Innlent

Snjókoma í allan dag - og í kvöld

Margir þurftu að hjálpa vegfarendum að ýta í morgun enda mikill snjór á götum borgarinnar.
Margir þurftu að hjálpa vegfarendum að ýta í morgun enda mikill snjór á götum borgarinnar. mynd/GVA
Það var mörgum sem brá þegar þeir komu út í morgun enda var allt nánast á kafi í snjó og á sumum stöðum blasti við sjón sem ekki er óalgengt að sjá á póstkorti. Snjórinn sem nú er úti féll á aðeins tveimur klukkutímum í morgun og gefur það auga leið að það hafi snjóað nokkuð duglega.

Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mun halda áfram að snjóa í allan dag, með hléum þó, og í kvöld mun bæta í snjókomuna. Það verður þó ekki mjög kalt og mun hitastigið vera í kringum frostmark svo snjórinn verður svolítið „klessulegur", eins og veðurfræðingur orðar það. Á morgun má búast við vindi og annað kvöld verður mjög hvasst á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×