Fleiri fréttir Eina leiðin að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum Eina leiðin til að mynda meirihluta í Kópavogi í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin er að Samfylkingin og Vinstri grænir nái samkomulagi við sjálfstæðismenn. Þetta segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogsbæ. 24.1.2012 18:30 Í gæsluvarðhald fyrir íkveikju - ætlaði að brenna sýkla í burtu Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhald yfir karlmanni sem hefur játað að hafa kveikt í íbúð sinni nærri Kleppsspítala 14. janúar síðastliðinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að maðurinn hefði játað að hafa kveikt í íbúð sinni. Hann virðist hafa notað blöð og pappír og borið eld að pappakössum með bókum í. 24.1.2012 17:30 Felli þingið rammasamning lendir styrkjakostnaður á skattgreiðendum Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að ef þingið samþykki ekki IPA-fjárstyrki frá Evrópusambandinu til verkefna innanlands greiðist kostnaður vegna þeirra úr ríkissjóði. 24.1.2012 18:45 Snjóhvítt Reykjavíkurskáld og sliguð tré - myndir Vetrarkonungur hefur farið mikinn í dag eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið varir við. Lítill vindur er á höfuðborgarsvæðinu og verður áfram í dag og í nótt. Þannig sligar snjórinn trjágreinar auk þess sem styttur mega sætta sig við hvíta hatta og snjóhvít föt. 24.1.2012 17:10 Dirty Night á Akureyri aflýst Samkomulag hefur náðst um að aflýsa Dirty Night-kvöldi sem halda átti á Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 4. febrúar næstkomandi. 24.1.2012 16:31 Ný framboð hugnast kjósendum vel Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur kannað afstöðu fólks til þess að kjósa nokkur ný stjórnmálaöfl sem annaðhvort hafa lýst yfir framboði eða rætt hefur verið um að mæti til leiks fyrir næstu kosningar. Svo virðist sem Íslendingum hugnist ágætlega að kjósa eitthvað nýtt í næstu kosningum en 52 prósent þeirra sem taka afstöðu segja eitthvert framboðanna sem nefnt var koma til greina sem valkostur við næstu kosningar. 24.1.2012 15:36 Auðlindarentan verði sýnileg Nefnd um stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum sem forsætisráðherra skipaði í júlí 2011 hefur skilað af sér minnisblaði um stöðu verkefnisins. Þar segir meðal annars að mikilvægt sé að svokölluð auðlindarenta og ráðstöfun hennar í þágu samfélagsins verði sýnileg. Í því sambandi sé mikilvægt að stofna auðlindasjóð. 24.1.2012 15:14 Ferðamaðurinn látinn Grískur ferðamaður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í maí árið 2010 er látinn. Ríkissaksóknari hefur fengið þær upplýsingar frá Europol að hann hafi látist í desember síðastliðnum. Ekki er þó vitað hvort andlát hans tengist árásinni. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á manninn en við aðalmeðferð málsins í morgun neituðu þeir sök. Í ákæru segir að mennirnir hafi veist að manninum, sem var grískur ferðamaður hér á landi, með ofbeldi, meðal annars með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar um líkama hans, höfuð og andlit. Maðurinn hlaut 2 cm langt sár aftan á höfði, nefbrot, mar og yfirborðsáverka á andlit og yfirborðsáverka á kvið, bak, mjaðmagrind og á hendi, segir í ákærunni. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 7. maí árið 2010 í Þingholtsstræti og nokkru síðar í Bankastræti, til móts við veitingastaðinn Sólon. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu neituðu mennirnir þrír, sök við aðalmeðferðina í morgun og sögðust ekki muna eftir árásinni. 24.1.2012 14:57 Markmið endurskoðunar stjórnarskrár "óljós og umdeild" Fræðimenn í lögfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri gagnrýna tillögur stjórnlagaráðs í umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem hefur tillögurnar til umfjöllunar. Þeir segja að markmið endurskoðunar stjórnarskrárinnar nú séu óljós og umdeild. 24.1.2012 13:45 Hálka og erfið færð víðast hvar Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og Mosfellsheiði er þungfær. Á Suðurlandi er víða þæfingur eða jafnvel þungfært í uppsveitum en annars staðar er snjóþekja eða hálka. 24.1.2012 13:38 Gunnar og Róbert eru nördar ársins Úrslitin í vali á nörd ársins voru kunngjörð á síðbúinni nýársgleði upplýsingatæknifyrirtækisins Advania sem fram fór um liðna helgi. Í tilkynningu frá Advania segir að í aðdraganda gleðinnar hafi verið efnt til samkeppni meðal viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn. "Alls bárust um 630 tilnefningar frá 10 þúsund manns og þar af fengu 20 manns fleiri en fimm atkvæði. Dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar og valdi NÖRD ÁRSINS með hliðsjón af þeim.“ 24.1.2012 13:26 Daginn lengt um eina og hálfa klukkustund Skammdegið víkur nú hratt og hefur daginn lengt um meira en eina og hálfa klukkustund frá því dagur var stystur þann 22. desember. Þá telst 24. janúar vera sá dagur þar sem mestar líkur eru á meira en 15 stiga frosti á Íslandi. En hver skyldi vera kaldasti dagur ársins að meðaltali? 24.1.2012 12:28 Sílikonbrjóstin farin að leka: "Maður er náttúrulega hræddur" Kona með PIP-sílíkonfyllingar fékk í gær staðfest að sílíkonið væri farið að leka um líkamann. Frá því fregnir bárust af mögulegri skaðsemi fyllinganna hefur hún hvergi fengið að panta tíma í ómskoðun, en með hörku fékk hún loks að fara í skoðun. 24.1.2012 12:16 Enginn vildi hitta þingmenn Norðurlandaráðs Engin beiðni barst frá íslenskum samtökum eða almenningi um að eiga fund með þingmönnum Norðurlandaráðs fyrir fund ráðsins sem hefst í Osló í Noregi í dag. 24.1.2012 12:15 Öflugur sólstormur á leið til jarðar Óvenju kraftmikill sólstormur skellur á jörðinni í dag og næstu daga en gríðaröflugt sólgos átti sér stað í gær á norðurhveli sólarinnar. Um er að ræða stærsta sólstorm síðustu sex ára. Að sögn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA mun stormurinn ekki hafa mikil áhrif á jörðunni en truflanir gætu þó orðið á gerfitunglum á braut hennar. 24.1.2012 11:55 Helmingur fórnarlamba umferðarslysa 17 ára og yngri Tólf manns létust í tólf umferðarslysum á árinu 2011 en helmingur þeirra voru 17 ára og yngri, en það telst óvenju hátt hlutfall miðað við undanfarin ár. 24.1.2012 11:33 Snjókoma í allan dag - og í kvöld Það var mörgum sem brá þegar þeir komu út í morgun enda var allt nánast á kafi í snjó og á sumum stöðum blasti við sjón sem ekki er óalgengt að sjá á póstkorti. Snjórinn sem nú er úti féll á aðeins tveimur klukkutímum í morgun og gefur það auga leið að það hafi snjóað nokkuð duglega. 24.1.2012 10:51 Harmleikur á Hótel Frón: Móðirin er sakhæf Agné Krataviciuté, litháísk kona, sem ákærð hefur verið fyrir að skilja nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í sumar, er sakhæf. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar mál hennar var tekið fyrir. 24.1.2012 10:23 Vöktu mikla athygli í Abu Dhabi Umhverfisvæn steinsteypa sem Ólafur H. Wallevik prófessor hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og erlendir samstarfsaðilar hafa þróað hefur vakið mikla athygli á Heimsþingi hreinnar orku sem fram fór í Abu Dhabi í síðustu viku. Kolefnisspor nýju steypunnar er aðeins 0,05 kg/kg eða rétt um fjórðungur þess sem steypa af sama styrkleikaflokki hefur. 24.1.2012 09:54 Rafmagnslaust um tíma á Vesturlandi Rafmagn fór af Borgarfirði og Snæfellsnesi þegar spennir leysti út í aðveitustöð við Vatnshamra um klukkan sjö í morgun. Rafmagn komst fljótlega aftur allt svæðið. Tæpum klukkutíma síðar leysti Reykholtsdalslína út en fljótlega tókst að koma rafmagni að Deildartungu og rétt fyrir klukkan níu komst rafmagn aftur á allt svæðið. Eiga nú allir notendur á að vera komnir með rafmagn að því er fram kemur í tilkynningu frá RARIK. 24.1.2012 09:37 Tvöfalt fleiri karlar en konur flytja frá landinu Í fyrra fluttu 986 fleiri karlar úr landi en til landsins og 418 fleiri konur fluttu frá landinu en til þess. 24.1.2012 09:26 Brottfluttir umfram aðflutta voru rúmlega 1.400 í fyrra Árið 2011 fluttust 1.404 fleiri frá landinu en til þess. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 2.134 fluttust úr landi umfram aðflutta. 24.1.2012 09:20 Flughált og slæm færð víða Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er víðast hálka, snjóþekja eða jafnvel þæfingur. Flughált er austan Hvolsvallar. 24.1.2012 08:06 Flugfélag Íslands frestar fyrstu ferðum í dag Flugfélag Íslands hefur frestað fyrstu ferðum sínum innnlands fram á níunda tímann vegna ófærðar og skólaakstur hefur verið felldur niður á Hvammstanga, þar sem ekkert ferðaveður er þar um slóðir. 24.1.2012 07:45 Töluvert tjón í eldsvoða á Skólavörðustíg Eldur kviknaði í eldhúsi veitingahússins Sjávargrillsins á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu um klukkan hálf tvö í nótt. 24.1.2012 07:40 Vindhviðurnar náðu fellibylsstyrk Vindur fór upp í 47 metra á sekúndu í vindhviðu að Hvammi, austan við Markarfljót í nótt, en það er aftakaveður eða fellibylsstyrkur. 24.1.2012 07:03 550 sílíkonaðgerðir á ári Árlega láta að minnsta kosti 550 konur hér á landi stækka á sér brjóstin eða endurnýja gamlar sílíkonfyllingar. Er þessi fjöldi miðaður við síðustu þrjú ár. Hlutfall endurnýjana getur verið allt að fjórðungur af heildartölunni, en oftast er mælst til þess að púðar séu endurnýjaðir á fimm til tíu ára fresti. Brjóstastækkun kostar á bilinu 400 til rúmlega 520 þúsund krónur. 24.1.2012 07:00 Helmingur erlendra fanga búsettur hér Hlutfall erlendra fanga sem búsettir eru hér á landi hefur aukist mikið síðan árið 2000. Í dag býr um helmingur fanga hér, en árið 2000 sátu sjö erlendir einstaklingar í fangelsi á Íslandi og af þeim var einungis einn búsettur hér. 24.1.2012 06:30 Stundum er sígandi lukka best Íslendingar borða aðeins heilsusamlegri mat en síðast þegar mataræði þeirra var kannað árið 2002. Ný könnun sýnir að sykrað gos hefur látið undan síga en sykurlaust gos sækir á. Skortur á D-vítamíni er eitt alvarlegasta vandamálið sem taka þarf á. Ný skýrsla Landlæknis, Matvælastofnunar og Rannsóknastofu í næringarfræði sýnir stöðuna 2010-2011. 24.1.2012 06:00 Meiri ánægja með skýrslur í Barnahúsi Bæði börn og foreldrar eru ánægðari með skýrslutökur sem fara fram í Barnahúsi en í húsnæði dómstóla. 24.1.2012 05:30 Ekki rétta leiðin í kjarabaráttu Maður á miðjum aldri var í gær sýknaður af ákæru um fjárdrátt í Vínbúð ÁTVR á Hellu haustið 2009. 24.1.2012 05:30 Hugnast ekki hugmyndir um þjóðstjórn Listi Kópavogsbúa skoraði í gær á önnur framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs að mynda "nokkurs konar þjóðstjórn“. 24.1.2012 05:00 Seldu handavinnuna til að styrkja langveik börn Krakkarnir í þremur yngstu bekkjardeildum Sæmundarskóla í Grafarholti söfnuðu hátt í þrjátíu þúsund krónum á basar til styrktar langveikum börnum. 24.1.2012 05:00 Vantar höfuðkirkju segir sveitarstjóri Sóknarnefnd Stórólfshvolskirkju vill að Rangárþing eystra komi að byggingu nýrrar kirkju og samnýtingu húsnæðis og starfsmanns. 24.1.2012 04:30 Safna svo fáist augnlæknir Augnlæknir fæst ekki lengur til starfa á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi vegna tækjaskorts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hollvinasamtökum HSB um söfnunarátak fyrir nýjum búnaði fyrir HSB. 24.1.2012 03:30 Bestu opinberu vefirnir valdir Tryggingastofnun er með besta opinbera vefinn og Akureyrarbær með besta sveitarfélagsvefinn. Þetta er mat dómnefndar sem var fengin til að meta 267 opinbera vefi. 24.1.2012 03:00 Vill selja hlut í Faxaflóahöfnum Byggðaráð Borgarbyggðar ákvað á aukafundi á sunnudagskvöld að reyna að selja hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum. Tilgangurinn er að fjármagna hluta Borgarbyggðar í átta milljarða króna lánveitingu eigenda til Orkuveitu Reykjavíkur. 24.1.2012 02:45 Málum fjölgaði um 40 prósent milli ára Á árinu 2011 bárust umboðsmanni Alþingis alls 519 kvartanir. Á sama tíma tók hann til athugunar níu mál að eigin frumkvæði. Skráð mál á árinu voru því alls 528 talsins, en það er 40 prósenta fjölgun frá árinu áður. 24.1.2012 02:45 Hækkanir verði dregnar til baka Hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við aldraða koma mjög illa við eldri borgara. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir hækkununum í ályktun og skorar á borgina að draga þær til baka. 24.1.2012 02:00 Fyrri ferð Herjólfs þriðjudag felld niður vegna óhagstæðar veðurspár Ákveðið hefur verið að fella niður fyrri ferð Herjólfs þriðjudag vegna óhagstæðrar veðurspár og hefur Veðurstofan gefið út stormviðvörun. 23.1.2012 21:09 Enn ein stormviðvörunin: Veður fer mjög versnandi suðvestanlands í kvöld Ábending veðurfræðings fyrir kvöldið og nóttina: Veður fer mjög versnandi suðvestanlands í kvöld. Skafrenningur og takmarkað skyggni á veginum austur fyrir fjall strax um kvöldmatarleytið og hríðarveður um mest allt suðvestan og sunnanvert landið frá því seint í kvöld eða snemma í nótt. 23.1.2012 20:26 Lítil stemning innan þingflokks VG Stemningin var lítil innan þingflokks vinstri grænna sem fundaði í Borgarnesi í dag eftir átök helgarinnar. Steingrímur J. Sigfússon segir það þó hljóta að vega þungt meðal þingmanna flokksins að glutra ekki árangri ríkisstjórnarsamstarfsins niður eftir allar fórnirnar sem hafi verið færðar. 23.1.2012 19:30 Segir gagnrýni byggða á misskilningi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að gagnrýni flokkssystkina á ákvarðanir hennar í Landsdómsmálinu byggi á misskilningi. Að minnsta kosti fimm stjórnarþingmenn vilja að hún víki sæti sem forseti Alþingis. 23.1.2012 18:26 Outlaws-maður áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum af meintum skotárásarmönnum sem var handtekinn í nóvember síðastliðnum. Manninum er gefið að sök að hafa skotið á bifreið manns við Sævarhöfða þann 18. nóvember síðastliðinn en talið er að ástæðan sé óuppgerð fíkniefnaskuld. Maðurinn er talinn tengjast vélhjólagenginu Outlaws. 23.1.2012 17:21 Egill aftur kærður fyrir nauðgun Önnur kona hefur kært Egil "Gillzenegger" Einarsson fyrir nauðgun, samkvæmt því sem kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar segir að konan hafi farið til lögreglu í dag og lagt kæruna fram. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögeglunnar, vildi ekki staðfesta frétt RÚV í samtali við Vísi nú fyrir stundu. 23.1.2012 16:32 Sjá næstu 50 fréttir
Eina leiðin að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum Eina leiðin til að mynda meirihluta í Kópavogi í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin er að Samfylkingin og Vinstri grænir nái samkomulagi við sjálfstæðismenn. Þetta segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogsbæ. 24.1.2012 18:30
Í gæsluvarðhald fyrir íkveikju - ætlaði að brenna sýkla í burtu Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhald yfir karlmanni sem hefur játað að hafa kveikt í íbúð sinni nærri Kleppsspítala 14. janúar síðastliðinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að maðurinn hefði játað að hafa kveikt í íbúð sinni. Hann virðist hafa notað blöð og pappír og borið eld að pappakössum með bókum í. 24.1.2012 17:30
Felli þingið rammasamning lendir styrkjakostnaður á skattgreiðendum Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að ef þingið samþykki ekki IPA-fjárstyrki frá Evrópusambandinu til verkefna innanlands greiðist kostnaður vegna þeirra úr ríkissjóði. 24.1.2012 18:45
Snjóhvítt Reykjavíkurskáld og sliguð tré - myndir Vetrarkonungur hefur farið mikinn í dag eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið varir við. Lítill vindur er á höfuðborgarsvæðinu og verður áfram í dag og í nótt. Þannig sligar snjórinn trjágreinar auk þess sem styttur mega sætta sig við hvíta hatta og snjóhvít föt. 24.1.2012 17:10
Dirty Night á Akureyri aflýst Samkomulag hefur náðst um að aflýsa Dirty Night-kvöldi sem halda átti á Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 4. febrúar næstkomandi. 24.1.2012 16:31
Ný framboð hugnast kjósendum vel Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur kannað afstöðu fólks til þess að kjósa nokkur ný stjórnmálaöfl sem annaðhvort hafa lýst yfir framboði eða rætt hefur verið um að mæti til leiks fyrir næstu kosningar. Svo virðist sem Íslendingum hugnist ágætlega að kjósa eitthvað nýtt í næstu kosningum en 52 prósent þeirra sem taka afstöðu segja eitthvert framboðanna sem nefnt var koma til greina sem valkostur við næstu kosningar. 24.1.2012 15:36
Auðlindarentan verði sýnileg Nefnd um stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum sem forsætisráðherra skipaði í júlí 2011 hefur skilað af sér minnisblaði um stöðu verkefnisins. Þar segir meðal annars að mikilvægt sé að svokölluð auðlindarenta og ráðstöfun hennar í þágu samfélagsins verði sýnileg. Í því sambandi sé mikilvægt að stofna auðlindasjóð. 24.1.2012 15:14
Ferðamaðurinn látinn Grískur ferðamaður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í maí árið 2010 er látinn. Ríkissaksóknari hefur fengið þær upplýsingar frá Europol að hann hafi látist í desember síðastliðnum. Ekki er þó vitað hvort andlát hans tengist árásinni. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á manninn en við aðalmeðferð málsins í morgun neituðu þeir sök. Í ákæru segir að mennirnir hafi veist að manninum, sem var grískur ferðamaður hér á landi, með ofbeldi, meðal annars með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar um líkama hans, höfuð og andlit. Maðurinn hlaut 2 cm langt sár aftan á höfði, nefbrot, mar og yfirborðsáverka á andlit og yfirborðsáverka á kvið, bak, mjaðmagrind og á hendi, segir í ákærunni. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 7. maí árið 2010 í Þingholtsstræti og nokkru síðar í Bankastræti, til móts við veitingastaðinn Sólon. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu neituðu mennirnir þrír, sök við aðalmeðferðina í morgun og sögðust ekki muna eftir árásinni. 24.1.2012 14:57
Markmið endurskoðunar stjórnarskrár "óljós og umdeild" Fræðimenn í lögfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri gagnrýna tillögur stjórnlagaráðs í umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem hefur tillögurnar til umfjöllunar. Þeir segja að markmið endurskoðunar stjórnarskrárinnar nú séu óljós og umdeild. 24.1.2012 13:45
Hálka og erfið færð víðast hvar Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og Mosfellsheiði er þungfær. Á Suðurlandi er víða þæfingur eða jafnvel þungfært í uppsveitum en annars staðar er snjóþekja eða hálka. 24.1.2012 13:38
Gunnar og Róbert eru nördar ársins Úrslitin í vali á nörd ársins voru kunngjörð á síðbúinni nýársgleði upplýsingatæknifyrirtækisins Advania sem fram fór um liðna helgi. Í tilkynningu frá Advania segir að í aðdraganda gleðinnar hafi verið efnt til samkeppni meðal viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn. "Alls bárust um 630 tilnefningar frá 10 þúsund manns og þar af fengu 20 manns fleiri en fimm atkvæði. Dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar og valdi NÖRD ÁRSINS með hliðsjón af þeim.“ 24.1.2012 13:26
Daginn lengt um eina og hálfa klukkustund Skammdegið víkur nú hratt og hefur daginn lengt um meira en eina og hálfa klukkustund frá því dagur var stystur þann 22. desember. Þá telst 24. janúar vera sá dagur þar sem mestar líkur eru á meira en 15 stiga frosti á Íslandi. En hver skyldi vera kaldasti dagur ársins að meðaltali? 24.1.2012 12:28
Sílikonbrjóstin farin að leka: "Maður er náttúrulega hræddur" Kona með PIP-sílíkonfyllingar fékk í gær staðfest að sílíkonið væri farið að leka um líkamann. Frá því fregnir bárust af mögulegri skaðsemi fyllinganna hefur hún hvergi fengið að panta tíma í ómskoðun, en með hörku fékk hún loks að fara í skoðun. 24.1.2012 12:16
Enginn vildi hitta þingmenn Norðurlandaráðs Engin beiðni barst frá íslenskum samtökum eða almenningi um að eiga fund með þingmönnum Norðurlandaráðs fyrir fund ráðsins sem hefst í Osló í Noregi í dag. 24.1.2012 12:15
Öflugur sólstormur á leið til jarðar Óvenju kraftmikill sólstormur skellur á jörðinni í dag og næstu daga en gríðaröflugt sólgos átti sér stað í gær á norðurhveli sólarinnar. Um er að ræða stærsta sólstorm síðustu sex ára. Að sögn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA mun stormurinn ekki hafa mikil áhrif á jörðunni en truflanir gætu þó orðið á gerfitunglum á braut hennar. 24.1.2012 11:55
Helmingur fórnarlamba umferðarslysa 17 ára og yngri Tólf manns létust í tólf umferðarslysum á árinu 2011 en helmingur þeirra voru 17 ára og yngri, en það telst óvenju hátt hlutfall miðað við undanfarin ár. 24.1.2012 11:33
Snjókoma í allan dag - og í kvöld Það var mörgum sem brá þegar þeir komu út í morgun enda var allt nánast á kafi í snjó og á sumum stöðum blasti við sjón sem ekki er óalgengt að sjá á póstkorti. Snjórinn sem nú er úti féll á aðeins tveimur klukkutímum í morgun og gefur það auga leið að það hafi snjóað nokkuð duglega. 24.1.2012 10:51
Harmleikur á Hótel Frón: Móðirin er sakhæf Agné Krataviciuté, litháísk kona, sem ákærð hefur verið fyrir að skilja nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í sumar, er sakhæf. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar mál hennar var tekið fyrir. 24.1.2012 10:23
Vöktu mikla athygli í Abu Dhabi Umhverfisvæn steinsteypa sem Ólafur H. Wallevik prófessor hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og erlendir samstarfsaðilar hafa þróað hefur vakið mikla athygli á Heimsþingi hreinnar orku sem fram fór í Abu Dhabi í síðustu viku. Kolefnisspor nýju steypunnar er aðeins 0,05 kg/kg eða rétt um fjórðungur þess sem steypa af sama styrkleikaflokki hefur. 24.1.2012 09:54
Rafmagnslaust um tíma á Vesturlandi Rafmagn fór af Borgarfirði og Snæfellsnesi þegar spennir leysti út í aðveitustöð við Vatnshamra um klukkan sjö í morgun. Rafmagn komst fljótlega aftur allt svæðið. Tæpum klukkutíma síðar leysti Reykholtsdalslína út en fljótlega tókst að koma rafmagni að Deildartungu og rétt fyrir klukkan níu komst rafmagn aftur á allt svæðið. Eiga nú allir notendur á að vera komnir með rafmagn að því er fram kemur í tilkynningu frá RARIK. 24.1.2012 09:37
Tvöfalt fleiri karlar en konur flytja frá landinu Í fyrra fluttu 986 fleiri karlar úr landi en til landsins og 418 fleiri konur fluttu frá landinu en til þess. 24.1.2012 09:26
Brottfluttir umfram aðflutta voru rúmlega 1.400 í fyrra Árið 2011 fluttust 1.404 fleiri frá landinu en til þess. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 2.134 fluttust úr landi umfram aðflutta. 24.1.2012 09:20
Flughált og slæm færð víða Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er víðast hálka, snjóþekja eða jafnvel þæfingur. Flughált er austan Hvolsvallar. 24.1.2012 08:06
Flugfélag Íslands frestar fyrstu ferðum í dag Flugfélag Íslands hefur frestað fyrstu ferðum sínum innnlands fram á níunda tímann vegna ófærðar og skólaakstur hefur verið felldur niður á Hvammstanga, þar sem ekkert ferðaveður er þar um slóðir. 24.1.2012 07:45
Töluvert tjón í eldsvoða á Skólavörðustíg Eldur kviknaði í eldhúsi veitingahússins Sjávargrillsins á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu um klukkan hálf tvö í nótt. 24.1.2012 07:40
Vindhviðurnar náðu fellibylsstyrk Vindur fór upp í 47 metra á sekúndu í vindhviðu að Hvammi, austan við Markarfljót í nótt, en það er aftakaveður eða fellibylsstyrkur. 24.1.2012 07:03
550 sílíkonaðgerðir á ári Árlega láta að minnsta kosti 550 konur hér á landi stækka á sér brjóstin eða endurnýja gamlar sílíkonfyllingar. Er þessi fjöldi miðaður við síðustu þrjú ár. Hlutfall endurnýjana getur verið allt að fjórðungur af heildartölunni, en oftast er mælst til þess að púðar séu endurnýjaðir á fimm til tíu ára fresti. Brjóstastækkun kostar á bilinu 400 til rúmlega 520 þúsund krónur. 24.1.2012 07:00
Helmingur erlendra fanga búsettur hér Hlutfall erlendra fanga sem búsettir eru hér á landi hefur aukist mikið síðan árið 2000. Í dag býr um helmingur fanga hér, en árið 2000 sátu sjö erlendir einstaklingar í fangelsi á Íslandi og af þeim var einungis einn búsettur hér. 24.1.2012 06:30
Stundum er sígandi lukka best Íslendingar borða aðeins heilsusamlegri mat en síðast þegar mataræði þeirra var kannað árið 2002. Ný könnun sýnir að sykrað gos hefur látið undan síga en sykurlaust gos sækir á. Skortur á D-vítamíni er eitt alvarlegasta vandamálið sem taka þarf á. Ný skýrsla Landlæknis, Matvælastofnunar og Rannsóknastofu í næringarfræði sýnir stöðuna 2010-2011. 24.1.2012 06:00
Meiri ánægja með skýrslur í Barnahúsi Bæði börn og foreldrar eru ánægðari með skýrslutökur sem fara fram í Barnahúsi en í húsnæði dómstóla. 24.1.2012 05:30
Ekki rétta leiðin í kjarabaráttu Maður á miðjum aldri var í gær sýknaður af ákæru um fjárdrátt í Vínbúð ÁTVR á Hellu haustið 2009. 24.1.2012 05:30
Hugnast ekki hugmyndir um þjóðstjórn Listi Kópavogsbúa skoraði í gær á önnur framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs að mynda "nokkurs konar þjóðstjórn“. 24.1.2012 05:00
Seldu handavinnuna til að styrkja langveik börn Krakkarnir í þremur yngstu bekkjardeildum Sæmundarskóla í Grafarholti söfnuðu hátt í þrjátíu þúsund krónum á basar til styrktar langveikum börnum. 24.1.2012 05:00
Vantar höfuðkirkju segir sveitarstjóri Sóknarnefnd Stórólfshvolskirkju vill að Rangárþing eystra komi að byggingu nýrrar kirkju og samnýtingu húsnæðis og starfsmanns. 24.1.2012 04:30
Safna svo fáist augnlæknir Augnlæknir fæst ekki lengur til starfa á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi vegna tækjaskorts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hollvinasamtökum HSB um söfnunarátak fyrir nýjum búnaði fyrir HSB. 24.1.2012 03:30
Bestu opinberu vefirnir valdir Tryggingastofnun er með besta opinbera vefinn og Akureyrarbær með besta sveitarfélagsvefinn. Þetta er mat dómnefndar sem var fengin til að meta 267 opinbera vefi. 24.1.2012 03:00
Vill selja hlut í Faxaflóahöfnum Byggðaráð Borgarbyggðar ákvað á aukafundi á sunnudagskvöld að reyna að selja hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum. Tilgangurinn er að fjármagna hluta Borgarbyggðar í átta milljarða króna lánveitingu eigenda til Orkuveitu Reykjavíkur. 24.1.2012 02:45
Málum fjölgaði um 40 prósent milli ára Á árinu 2011 bárust umboðsmanni Alþingis alls 519 kvartanir. Á sama tíma tók hann til athugunar níu mál að eigin frumkvæði. Skráð mál á árinu voru því alls 528 talsins, en það er 40 prósenta fjölgun frá árinu áður. 24.1.2012 02:45
Hækkanir verði dregnar til baka Hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við aldraða koma mjög illa við eldri borgara. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir hækkununum í ályktun og skorar á borgina að draga þær til baka. 24.1.2012 02:00
Fyrri ferð Herjólfs þriðjudag felld niður vegna óhagstæðar veðurspár Ákveðið hefur verið að fella niður fyrri ferð Herjólfs þriðjudag vegna óhagstæðrar veðurspár og hefur Veðurstofan gefið út stormviðvörun. 23.1.2012 21:09
Enn ein stormviðvörunin: Veður fer mjög versnandi suðvestanlands í kvöld Ábending veðurfræðings fyrir kvöldið og nóttina: Veður fer mjög versnandi suðvestanlands í kvöld. Skafrenningur og takmarkað skyggni á veginum austur fyrir fjall strax um kvöldmatarleytið og hríðarveður um mest allt suðvestan og sunnanvert landið frá því seint í kvöld eða snemma í nótt. 23.1.2012 20:26
Lítil stemning innan þingflokks VG Stemningin var lítil innan þingflokks vinstri grænna sem fundaði í Borgarnesi í dag eftir átök helgarinnar. Steingrímur J. Sigfússon segir það þó hljóta að vega þungt meðal þingmanna flokksins að glutra ekki árangri ríkisstjórnarsamstarfsins niður eftir allar fórnirnar sem hafi verið færðar. 23.1.2012 19:30
Segir gagnrýni byggða á misskilningi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að gagnrýni flokkssystkina á ákvarðanir hennar í Landsdómsmálinu byggi á misskilningi. Að minnsta kosti fimm stjórnarþingmenn vilja að hún víki sæti sem forseti Alþingis. 23.1.2012 18:26
Outlaws-maður áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum af meintum skotárásarmönnum sem var handtekinn í nóvember síðastliðnum. Manninum er gefið að sök að hafa skotið á bifreið manns við Sævarhöfða þann 18. nóvember síðastliðinn en talið er að ástæðan sé óuppgerð fíkniefnaskuld. Maðurinn er talinn tengjast vélhjólagenginu Outlaws. 23.1.2012 17:21
Egill aftur kærður fyrir nauðgun Önnur kona hefur kært Egil "Gillzenegger" Einarsson fyrir nauðgun, samkvæmt því sem kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar segir að konan hafi farið til lögreglu í dag og lagt kæruna fram. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögeglunnar, vildi ekki staðfesta frétt RÚV í samtali við Vísi nú fyrir stundu. 23.1.2012 16:32