum. Máli sínu til stuðnings bendir Ásmundur Einar á Evrópustofu, sem er byrjuð að auglýsa og heldur opna fundi um málefni Evrópusambandsins. Þetta kosti 200 milljónir á ári og með þessu sé verið að afla stuðnings við Evrópusambandið.

Öllu innanlandsflugi aflýst í kvöld

Búið er að aflýsa öllu flugi Flugfélags Íslands um Reykjavíkurflugvöll í kvöld. Veðurspáin fyrir kvöldið er slæm. Spáð er sunnan 13-18 metrum á sekúndu og rigningi eða súld en skýjað verður norðaustantil. Sunnan og suðvestan 18-23 metrar á sekúndu á V- landi undir kvöld. Búist er við að það lægi smám saman í nótt og á morgun, fyrst S- og V-lands, en áfram hvasst fyrir norðan og austan.

Miklar kerfisbreytingar í sjávarútvegi - framsal takmarkað verulega

"Það er óhætt að segja að þarna séu miklar kerfisbreytingar í sjávarútvegi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, þar sem hún ásamt Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra, kynntu tvenn frumvörp er varðar stjórn fiskveiða og veiðigjöld.

Veðurblíða á Austurlandi

Veðurblíða er nú á Austurlandi en hitastig á Neskaupstað mælist nú um fimmtán gráður. Þá er fjórtán stiga hiti á Vatnsskarði Eystra.

Ætla að setja heimsmet í tannburstun

Á morgun, þriðjudaginn 27. mars, klukkan 9.30 verður sett íslandsmet í tannburstun þegar Íþróttaálfurinn, nemendur í Snælandsskóla og starfsólk skólans taka sig til og bursta tennurnar í matsal skólans. Metið er hluti af átaki Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um bætt tannheilbrigði hjá íslenskum börnum, en tannheilsa barna á Íslandi er í sjötta neðsta sæti í samanburði við OECD-löndin.

Már ósáttur við launakjörin - Seðlabankinn vill frávísun

Lögmenn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og Seðlabankans hittust í fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem farið var yfir frávísunarkröfu bankans í máli sem Már hefur höfðað gegn vinnuveitenda sínum vegna launamála. Munnlegur málflutningur stendur nú yfir.

Grænir fingur dæmdir

Tveir karlmenn um þrítugt voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að rækta kannabisplöntur og fyrir að hafa haft maríjúana undir höndum og ætlað að selja fíkniefnið.

Opinn fundur um brjóstapúðamál á morgun

Samhjálp kvenna verður með fræðslufund þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00. Á fundinum ætlar Geir Gunnlaugsson landlæknir að ræða um brjóstapúða í tengslum við uppbyggingu brjósts í kjölfar brottnáms vegna brjóstakrabbameins. Einnig mun hann svara fyrirspurnum en allir eru velkomnir á fundinn.

Kvótafrumvörp kynnt - bein útsending á Vísi

Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi sem hefst í Víkinni - Sjóminjasafni klukkan fjögur í dag. Þar munu þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynna tvö frumvörp um sjávarútvegsmál sem lengi hefur verið beðið eftir. Um er að ræða nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða og frumvarp um veiðigjöld.

Ólafur Ragnar á Norðurslóðaráðstefnu í Boston

Ólafur Ragnar Grímsson forseti flytur í dag lokaræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um framtíð Norðurslóða sem haldin er af Fletcher School við Tufts háskólann í Boston. Í tilkynningu frá embættinu segir að ræða forseta beri heitið "The Arctic: A New Model for Global Cooperation". "Upphafsræðu ráðstefnunnar flutti í gær John Kerry, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og forsetaframbjóðandi demókrata árið 2004. Þátttakendur í ráðstefnunni eru sérfræðingar og áhrifamenn í málefnum Norðurslóða, svo og prófessorar og nemendur við Tufts háskólann.“

Konan komin í leitirnar

Konan sem lögreglan lýsti eftir í morgun, er komin í leitirnar. Ekkert var vitað um ferðir hennar frá því hún fór frá heimili sínu í Þingholtunum í gærkvöldi en eftir að lýst var eftir henni kom hún í leitirnar.

Innbrot, ökumaður á ofsahraða og ölvunarakstur

Innbrot í heimahús í Grindavík var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Rúða hafði verið brotin í svalarhurð og óboðinn gestur farið þar inn. Hann hafði haft á brott með sér sjónvarp, auk þess sem búið var að skemma tvo skjái og fleiri tæki á heimilinu. Lögreglan rannsakar málið.

Sífellt fleiri börn vilja fermast borgaralega

214 börn ætla að fermast borgaralega í ár og er það mesti fjöldi frá upphafi. Formaður Siðmenntar veit ekki hvers vegna börnunum fjölgar milli ára. Formaður Prestafélagsins undrast að börnin séu ekki fleiri en raun ber vitni. "Börnunum hefur fjölgað gífurlega hratt á síðustu fimm árum,“ segir Hope Knútsson, formaður Siðmenntar. "Við vitum ekki hvers vegna þetta gerist svona hratt, við erum ekki að gera neitt öðruvísi. Þetta verður sennilega bara þekktara með árunum.“

Vill nektardanslaus Norðurlönd

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mun leggja fram tillögu um að öll Norðurlöndin taki upp svipaða löggjöf og Ísland í nektardansmálum. Þetta mun hún gera á Norðurlandaráðsþingi í haust. Tvö ár voru á föstudag liðin frá því að nektardans var bannaður á Íslandi.

Hafnaði tugmilljónum í typpin

"Hann vildi vita hvort áhugi væri á því að selja safnið og bauð yfir þrjátíu milljónir króna í það. En það kemur ekki til greina að selja, því safnið verður að vera á Íslandi," segir Hjörtur Sigurðsson reðurstofustjóri um þýskan auðkýfing sem vildi eignast Hið íslenzka reðasafn fyrir skemmstu. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hátt tilboð berst í safnið.

Hefur veitt um þriðjungi meira í framkvæmdir við Hverahlíðarvirkjun

Orkuveita Reykjavíkur hefur veitt um þriðjungi meira í framkvæmdir við Hverahlíðarvirkjun en áður var talið. Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn segir nýja matið vekja upp spurningar um hvort verið sé að reyna finna röksemdir fyrir áframhaldandi virkjanaframkvæmdum.

Fíkniefnamál og innbrot

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á Selfossi um helgina. Við húsleit í Hveragerði fundust um 100 grömm af kannabis auk tveggja plantna sem voru í ræktun.

Skotvopnum stolið á Selfossi

Um helgina var skotvopnum, tveimur kindabyssum og riffli, stolið úr bílskúr við íbúðarhús á Selfossi. Vopnin voru í læstum byssuskáp og lyklar að honum geymdir á sérstökum stað í bílskúrnum.

Lögreglan á Suðurnesjum á Facebook

Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú fetað í fótspor lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu, og slegist í hóp þeirra sem nota samskiptavefinn Facebook. Samkvæmt fréttavefnum Vf.is þá er tilgangur embættisins að koma betur til móts við íbúa umdæmisins og auka upplýsingastreymi og aðgengi lögreglu.

Ferðaþjónustan fær 0,5% af rannsóknafé

Ferðaþjónustan í landinu fær í sinn hlut 0,5% af opinberu rannsóknafé atvinnuveganna. Lítil þekking á ferðaþjónustunni og fátæklegar grunnrannsóknir eru greininni hættulegar. Á sama tíma eru gjaldeyristekjur greinarinnar árið 2011 áætlaðar um eða yfir 180 milljarðar króna.

Gæsirnar koma óvanalega snemma

Áttin var mjög hagstæð fyrir farflug um helgina og mikill meðvindur. Þannig sáu fuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmarsson og formaður Fuglaverndarfélags Íslands gæsahóp koma til landsins í gær, en það er óvanalega snemmt. Í viðtali við dfs.is á Suðurlandi sagði Jóhann Óli:

Númerum stolið af 600 bílum

lUm 600 tilkynningar um þjófnað á númeraplötum bifreiða hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því að skráning slíkra mála hófst árið 2009. Hlutfall upplýstra mála er í kringum 10 til 20 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt upplýsingum frá upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar. Oftast hefur þjófnaðurinn tengst stuldi á eldsneyti.

Fleiri sektir verða vart niðurfelldar

Búið er að girða fyrir að mál sem varða brot á samkeppnislögum hljóti sömu örlög og olíusamráðsmálið hlaut fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Þar var felldur dómur um að íslenska ríkinu beri að endurgreiða olíufélögunum Esso (Ker hf.), Olís og Skeljungi sektargreiðslur vegna samkeppnisbrota upp á samtals 1,5 milljarða króna.

Seðlabankastjóri fyrir alþingsnefnd og héraðsdómi í dag

Már Guðmunsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst núna klukkan hálf tíu. Fundurinn er opinn og verður sendur út bæði á sjónvarpsrás Alþingis sem og á netinu.

Líkamsárás við Fiskislóð

Karlmaður var fluttur á slysadeild, nefbrotinn, skorinn og bólgin í andliti, eftir að annar réðst á hann við gistiskýli borgarinnar við Fiskislóð á Grandanum um miðnætti.

Sjá næstu 50 fréttir