Fleiri fréttir Klippt af 160 ökutækjum Um helgina voru skráningarnúmer fjarlægð af eitt hundrað og sextíu ökutækjum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þau hafi verið ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvorutveggja. 23.1.2012 14:37 Íslendingar taka sig á í mataræðinu Niðurstöður landskönnunar á mataræði landsmanna 2010-2011 benda til þess að mataræði mataræði Íslendinga hefur þokast nær ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði frá árinu 2002. 23.1.2012 14:20 Ákærður fyrir aðild að úraráni - átti að koma þýfinu úr landi Ríkissaksóknari hefur ákært mann fyrir aðild sína að ráni í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi í október síðastliðnum Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi eftir að þýfið fannst í fórum hans en talið er að hann hafi átt að koma því úr landi. 23.1.2012 13:31 Heimaeyjargosið hófst fyrir 39 árum Í dag eru þrjátíu og níu ár liðin síðan að Heimaeyjargosið hófst í Vestmannaeyjum. Gosið var fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi en jörðin austan við Kirkjubæ opnaðist rétt eftir miðnætti 23. janúar 1973. Gosið stóð til 3. júlí sama ár en fjölmörg hús fóru undir hraun. Á vef Eyjafrétta segir að vel hafi tekist að koma Eyjamönnum frá Heimaey þar sem flotinn hafi verið að mestu leyti í landi vegna óveðurs daginn áður en gosið hófst. 23.1.2012 13:16 Vinstri grænir ánægðastir með Skaupið - sjálfstæðismenn ósáttari Áramótaskaupið virðist hafa fallið flestum landsmönnum vel í geð, ef marka má nýja könnun MMR. Þar var fólk spurt hvað því fannst um Skaupið og sögðu 64,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku að þeim hefði fundist það gott. 18 prósent fannst það bæði gott og slæmt og 17,2 prósent voru á því að það hefði verið slakt. 23.1.2012 12:18 Fagnar hertum reglum um klámefni Forstöðumaður Barnahúss fagnar nýju frumvarpi innanríkisráðherra sem flokkar bæði teiknimyndaklám og klám þar sem fullorðnir eru barngerðir sem barnaklám. Hann segir að þannig sé hægt að draga úr líkunum á barnamisnotkun í framtíðinni. 23.1.2012 12:01 Óánægja með Ástu Ragnheiði - 5 stjórnarþingmenn vilja hana burt Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur rétt að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir láti af embætti forseta Alþingis. Hann ætlar að styðja tillögu þessa efnis sem nú er í undirbúningi. Mikil óánægja er með störf Ástu Ragnheiðar meðal þingmanna Samfylkingarinnar eftir atkvæðagreiðsluna um Landsdómsmálið á föstudag. 23.1.2012 12:00 Sveik út 450 þúsund - sagði tvífara sinn vera þjófinn Kona á sextugsaldri var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjársvik. Konan notaði tvo greiðslukort sem hún komst yfir í 23 skipti til að kaupa vörur að andvirði 446 þúsund króna. Brotin áttu sér stað í febrúar og nóvember árið 2009. 23.1.2012 11:50 Helstu átökin nú innan ríkisstjórnarinnar Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og kennari í Háskólanum á Bifröst, segir deilurnar innan ríkisstjórnarinnar blasa við öllum, í kjölfar þeirra ákvörðunar þingsins að fella tillögu um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga ákæru á hendur Geir H. Haarde til baka. 23.1.2012 10:39 Borgarafundur í Háskólabíói í kvöld Boðað hefur verið til borgarafundar í Háskólabíóí í kvöld þar sem staða lánþega verður í brennidepli. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur í tvo tíma. Auk reynslusagna verður farið í það hvernig verðtryggingin virkar og bent á lausnir. Fundurinn er sjálfstætt framhald fjölmenns fundar sem haldinn var á sama stað síðastliðið haust. Fundarstjórar verða þau Eiríkur S. Svavarsson og Rakel Sigurgeirsdóttir. 23.1.2012 10:34 Guðrún enn spurningarmerki - viðræðurnar ekki komnar langt "Það er eitt af þessum málum sem þarf að fara virkilega vel yfir," segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi, aðspurður hvort að Guðrún Pálsdóttir haldi áfram sem bæjarstjóri. Nú um helgina hófust formlegar viðræður á milil Sjálfstæðisflokksins, Y-Lista Kópavogsbúa og Næst besta flokksins um að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn. 23.1.2012 10:06 Samráð við íbúa um Hljómalindarreit Íbúar, hagsmunaaðilar og Reykjavíkurborg eiga að fá að vera með í ráðum um skipulag á Hljómalindarreitnum svokallaða sem afmarkast af Laugavegi, Hverfisgötu, Klapparstíg og Smiðjustíg. 23.1.2012 10:00 Fjórir struku af unglingaheimili í nótt Fjórir unglingar fæddir árin 1994 til 1997 struku af unglingaheimilinu Lækjarbakka á Rangárvöllum í nótt. 23.1.2012 08:46 Þetta voru greinilega mistök hjá okkur Fyrirtækið Emmess hefur hætt dreifingu á stelpu- og strákaís vegna harðra viðbragða almennings. „Þetta voru greinilega mistök hjá okkur að gera þetta því við höfum fengið mjög hörð viðbrögð,“ segir Leifur Grímsson, markaðsstjóri Emmess. 23.1.2012 08:00 Töluvert tjón af leka í heilsugæslustöð Töluvert tjón varð í heilsugæslustöð Seltjarnarness, þegar kaldavatnskrani fór að leka og vatn flæddi um allt og niður í kjallara. 23.1.2012 07:22 Mikki mús styður Ólaf Ragnar áfram í embætti forseta Hægt er að skrá hvaða bull nafn sem er og hvaða kennitölurugl sem er, í undirskriftasöfnun,sem hófst á netinu fyrir helgi, þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson forseta, að gefa áfram kost á sér í embættið. 23.1.2012 07:16 Mannekla hjá lögreglu vandamál í Leifsstöð Dæmi eru um að starfsmenn á Keflavíkurflugvelli komist ekki leiðar sinnar um völlinn vegna útrunna starfsmannapassa sem þeir fá ekki endurnýjaða. Um 160 umsóknir varðandi endurnýjaða starfsmannapassa liggja nú á borði lögreglunnar á Suðurnesjum, en endurnýjunar var krafist á þriggja ára fresti. 23.1.2012 07:00 Áhyggjur af sterkum efnum í tannhvíttun Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. 23.1.2012 06:00 Fá aðgang að trúnaðargögnum Borgarráð skipaði á fimmtudag þriggja manna úttektarnefnd til að skoða stjórnsýsluna og stjórnkerfið í borginni í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. 23.1.2012 05:30 Állinn nær allt að fjörutíu ára aldri Rannsóknir Veiðimálastofnunar á bjartál í Elliðaánum sýna að áll sem elst upp á Íslandi getur náð háum aldri. Álar sem Veiðimálastofnun rannsakaði í göngu niður Elliðaárnar voru allt að 40 ára. 23.1.2012 05:00 Vill styðja fjárfestingu og efla tengsl Kína styður viðleitni Evrópuþjóða til þess að viðhalda fjármálalegum stöðugleika og hagvexti. Fréttavefur Kínverska ríkisútvarpsins (CRI) greinir frá því að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, hafi látið þessi orð falla á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í byrjun síðustu viku þegar þeir hittust á heimsþingi hreinnar orku í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 23.1.2012 03:00 Gagnrýnir markaðssetningu á nýjum gosdrykk Gosdrykkur sem er nýkominn á íslenskan markað er sagður auka brennslu líkamans svo um munar. Fullyrðingin á ekki við rök að styðjast að mati næringarfræðings sem telur slík fyrirheit geta verið neytendum skaðleg. 22.1.2012 19:22 Eitt tonn af kennslubókum frá Kína Rúmlega eitt tonn af kennslubókum í kínversku á íslenskri tungu bárust hingað til lands á dögunum. Þær eru gjöf frá Kínverjum en bækurnar eru ætlaðar fyrir allt niður í fimm ára börn. 22.1.2012 19:08 Leitar stuðnings við vantraust á Ástu Ragnheiði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er farin af stað með undirskriftarsöfnun til þess að safna stuðningi við vantrauststillögu á hendur Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. 22.1.2012 13:46 Allt tiltækt lið kallað að Já Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að höfuðstöðvum Já, sem gefur út Símaskrána, nú rétt fyrir hádegi. Reykur barst úr vararafstöð en slökkvitæki voru notuð til að slökkva þann eld sem var og var flestum slökkviliðsbílum snúið frá. Staðurinn var reykræstur en enn liggur ekki fyrir hvort einhverjar skemmdir hafi orðið. 22.1.2012 12:16 Flensan að gera vart við sig Árleg inflúensa virðist vera að ná sér á strik en sóttvarnarlæknir segir sífellt stærra hlutfall þeirra sem leita til læknis hafa fundið fyrir einkennum flensunnar. 22.1.2012 12:09 Finnst koma til greina að Ögmundur víki úr ríkisstjórn Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sér finnist koma til greina að Ögmundur Jónasson láti af embætti ráðherra vegna afstöðu sinnar í atkvæðagreiðslu um frávísunartillögu á tillögu Bjarna Benediktssonar um að láta málshöfðun gegn Geir Haarde forsætisráðherra niður falla. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Álfheiður að Ögmundur sæti á ráðherrastól í umboði þingflokks VG, að tillögu formanns flokksins. Hún réði því ekki ein hvort hann sæti áfram. 22.1.2012 11:23 Handtóku skammbyssumann - verður yfirheyrður Karlmaður var handtekinn grunaður um brot á vopnalögum um miðnættið í gær. Upplýsingar höfðu borist lögreglunni um skammbyssu í hans vörslu. Maðurinn var færður á næstu lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður frekar. 22.1.2012 10:49 Vilja nýja sundlaug í Fossvogi Borgarráð Reykjavíkur vill tryggja að mögulegt verði að gera sundlaug í Fossvogsdal. Málið var rætt á borgarráðsfundi síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt hugmyndinni er gert ráð fyrir að sundlaugin verði byggð í samvinnu við Kópavogsbæ og sveitarfélögin tvö munu skipta með sér kostnaði ef að verkinu verður. 22.1.2012 10:19 Tæplega 12 þúsund skora á forsetann til endurkjörs Nú hafa rúmlega 11600 manns skorað á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að gefa kost á sér til að sitja áfram í forsetaembættinu á næsta kjörtímabili. Undirskriftarsöfnun þess efnis fer fram á vefsíðu sem sett var upp fyrir tæpum tveimur sólarhringum. Kjörtímabili forsetans lýkur í lok júlí næstkomandi. Ólafur Ragnar hefur þá setið í embættinu í sextán ár. Í nýársávarpi sínu gaf hann það sterklega til kynna að hann myndi hverfa af stóli forseta, en útilokaði þó ekki að hann myndi gefa kost á sér áfram. 22.1.2012 09:44 Fundu fíkniefni á ökumanni Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann sem grunaður var um að aka undir áhrifum fíkniefna í nágrenni við Selfoss í nótt. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af manninum fannst lítilræði af fíkniefni á honum. Hann hafði aldrei hlotið réttindi til þess að aka bíl. Þá var annar ökumaður stöðvaður í nágrenni við Selfoss nú í morgunsárið. Sá reyndist vera undir áhrifum áfengis og hafði auk þess verið sviptur ökuréttindum. 22.1.2012 09:26 Tvö umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Tvö umferðarslys urðu með stuttu millibili í nótt á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi, skammt frá Nýbílavegi, þar sem bílum var í báðum tilfellum ekið á ljósastaura. Í fyrra tilfellinu voru tveir sendir á slysadeild til aðhlynningar, en ekki er vitað hvort fólkið sé alvarlega slasað. Í seinna tilfellinu slasaðist enginn. 22.1.2012 08:58 Hlaupa maraþon á Gasa fyrir börnin Eitt þeirra verkefna sem Ísland-Palestína styrkir er Gasamaraþonið sem fram fer 1. mars næstkomandi í annað sinn. Gasasvæðið er mjó strandlengja, 42 kílómetra löng, sem er einmitt vegalengd heils maraþons. Hlaupið verður frá Beit Hanoun í Egyptalandi í norðri, suður til Rafah í suðri. Búist er við að um 1.000 palestínsk börn taki þátt. "Þau fá skó, bol til að hlaupa í og mat yfir daginn. Í einn dag fá þau að upplifa sig sjálf eins og börn sem skipta máli og umheimurinn lætur sig varða,“ segir Lára. Hún segir að börnin hlaupi þær vegalengdir sem þau treysti sér til, en mörg þeirra þjáist af næringarskorti og hafa því ekki fullan þrótt. 21.1.2012 20:00 Minntust björgun breskra hermanna Nú um helgina eru liðin 70 ár frá því að heimilisfólkið á Veturhúsum við Eskifjörð bjargaði yfir 40 breskum hermönnum, sem höfðu farið fótgangandi frá Reyðarfirði yfir fjalllendið áleiðis til Eskifjarðar. Þeir lögðu af stað um morguninn hinn 20. janúar í blíðviðri en hrepptu voðaveður, rok og úrhelli þegar leið á daginn. Alls voru 60 breskir hermenn í þessari för og létust 8 þeirra. 21.1.2012 19:27 Kópavogsbær heiðrar Hallfríði Hallfríður J. Ragnheiðardóttir hlaut í dag Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Triptych í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs. Hallfríður er ellefti handhafi verðlaunanna en tilgangur samkeppninnar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist. 21.1.2012 20:02 Ég er frjáls eins og fuglinn Þegar Lára Jónsdóttir var um fimmtugt seldi hún þakið ofan af höfði sér, sagði upp góðri framkvæmdastjórastöðu og fann til mikils léttis. Síðan hefur hún ferðast vítt og breitt um heimsbyggðina, meðal annars til hins hertekna Gasasvæðis. 21.1.2012 20:00 Hægt verði að afgreiða málið fyrir aðalmeðferð Formaður þingnefndar sem á að fjalla um tillögu um að afturkalla ákærur á hendur Geir H. Haarde vonast til að Alþingi verði búið að afgreiða málið áður en aðalmeðferð hefst í málinu í mars. Málið verður líklega tekið fram fyrir önnur mál í nefndinni. 21.1.2012 18:49 Bílvelta á Vesturlandsvegi Bílvelta varð á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar um klukkan sex í dag. Lögreglan og sjúkralið voru kölluð á staðinn, en engin meiðsl urðu á fólki. 21.1.2012 18:32 Jóhann er bæjarlistamaður Seltjarnarness Jóhann G. Jóhannsson leikari er bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2012. Þetta er í fimmtánda sinn sem Seltirningar útnefna bæjarlistamann, en það var gert fyrst árið 1996. Þá var það Gunnar Kvaran sellóleikari sem var bæjarlistamaður Seltjarnarness. Jóhann tók við nafnbótinni við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness þar sem Katrín Pálsdóttir formaður Menningarnefndar Seltjarnarness afhenti honum heiðursskjal og starfsstyrk. 21.1.2012 17:49 Össur segir fráleitt að Geirsmálið sprengi stjórnarsamstarfið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fráleitt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær á Alþingi muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Atkvæðin féllu, eins og greint hefur verið frá, þannig að Alþingi ákvað að efnisleg umræða skyldi fara fram um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga málshöfðun gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. 21.1.2012 17:14 Fullir menn festu bílana sína Lögreglan hafði afskipti af ökumönnum sem voru á mótorhjólum á Hvaleyrarvatni laust fyrir klukkan tvö i dag. Búið er að banna akstur mótorhjóla á ísnum og skilti þar að lútandi komin upp. Lögregla fór á vettvang og benti ökumönnum hjólanna á þetta og yfirgáfu þeir svæðið. 21.1.2012 16:19 Greiddu atkvæði um allt annað en Geir Haarde Það eru sterkar tilfinningar sem berast í brjósti þeirra sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga eftir atburði gærdagsins. Þá felldi Alþingi frávísunartillögu sem lögð hafi verið fram á tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella niður málshöfðun gegn Geir Haarde niður. 21.1.2012 15:33 Vilja stækka griðasvæði hvala Þrír þingmenn hafa lagt til að griðasvæði hvala í Faxaflóa verði stækkað frá Eldey að ysta odda Snæfellsness. Þá verði jafnframt tryggt griðasvæði hvala fyrir Norðurlandi þar sem hvalaskoðun sé vaxandi atvinnugrein. Þá vilja þingmennirnir jafnframt að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setji heildstæðar reglur um framkvæmd og skipulag hvalaskoðunar. 21.1.2012 13:37 Guðfríður sakar forsætisráðherra um hótanir Svo virðist sem lærdómurinn sem margir hafa kosið að draga af hruninu sé í besta falli að skapa ný formerki fyrir sömu vinnubörgðin,“ sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, þegar hún rökstuddi þá ákvörðun sína í gær að greiða atkvæði gegn tillögu um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málshöfðun Alþingis gegn Geir Haarde niður. 21.1.2012 12:04 Skrif Hallgríms ollu þungu áfalli Dóttir Brynhildar Georgíu Björnsson, sem Hallgrímur Helgason byggir aðalpersónuna í nýjustu skáldsögu sinni á, segist hafa orðið fyrir þungu áfalli þegar hún las bókina í september á síðasta ári. Brynhildur var barnabarn Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins, en hún mun hafa sagt Hallgrími sögur af sér og fjölskyldu sinni áður en hún lést árið 2008. Í bókinni, sem ber titilinn Konan við 1000° byggir Hallgrímur söguna að einhverju leyti á frásögnum hennar en skáldar jafnframt í eyðurnar. 21.1.2012 10:58 Sjá næstu 50 fréttir
Klippt af 160 ökutækjum Um helgina voru skráningarnúmer fjarlægð af eitt hundrað og sextíu ökutækjum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þau hafi verið ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvorutveggja. 23.1.2012 14:37
Íslendingar taka sig á í mataræðinu Niðurstöður landskönnunar á mataræði landsmanna 2010-2011 benda til þess að mataræði mataræði Íslendinga hefur þokast nær ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði frá árinu 2002. 23.1.2012 14:20
Ákærður fyrir aðild að úraráni - átti að koma þýfinu úr landi Ríkissaksóknari hefur ákært mann fyrir aðild sína að ráni í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi í október síðastliðnum Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi eftir að þýfið fannst í fórum hans en talið er að hann hafi átt að koma því úr landi. 23.1.2012 13:31
Heimaeyjargosið hófst fyrir 39 árum Í dag eru þrjátíu og níu ár liðin síðan að Heimaeyjargosið hófst í Vestmannaeyjum. Gosið var fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi en jörðin austan við Kirkjubæ opnaðist rétt eftir miðnætti 23. janúar 1973. Gosið stóð til 3. júlí sama ár en fjölmörg hús fóru undir hraun. Á vef Eyjafrétta segir að vel hafi tekist að koma Eyjamönnum frá Heimaey þar sem flotinn hafi verið að mestu leyti í landi vegna óveðurs daginn áður en gosið hófst. 23.1.2012 13:16
Vinstri grænir ánægðastir með Skaupið - sjálfstæðismenn ósáttari Áramótaskaupið virðist hafa fallið flestum landsmönnum vel í geð, ef marka má nýja könnun MMR. Þar var fólk spurt hvað því fannst um Skaupið og sögðu 64,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku að þeim hefði fundist það gott. 18 prósent fannst það bæði gott og slæmt og 17,2 prósent voru á því að það hefði verið slakt. 23.1.2012 12:18
Fagnar hertum reglum um klámefni Forstöðumaður Barnahúss fagnar nýju frumvarpi innanríkisráðherra sem flokkar bæði teiknimyndaklám og klám þar sem fullorðnir eru barngerðir sem barnaklám. Hann segir að þannig sé hægt að draga úr líkunum á barnamisnotkun í framtíðinni. 23.1.2012 12:01
Óánægja með Ástu Ragnheiði - 5 stjórnarþingmenn vilja hana burt Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur rétt að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir láti af embætti forseta Alþingis. Hann ætlar að styðja tillögu þessa efnis sem nú er í undirbúningi. Mikil óánægja er með störf Ástu Ragnheiðar meðal þingmanna Samfylkingarinnar eftir atkvæðagreiðsluna um Landsdómsmálið á föstudag. 23.1.2012 12:00
Sveik út 450 þúsund - sagði tvífara sinn vera þjófinn Kona á sextugsaldri var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjársvik. Konan notaði tvo greiðslukort sem hún komst yfir í 23 skipti til að kaupa vörur að andvirði 446 þúsund króna. Brotin áttu sér stað í febrúar og nóvember árið 2009. 23.1.2012 11:50
Helstu átökin nú innan ríkisstjórnarinnar Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og kennari í Háskólanum á Bifröst, segir deilurnar innan ríkisstjórnarinnar blasa við öllum, í kjölfar þeirra ákvörðunar þingsins að fella tillögu um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga ákæru á hendur Geir H. Haarde til baka. 23.1.2012 10:39
Borgarafundur í Háskólabíói í kvöld Boðað hefur verið til borgarafundar í Háskólabíóí í kvöld þar sem staða lánþega verður í brennidepli. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur í tvo tíma. Auk reynslusagna verður farið í það hvernig verðtryggingin virkar og bent á lausnir. Fundurinn er sjálfstætt framhald fjölmenns fundar sem haldinn var á sama stað síðastliðið haust. Fundarstjórar verða þau Eiríkur S. Svavarsson og Rakel Sigurgeirsdóttir. 23.1.2012 10:34
Guðrún enn spurningarmerki - viðræðurnar ekki komnar langt "Það er eitt af þessum málum sem þarf að fara virkilega vel yfir," segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi, aðspurður hvort að Guðrún Pálsdóttir haldi áfram sem bæjarstjóri. Nú um helgina hófust formlegar viðræður á milil Sjálfstæðisflokksins, Y-Lista Kópavogsbúa og Næst besta flokksins um að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn. 23.1.2012 10:06
Samráð við íbúa um Hljómalindarreit Íbúar, hagsmunaaðilar og Reykjavíkurborg eiga að fá að vera með í ráðum um skipulag á Hljómalindarreitnum svokallaða sem afmarkast af Laugavegi, Hverfisgötu, Klapparstíg og Smiðjustíg. 23.1.2012 10:00
Fjórir struku af unglingaheimili í nótt Fjórir unglingar fæddir árin 1994 til 1997 struku af unglingaheimilinu Lækjarbakka á Rangárvöllum í nótt. 23.1.2012 08:46
Þetta voru greinilega mistök hjá okkur Fyrirtækið Emmess hefur hætt dreifingu á stelpu- og strákaís vegna harðra viðbragða almennings. „Þetta voru greinilega mistök hjá okkur að gera þetta því við höfum fengið mjög hörð viðbrögð,“ segir Leifur Grímsson, markaðsstjóri Emmess. 23.1.2012 08:00
Töluvert tjón af leka í heilsugæslustöð Töluvert tjón varð í heilsugæslustöð Seltjarnarness, þegar kaldavatnskrani fór að leka og vatn flæddi um allt og niður í kjallara. 23.1.2012 07:22
Mikki mús styður Ólaf Ragnar áfram í embætti forseta Hægt er að skrá hvaða bull nafn sem er og hvaða kennitölurugl sem er, í undirskriftasöfnun,sem hófst á netinu fyrir helgi, þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson forseta, að gefa áfram kost á sér í embættið. 23.1.2012 07:16
Mannekla hjá lögreglu vandamál í Leifsstöð Dæmi eru um að starfsmenn á Keflavíkurflugvelli komist ekki leiðar sinnar um völlinn vegna útrunna starfsmannapassa sem þeir fá ekki endurnýjaða. Um 160 umsóknir varðandi endurnýjaða starfsmannapassa liggja nú á borði lögreglunnar á Suðurnesjum, en endurnýjunar var krafist á þriggja ára fresti. 23.1.2012 07:00
Áhyggjur af sterkum efnum í tannhvíttun Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. 23.1.2012 06:00
Fá aðgang að trúnaðargögnum Borgarráð skipaði á fimmtudag þriggja manna úttektarnefnd til að skoða stjórnsýsluna og stjórnkerfið í borginni í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. 23.1.2012 05:30
Állinn nær allt að fjörutíu ára aldri Rannsóknir Veiðimálastofnunar á bjartál í Elliðaánum sýna að áll sem elst upp á Íslandi getur náð háum aldri. Álar sem Veiðimálastofnun rannsakaði í göngu niður Elliðaárnar voru allt að 40 ára. 23.1.2012 05:00
Vill styðja fjárfestingu og efla tengsl Kína styður viðleitni Evrópuþjóða til þess að viðhalda fjármálalegum stöðugleika og hagvexti. Fréttavefur Kínverska ríkisútvarpsins (CRI) greinir frá því að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, hafi látið þessi orð falla á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í byrjun síðustu viku þegar þeir hittust á heimsþingi hreinnar orku í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 23.1.2012 03:00
Gagnrýnir markaðssetningu á nýjum gosdrykk Gosdrykkur sem er nýkominn á íslenskan markað er sagður auka brennslu líkamans svo um munar. Fullyrðingin á ekki við rök að styðjast að mati næringarfræðings sem telur slík fyrirheit geta verið neytendum skaðleg. 22.1.2012 19:22
Eitt tonn af kennslubókum frá Kína Rúmlega eitt tonn af kennslubókum í kínversku á íslenskri tungu bárust hingað til lands á dögunum. Þær eru gjöf frá Kínverjum en bækurnar eru ætlaðar fyrir allt niður í fimm ára börn. 22.1.2012 19:08
Leitar stuðnings við vantraust á Ástu Ragnheiði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er farin af stað með undirskriftarsöfnun til þess að safna stuðningi við vantrauststillögu á hendur Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. 22.1.2012 13:46
Allt tiltækt lið kallað að Já Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að höfuðstöðvum Já, sem gefur út Símaskrána, nú rétt fyrir hádegi. Reykur barst úr vararafstöð en slökkvitæki voru notuð til að slökkva þann eld sem var og var flestum slökkviliðsbílum snúið frá. Staðurinn var reykræstur en enn liggur ekki fyrir hvort einhverjar skemmdir hafi orðið. 22.1.2012 12:16
Flensan að gera vart við sig Árleg inflúensa virðist vera að ná sér á strik en sóttvarnarlæknir segir sífellt stærra hlutfall þeirra sem leita til læknis hafa fundið fyrir einkennum flensunnar. 22.1.2012 12:09
Finnst koma til greina að Ögmundur víki úr ríkisstjórn Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sér finnist koma til greina að Ögmundur Jónasson láti af embætti ráðherra vegna afstöðu sinnar í atkvæðagreiðslu um frávísunartillögu á tillögu Bjarna Benediktssonar um að láta málshöfðun gegn Geir Haarde forsætisráðherra niður falla. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Álfheiður að Ögmundur sæti á ráðherrastól í umboði þingflokks VG, að tillögu formanns flokksins. Hún réði því ekki ein hvort hann sæti áfram. 22.1.2012 11:23
Handtóku skammbyssumann - verður yfirheyrður Karlmaður var handtekinn grunaður um brot á vopnalögum um miðnættið í gær. Upplýsingar höfðu borist lögreglunni um skammbyssu í hans vörslu. Maðurinn var færður á næstu lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður frekar. 22.1.2012 10:49
Vilja nýja sundlaug í Fossvogi Borgarráð Reykjavíkur vill tryggja að mögulegt verði að gera sundlaug í Fossvogsdal. Málið var rætt á borgarráðsfundi síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt hugmyndinni er gert ráð fyrir að sundlaugin verði byggð í samvinnu við Kópavogsbæ og sveitarfélögin tvö munu skipta með sér kostnaði ef að verkinu verður. 22.1.2012 10:19
Tæplega 12 þúsund skora á forsetann til endurkjörs Nú hafa rúmlega 11600 manns skorað á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að gefa kost á sér til að sitja áfram í forsetaembættinu á næsta kjörtímabili. Undirskriftarsöfnun þess efnis fer fram á vefsíðu sem sett var upp fyrir tæpum tveimur sólarhringum. Kjörtímabili forsetans lýkur í lok júlí næstkomandi. Ólafur Ragnar hefur þá setið í embættinu í sextán ár. Í nýársávarpi sínu gaf hann það sterklega til kynna að hann myndi hverfa af stóli forseta, en útilokaði þó ekki að hann myndi gefa kost á sér áfram. 22.1.2012 09:44
Fundu fíkniefni á ökumanni Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann sem grunaður var um að aka undir áhrifum fíkniefna í nágrenni við Selfoss í nótt. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af manninum fannst lítilræði af fíkniefni á honum. Hann hafði aldrei hlotið réttindi til þess að aka bíl. Þá var annar ökumaður stöðvaður í nágrenni við Selfoss nú í morgunsárið. Sá reyndist vera undir áhrifum áfengis og hafði auk þess verið sviptur ökuréttindum. 22.1.2012 09:26
Tvö umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Tvö umferðarslys urðu með stuttu millibili í nótt á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi, skammt frá Nýbílavegi, þar sem bílum var í báðum tilfellum ekið á ljósastaura. Í fyrra tilfellinu voru tveir sendir á slysadeild til aðhlynningar, en ekki er vitað hvort fólkið sé alvarlega slasað. Í seinna tilfellinu slasaðist enginn. 22.1.2012 08:58
Hlaupa maraþon á Gasa fyrir börnin Eitt þeirra verkefna sem Ísland-Palestína styrkir er Gasamaraþonið sem fram fer 1. mars næstkomandi í annað sinn. Gasasvæðið er mjó strandlengja, 42 kílómetra löng, sem er einmitt vegalengd heils maraþons. Hlaupið verður frá Beit Hanoun í Egyptalandi í norðri, suður til Rafah í suðri. Búist er við að um 1.000 palestínsk börn taki þátt. "Þau fá skó, bol til að hlaupa í og mat yfir daginn. Í einn dag fá þau að upplifa sig sjálf eins og börn sem skipta máli og umheimurinn lætur sig varða,“ segir Lára. Hún segir að börnin hlaupi þær vegalengdir sem þau treysti sér til, en mörg þeirra þjáist af næringarskorti og hafa því ekki fullan þrótt. 21.1.2012 20:00
Minntust björgun breskra hermanna Nú um helgina eru liðin 70 ár frá því að heimilisfólkið á Veturhúsum við Eskifjörð bjargaði yfir 40 breskum hermönnum, sem höfðu farið fótgangandi frá Reyðarfirði yfir fjalllendið áleiðis til Eskifjarðar. Þeir lögðu af stað um morguninn hinn 20. janúar í blíðviðri en hrepptu voðaveður, rok og úrhelli þegar leið á daginn. Alls voru 60 breskir hermenn í þessari för og létust 8 þeirra. 21.1.2012 19:27
Kópavogsbær heiðrar Hallfríði Hallfríður J. Ragnheiðardóttir hlaut í dag Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Triptych í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs. Hallfríður er ellefti handhafi verðlaunanna en tilgangur samkeppninnar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist. 21.1.2012 20:02
Ég er frjáls eins og fuglinn Þegar Lára Jónsdóttir var um fimmtugt seldi hún þakið ofan af höfði sér, sagði upp góðri framkvæmdastjórastöðu og fann til mikils léttis. Síðan hefur hún ferðast vítt og breitt um heimsbyggðina, meðal annars til hins hertekna Gasasvæðis. 21.1.2012 20:00
Hægt verði að afgreiða málið fyrir aðalmeðferð Formaður þingnefndar sem á að fjalla um tillögu um að afturkalla ákærur á hendur Geir H. Haarde vonast til að Alþingi verði búið að afgreiða málið áður en aðalmeðferð hefst í málinu í mars. Málið verður líklega tekið fram fyrir önnur mál í nefndinni. 21.1.2012 18:49
Bílvelta á Vesturlandsvegi Bílvelta varð á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar um klukkan sex í dag. Lögreglan og sjúkralið voru kölluð á staðinn, en engin meiðsl urðu á fólki. 21.1.2012 18:32
Jóhann er bæjarlistamaður Seltjarnarness Jóhann G. Jóhannsson leikari er bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2012. Þetta er í fimmtánda sinn sem Seltirningar útnefna bæjarlistamann, en það var gert fyrst árið 1996. Þá var það Gunnar Kvaran sellóleikari sem var bæjarlistamaður Seltjarnarness. Jóhann tók við nafnbótinni við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness þar sem Katrín Pálsdóttir formaður Menningarnefndar Seltjarnarness afhenti honum heiðursskjal og starfsstyrk. 21.1.2012 17:49
Össur segir fráleitt að Geirsmálið sprengi stjórnarsamstarfið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fráleitt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær á Alþingi muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Atkvæðin féllu, eins og greint hefur verið frá, þannig að Alþingi ákvað að efnisleg umræða skyldi fara fram um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga málshöfðun gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. 21.1.2012 17:14
Fullir menn festu bílana sína Lögreglan hafði afskipti af ökumönnum sem voru á mótorhjólum á Hvaleyrarvatni laust fyrir klukkan tvö i dag. Búið er að banna akstur mótorhjóla á ísnum og skilti þar að lútandi komin upp. Lögregla fór á vettvang og benti ökumönnum hjólanna á þetta og yfirgáfu þeir svæðið. 21.1.2012 16:19
Greiddu atkvæði um allt annað en Geir Haarde Það eru sterkar tilfinningar sem berast í brjósti þeirra sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga eftir atburði gærdagsins. Þá felldi Alþingi frávísunartillögu sem lögð hafi verið fram á tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella niður málshöfðun gegn Geir Haarde niður. 21.1.2012 15:33
Vilja stækka griðasvæði hvala Þrír þingmenn hafa lagt til að griðasvæði hvala í Faxaflóa verði stækkað frá Eldey að ysta odda Snæfellsness. Þá verði jafnframt tryggt griðasvæði hvala fyrir Norðurlandi þar sem hvalaskoðun sé vaxandi atvinnugrein. Þá vilja þingmennirnir jafnframt að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setji heildstæðar reglur um framkvæmd og skipulag hvalaskoðunar. 21.1.2012 13:37
Guðfríður sakar forsætisráðherra um hótanir Svo virðist sem lærdómurinn sem margir hafa kosið að draga af hruninu sé í besta falli að skapa ný formerki fyrir sömu vinnubörgðin,“ sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, þegar hún rökstuddi þá ákvörðun sína í gær að greiða atkvæði gegn tillögu um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málshöfðun Alþingis gegn Geir Haarde niður. 21.1.2012 12:04
Skrif Hallgríms ollu þungu áfalli Dóttir Brynhildar Georgíu Björnsson, sem Hallgrímur Helgason byggir aðalpersónuna í nýjustu skáldsögu sinni á, segist hafa orðið fyrir þungu áfalli þegar hún las bókina í september á síðasta ári. Brynhildur var barnabarn Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins, en hún mun hafa sagt Hallgrími sögur af sér og fjölskyldu sinni áður en hún lést árið 2008. Í bókinni, sem ber titilinn Konan við 1000° byggir Hallgrímur söguna að einhverju leyti á frásögnum hennar en skáldar jafnframt í eyðurnar. 21.1.2012 10:58